Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
banner
   sun 28. apríl 2024 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikil læti, örugglega skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur, en pirrandi að tapa," sagði Axel Óskar Andrésson, leikmaður KR, eftir tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

„Það var gaman að spila leikinn, mikið af návígum, skemmtilegur leikur en þrjú mörk (á okkur) á heimavelli er ekki nógu gott. Ég held að allir vissu fyrir leikinn að þetta yrði ekkert 'tiki-taka'."

„Tvö góð lið og seinni leikurinn verður skemmtilegur, ég hlakka mikið til að spila á móti þeim aftur. Það verður aftur hörkuleikur.


Axel talar um læti og hann var svo sannarlega þátttakandi í látunum í lokin þegar hann stóð yfir Patrik Johannesen og lét hann heyra það. Axel fékk gult spjald fyrir vikið.

„Bara ástríða (passion), ástríða í augnablikinu. Svona er bara boltinn og tilfinningar í þessu. Maður væri ekki í þessu ef tilfinningarnar fylgdu ekki."

KR hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð. Er eitthvað öðruvísi við þá leiki en fyrstu tvo?

„Nei, þetta er bara ekki búið að vera detta með okkur. Hin liðin hafa verið klár, komu og mættu okkur í baráttunni. Þeir sýndu bara gæði í þessum mörkum sem þeir skoruðu. Við þurfum bara að klára færin okkar, þetta er langt mót."

Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Breiðabliks þegar hann hirti boltann af Guy Smit markverði KR fyrir utan teig.

„Völlurinn býður upp á mistök stundum, allir gera mistök. Þetta verður betra," sagði Axel Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner