Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thomas Danielsen mættur aftur í KA
Thomas spjallar við Svein Margeir fyrir leikinn gegn Fylki á dögunum
Thomas spjallar við Svein Margeir fyrir leikinn gegn Fylki á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Afrekssálfræðingurinn Thomas Danielsen er aftur mættur til starfa hjá KA en hann var áður í þjálfarateymi liðsins sumarið 2022.

Hann fylgdi Arnari Grétarsyni til Vals og starfaði þar síðasta sumar.


Thomas vinnur í Danmörku sem afrekssálfræðingur þar sem hann vinnur með dönskum toppíþróttamönnum að ná sem bestum árangri. Hann starfar með atvinnumönnum í fótbolta, handbolta, íshokký, golfi sem og ólympískum íþróttamönnum á hæsta stigi.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hafði unnið með honum á meðan hann var leikmaður í Danmörku.

„Hann hefur verið að aðstoða liðið það sem af er sumri en hann er um þessar mundir á Akureyri þar sem hann hefur verið að taka leikmenn í einkasamtöl sem og að ræða við hópinn í heild sinni," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner