Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 09:15
Elvar Geir Magnússon
Salah verður áfram hjá Liverpool - Félagið hefur áhuga á Guehi
Powerade
Mo Salah hefur verið mikið í umræðunni.
Mo Salah hefur verið mikið í umræðunni.
Mynd: EPA
Rangnick fær tilboð um að taka við Bayern.
Rangnick fær tilboð um að taka við Bayern.
Mynd: Getty Images
Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall. Hér er slúðurpakkinn mættur en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og fleiri miðlum.

Liverpool býst algjörlega við því að Mohamed Salah (31) verði áfram hjá félaginu eftir sumarið og reiknar með því að egypski framherjinn verði hluti af leikmannahópnum í undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð. (Athletic)

Richard Hughes, sem er að taka við sem íþróttastjóri Liverpool, mun leiða viðræður um nýjan samning við Salah. Núverandi samningur hans gildir til ársins 2025. (Times)

Möguleikar Marcus Rashford (26) gætu verið takmarkaðir ef hann velur að yfirgefa Manchester United. Áhugi Paris St-Germain á sóknarmannum hefur minnkað. (The I)

Enski varnarmaðurinn Marc Guehi (23), sem er metinn á 55 milljónir punda af Crystal Palace, vekur áhuga Liverpool þar sem félagið leitar að leikmanni í stað kamerúnska varnarmannsins Joel Matip (32) sem ætlar að fara þegar samningur hans rennur út í sumar. (Football Insider)

Ajax vill endurráða Erik ten Hag sem stjóra ef hann verður rekinn frá Manchester United í sumar. Það er þó ekki búist við neinni ákvörðun um framtíð Hollendingsins á Old Trafford fyrr en eftir leik gegn Manchester City í úrslitum FA-bikarsins þann 25. maí. (Mail)

West Ham vill fá Callum O'Hare (25) kantmann Coventry og Jacob Greaves (23) miðvörð Hull í sumar. (Guardian)

Championship-meistararnir í Leicester City munu geta keypt leikmenn í sumarglugganum þrátt fyrir að hafa verið sett í viðskiptabann af ensku neðri deildunum. (Mail)

Hins vegar verður Leicester að selja leikmenn fyrir 30. júní til að forðast brot á hagnaðar- og sjálfbærnireglunum á næstu leiktíð. Enski miðjumaðurinn Kiernan Dewsbury-Hall (25) er á óskalistum Brentford, Brighton og Fulham. (Mail)

Bayern München hefur tekið fyrstu skrefin í átt að framlengingu á samningi þýska kantmannsins Leroy Sane (28) sem er opinn fyrir því að framlengja núverandi samning en hann gildir til 2025. (Sky Sports Þýskalandi)

Manchester United hyggst enn að ráða Dan Ashworth sem íþróttastjóra í sumar. Félagið vonar að sakomulag náist um bætur til Newvcastle fljótlega. (Football Insider)

Bayern München ætlar að bjóða Ralf Rangnick, þjálfara austurríska landsliðsins, samning til ársins 2027. Þessi fyrrum bráðabirgðastjóri Manchester United er talinn rétti maðurinn til að taka við af Thomas Tuche þegar hann hættir í lok tímabilsins. (Sky Sports Þýskalandi)

Pólski framherjinn Robert Lewandowski (35) ætlar að vera áfram hjá Barcelona og er ekki að íhuga að fara til Sádi-Arabíu eða Bandaríkjanna. (Sport Bild)

Jermain Defoe (41) gæti fengið sitt fyrsta stjórastarf eftir að hafa átt í viðræðum við Sunderland, sitt fyrrum félag. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner