Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea vill ræða við Maresca
Mynd: Leicester
Chelsea er í leit að nýjum þjálfara til að taka við eftir brottrekstur Mauricio Pochettino og eru fjórir menn sem eru taldir koma til greina.

Einn þeirra er Ítalinn Enzo Maresca sem vann Championship deildina með Leicester á tímabilinu, en hann var aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City og er mikils metinn í fótboltaheiminum.

Sky Sports greinir frá því að Chelsea hefur sett sig í samband við teymi Maresca til að fá að ræða við hann, en ljóst er að það mun kosta tæplega 8 milljónir punda að stela Maresca frá Leicester vegna riftunarákvæðis í samningi hans við félagið.

Auk Maresca hefur Chelsea áhuga á Kieran McKenna, stjóra Ipswich, Thomas Frank, stjóra Brentford, og Sebastian Höness, stjóra Stuttgart.

Behdad Eghbali, meðeigandi í Chelsea, er staddur í London þessa stundina ásamt Paul Winstanley og Laurence Stewart, sem starf sem yfirmenn fótboltamála hjá félaginu. Þeir þrír hafa fengið það verkefni að ráða næsta mann í þjálfarastarfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner