Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 26. maí 2017 13:36
Magnús Már Einarsson
Ísland ætlar að spila 3-4-3 á EM
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur ákveðið að vinna með leikkerfið 3-4-3 fyrir EM í Hollandi í júlí. Í undankeppni EM spilaði Ísland 4-2-3-1 en þá var Harpa Þorsteinsdóttir fremst og raðaði inn mörkum.

Harpa hefur ekkert spilað eftir barnsburð í vetur og íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að spila sitt hefðbundna kerfi í æfingaleikjum að undanförnu. Freyr hefur einnig prófað þriggja manna vörn í vetur og hann hefur ákveðið að halda sig við 3-4-3 í undirbúningi fyrir EM.

„Staðan er sú að þetta kerfi hentar okkur miklu betur út frá leikmannahópnum," sagði Freyr á fréttamannafundi í dag.

„Ég vil ekki vakna upp í ágúst og hugsa til tímapunktsins núna og segja ´af hverju gerði ég ekki neitt?" bætti Freyr við en hann telur nauðsynlegt að skipta um kerfi núna.

Íslenska landsliðið fékk 4-0 skell gegn Hollandi í apríl en þá spilaði liðið 4-2-3-1. Öll tölfræði úr þeim leik lítur mjög illa út fyrir íslenska liðið og Freyr hefur ákveðið að spila 3-4-3 í komandi vináttuleikjum gegn Írlandi og Brasilíu sem og á EM í sumar.

„Við höfum verið að fikta með þetta kerfi síðan í Kína í október í fyrra. Við höfum náð að þróa það í þessum 3-4 leikjum sem við höfum spilað."

„Þegar við sækjum þá viljum við vera í 3-4-3. Þegar við pressum þá erum við í 3-4-3. Þegar við verjumst dýpra á vellinum þá erum við í 5-3-2 eða 5-4-1."
Athugasemdir
banner
banner
banner