Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea
Powerade
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Ederson.
Markvörðurinn Ederson.
Mynd: EPA
Orkun Köcku (til hægri).
Orkun Köcku (til hægri).
Mynd: EPA
Það gætu orðið stjóraskipti hjá Manchester United, Manchester City gæti selt lykilmann og Arne Slot vill tyrkneskan miðjumann til Liverpool. Hér er slúðrið í boði Powerade.

Mauricio Pochettino er á radarnum hjá Manchester United og Bayern München eftir að hafa yfirgefið Chelsea með „sameiginlegri ákvörðun“. (Standard)

Chelsea hefur heyrt í Sebastian Hoeness, stjóra Stuttgart, og Kieran McKenna, stjóra Ipswich Town, í leit að manni í stað Pochettino. (Teamtalk)

McKenna er efstur á blaði Chelsea en hann kom Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum. Brighton vill einnig fá McKenna. (Guardian)

Michel, stjóri Girona, og Enzo Maresca, stjóri Leicester City, eru líka meðal nafna sem eru til skoðunar hjá Chelsea. (Telegraph)

Thomas Tuchel fyrrum stjóri Chelsea gæti tekið aftur við liðinu en hann var rekinn frá félaginu 2022. (Florian Plettenberg)

Manchester City er opið fyrir því að hlusta á tilboð í brasilíska markvörðinn Ederson (30). Félög frá Sádi-Arabíu hafa áhuga. (Fabrizio Romano)

Manchester United er að kanna möguleikann á því að fá Marc Guehi (23) varnarmann Crystal Palace og enska landsliðsins, ef þeim tekst ekki að gera samning við Everton um enska miðvörðinn Jarrad Branthwaite (21). (Mail)

Everton hefur sett lágmarksverðmiða upp á 80 milljónir punda á Branthwaite, Newcastle og Tottenham hafa einnig áhuga á honum. (i Sport)

Manchester United er í aðstöðu til að eyða miklu í sumarfélagaskiptaglugganum þar sem stórt tap undanfarin ár er nú að detta út úr mengi félagsins varðandi arðsemis- og sjálfbærnireglurnar. (Football Insider)

Arsenal, Manchester United og Liverpool hafa haft samband við Benfica vegna áhuga á að fá portúgalska miðvörðinn Antonio Silva (20). (Caught Offside)

Arne Slot, verðandi stjóri Liverpool, hefur lagt áherslu á að fá Orkun Kökcu (23), miðjumann Benfica og Tyrklands.. (Givemesport)

Tottenham hefur sent Chelsea fyrirspurn um Trevoh Chalobah (24) og gæti gert tvöfalda tilraun til að fá enska varnarmanninn og einnig enska miðjumanninn Conor Gallagher (24) frá bláliðum. (HITC)

Manchester United og Bayern München sendu njósnara til að horfa á malíska miðjumanninn Malick Junior Yalcouye (18) spila með IFK Gautaborg í 1-0 sigri gegn Mjallby á þriðjudaginn. (Expressen)

Aston Villa hefur lagt fram tilboð upp á 12,8 milljónir punda til Sevilla í argentínska varnarmanninn Marcos Acuna (32). (Fichajes)

Villa hefur einnig áhuga á ítalska varnarmanninum Raoul Bellanova (24) sem hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Torino. West Ham og Manchester United eru líka áhugasöm. (Tuttosport)

West Ham vull fá framherjann Serhou Guirassy (28) frá Stuttgart í sumar en Gínuemaðurinn skoraði 28 mörk í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili. (Standard)

Tottenham mun keppa við Aston Villa um ítalska varnarmanninn Andrea Cambiaso (24) sem er metinn á 34 milljónir punda af Juventus. (Calciomercato)

Fulham og West Ham hafa átt í viðræðum við Corinthians um möguleikann á að fá brasilíska framherjann Wesley (19). (Caught Offside)

Tottenham hefur áhuga á að fá Dominic Solanke (26) framherja Bournemouth í sumar. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner