Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Hætta á að Mykolenko missi af EM
Mynd: Getty Images
Óvissa er um hvort bakvörðurinn Vitaliy Mykolenko geti spilað með Úkraínu á EM í sumar en hann meiddist illa á ökkla gegn Liverpool á dögunum.

Þessi 24 ára leikmaður hefur bætt sig mikið hjá Everton og spilað lyklilhlutverk í að halda liðinu í deildinni. Hann þurfti að fara meiddur af velli í 2-0 sigrinum gegn Liverpool.

Ólíklegt er að hann komi meira við sögu með Everton á tímabilinu og er nú í kapphlaupi við tímann til að vera klár fyrir þátttöku Úkraínu á EM í sumar.

Úkraína vann Ísland í úrslitaleik umspils um sæti á EM. Mykolenko á 39 landsleiki fyrir Úkraínu.

Mykolenko hittir sérfræðing í dag og ákvörðun verður tekin um hvort hann þurfi að gangast undir aðgerð vegna þessara meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner