Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn í liði umferðarinnar - „Gat ekki gert mikið meira"
Orri fékk að eiga boltann eftir þrennuna.
Orri fékk að eiga boltann eftir þrennuna.
Mynd: Getty Images
Orri i leik með íslenska landsliðinu.
Orri i leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Orri Steinn Óskarsson framherji FC Kaupmannahafnar hefur fengið mikið hrós eftir að hafa skorað þrennu fyrir liðið gegn AGF á dögunum.

Tipsbladet velur hann í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni og segir hann hafa sent skýr skilaboð til Jacob Neestrup, þjálfara liðsins..


Sjálfur var Orri í skýjunum eftir leikinn.

„Þetta var geggjað að koma inn á í svona leik þar sem það er mikið undir. Við gerðum vel eftir fyrista markið en fengum á okkur of mörg mörk. Það er besta tilfinning í heimi að skora á Parken, það er einn af mínum stærstu draumum. Ég sannaði eitthvað í dag, ég skoraði þrjú mörk, ég get ekki gert mikið meira," sagði Orri í samtali við bold.dk.

Hann skoraði þrennuna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri. Christian Sörensen samherji hans hjá FCK hrósaði honum eftir leikinn.

„Hann hefur fengið fá tækifæri. Ég þekki það sjálfur að vera ekki í hópnum og svo skyndilega að spila," sagði Sörensen.

Sörensen er ánægður með það hvernig Orri hefur hagað sér þrátt fyrir fá tækifæri en íslenski framherjinn hefur verið inn og út úr liðinu á tímabilinu.

„Hann átti þetta svo mikið skilið. Hann er alltaf í góðu skapi á æfingum og þrátt fyrir að hann mæti stundum þreyttur er hann alltaf brosandi," sagði Sörensen.

Jacob Neestrup þjálfari liðsins hafði líka sitt að segja um frammistöðu Orra.

„Auðvitað er ég ánægður að ungur leikmaður sem hefur verið fyrir utan hópinn því ég hef ákveðið að nýta krafta annarra að hann haldi áfram að vinna hart að sér og er auðmjúkur, það borgar sig fyrir unga leikmenn árið 2024, þetta er frábært," sagði Neestrup.


Athugasemdir
banner
banner