Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 16:00
Aksentije Milisic
Besta deildin: Vestri vann aftur og hélt hreinu - FH lagði ÍA
Úr leik Vestra og HK.
Úr leik Vestra og HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn.
Logi Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjórða umferðin í Bestu deild karla hófst í dag en tveimur leikjum var að ljúka.


Á Avis-vellinum í Laugardalnum áttust við Vestri og HK en þetta var heimaleikur Vestra. Leikurinn var færður frá Ísafirði vegna þess að Kerecisvöllurinn er ekki leikfær.

Nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn annan sigur í röð og héldu þeir aftur markinu hreinu. Benedikt Warén gerði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. 

Flott byrjun hjá Vestra en liðið er nú með sex stig eftir fjórar umferðir á meðan HK er einungis með eitt stig.

Í Akraneshöllinni áttust síðan við ÍA og FH en það var Hafnarfjarðarliðið sem tók stigin þrjú. Kjartan Kári Halldórsson kom gestunum yfir áður en Viktor Jónsson jafnaði metin rétt fyrir hlé. Viktor var að skora sitt fimmta mark á leiktíðinni.

Það var hins vegar Logi Hrafn Róbertsson sem tryggði FH stigin þrjú með marki snemma í síðari hálfleiknum. „Aukaspyrnan er tekin inn á teiginn og Skagamenn ná að hreinsa boltanum frá. Björn Daníel fær boltann og kemur honum fyrir en þeir hreinsa þá beint til Kjartans Kára sem á einnig misheppnaða fyrirgjöf. Þá fær Logi Hrafn boltann fyrir utan teig og tekur þetta glæsilega skot á markið sem syngur í netinu! Mark umferðarinnar? Hafnfirðingarnir eru bara í rándýrum mörkum í dag!" skrifaði Sölvi Haraldsson í beinni textalýsingu.

Það var mikill hiti í leiknum en bæði lið fengu að líta á rauð spjöld undir restina.

Góð byrjun FH á tímabilinu heldur því áfram en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð og er FH með níu stig á töflunni. ÍA er með sex.

Vestri 1 - 0 HK
1-0 Benedikt V. Warén ('73 )
Lestu um leikinn hér.

ÍA 1 - 2 FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('13 )
1-1 Viktor Jónsson ('42 )
1-2 Logi Hrafn Róbertsson ('55 )
Rautt spjald: Ísak Óli Ólafsson (FH) ('90)
Rautt spjald: Oliver Stefánsson (ÍA) ('90)
Lestu um leikinn hér.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner