

Lúxemborgarvöllurinn
Undankeppni EM
Dómari: Goga Kikacheishvili (Georgía)
Áhorfendur: Uppselt
('64)
('81)
('93)
('64)
('64)
('64)
('64)
('93)
('81)
('64)
Hörmulegt kvöld í Lúxemborg. Menn mæta með skottið á milli lappana aftur heim í leikinn gegn Bosníu á mánudagskvöldið.
Skelfilegt að við séum ekki í möguleika í þessum riðli á þessum tímapunkti.
MARK!Nálægt því að vera rangstæður samt. VAR skoðar þetta.
MARK!Stoðsending: Ísak Bergmann Jóhannesson
Hvernig gat þjálfarinn ekki séð þetta fyrir #fotboltinet #afturaem pic.twitter.com/vZHdTAQY8A
— Hafthor (@1423Hafthor) September 8, 2023
Við erum bara komnir á þann stað að Lúxemborg eru miklu betri en við í fótbolta, virkilega sorglegt #fotboltinet
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) September 8, 2023
Rautt spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
jeeeesús hvað þetta er ógeðslega lélegt! #fotboltinet
— Sindri Már Stefánsson (@sindrimarstef) September 8, 2023
MARK!
Íslenska landsliðið hefur farið úr því að miðlungsleikmenn breyttust í frábæra leikmenn í landsliðstreyjunni í að miðlungsleikmenn spila undir getu í landsliðstreyjunni. #fotboltinet
— Öddi (@haraldur_orn) September 8, 2023
Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Ísland)
Hann er kominn úr vestinu! Orri Steinn Óskarsson er að fara koma inn á og spila sinn fyrsta landsleik. 19 ára framherji FCK í Danmörku.
Vandræðalegur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu ????
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) September 8, 2023
Svefnganga mest allan fyrri hálfleikinn ???? Krafa að þeir mæti allavega út í seinni hálfleikinn og sýni hjarta; virkilega andlaus fyrri hálfleikur (fyrir utan Jón Dag) #fotboltinet
En tækifærin hafa verið til staðar... það er alveg möguleiki á því að snúa þessu við í seinni hálfleik.
En áður en að seinni hálfleiknum kemur ætla ég að gera tilraun til að finna kaffibolla. Gangi mér vel.
Marktilraunir: 8-9
Sóknir: 16-17
Hornspyrnur: 1-5
Gul spjöld: 2-1
Rauð spjöld: 0-0
Væri sterkt að fá Orra Óskarsson inn á í hálfleik. Þessi 3 manna háa lína sem Lúxemborg spilar með hentar honum fullkomlega. Frábær í að finna rétt hlaup og svæði gegn akkurat svona varnarlínum. Breyta aðeins um taktík og fá kraftinn í Mikael Anderson út á kant. #fotboltinet
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 8, 2023
Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Frammistaða Íslands til þessa: #fotboltinet pic.twitter.com/RgJLjrGc1F
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) September 8, 2023
Þetta er alvöru þrot. Rífa sig í gang, takk!
— Henry Birgir (@henrybirgir) September 8, 2023
Shit hvað þetta er allt andlaust #fotboltinet
— Öddi (@haraldur_orn) September 8, 2023
Valgeir bjargaði líklega marki þegar hann komst fyrir skot inn á vítateignum í aðdragandanum.
Henda sér niður við allar snertingar því dómarinn mun dæma á það. Ekkert flæði í þessum leik. #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) September 8, 2023
Free comedy varnarleikur. Um að gera að gefa þeim víti svona snemma #fotboltinet
— Guðmundur Auðun (@GummiAudun) September 8, 2023
Gult spjald: Enes Mahmutovic (Lúxemborg)

VAR hatar Ísland
— Sölvi Haralds (@Breiiiiiiiiiii) September 8, 2023
Mark úr víti!Áfram Ísland!
Upphitun í gangi á Lúxemborgarvellinum #fotboltinet pic.twitter.com/w64Yzm3pIg
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 8, 2023

Lúxemborgarar eru án hreinræktaðrar 'níu' þar sem Gerson Rodrigues er í einskonar agabanni. Luc Holtz landsliðsþjálfari segir hinsvegar að í leikmannahópi sínum séu margir leikmenn sem geti skorað mörk og vonast til að það flæki verkefni Íslands að geta ekki einblínt á einhvern einn sóknarmann.
Miðað við uppstillingu Lúxemborgara eru það Alessio Curci (21 árs) og Yvandro Borges Sanches (19 ára) sem leiða sóknarlínuna í 3-5-2 leikkerfi.

Age Hareide, þjálfari Íslenska liðsins, gerir þrjár breytingar frá leiknum gegn Portúgal í júní. Inn í liðið koma þeir Hákon Arnar Haraldsson, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson. Þeir koma inn fyrir þá Sverri Inga Ingason, Albert Guðmundsson og Willum Þór Willumsson.
Sverrir glímir við meiðsli, Willum tekur út leikbann og það mátti ekki velja Albert í hópinn.
Kolbeinn er á leið í sinn þriðja landsleik en hans fyrstu tveir voru vináttuleikir í janúar 2019 og er Kolbeinn í fyrsta sinn í landsliðshópnum í fjögur ár. Sævar Atli er að byrja sinn fyrsta keppnisleik á ferlinum.



Á miðvikudag voru tíu ár frá þrennunni hans Jóhanns Berg gegn Sviss í Bern. Á fréttamannafundi í gær var Jói spurður að því hvort hann hefði horft á þrennuna aftur?
„Já, ég viðurkenni að ég tók hana í gær aftur," sagði Jói og hló. „Ég sá á RÚV að það væru tíu ár frá þrennunni, ég varð að kíkja á hana aftur."
„Þriðja markið er ákveðin gæsahúð, en tæknilega var fyrsta markið örugglega erfiðast; fyrsta snertingin var ansi góð og svo var boltanum neglt í netið. Það er gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að taka afmælisþrennu á morgun (í kvöld)."

„Ég set þetta þannig upp að ég sé alla leikina hjá strákunum á mánudögum, nota allan mánudaginn í að horfa á fótbolta og er því orðinn smá þreyttur á mánudagskvöldi," sagði Hareide.
„Ég sé alla strákana spila og það er mjög mikilvægt. Ég get þannig fylgst með þeim og sé hvað þeir eru að gera hjá félagsliðum sínum. Frammistöðurnar hafa verið nokkuð stöðugar, flestir leikmennirnir hafa spilað í upphafi tímabilsins, sumir hafa skipt um félag og hafa gert vel hjá nýju félagi. Það lítur vel út."
Klefinn klár á Stade de Luxembourg.#afturáEM pic.twitter.com/5vh5AqKfAm
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2023


Var mikil vonbrigðatilfinning eftir síðasta glugga þar sem frammistöðurnar voru góður en stigin engin?
„Ekki spurning, að fá núll stig úr þeim glugga á heimavelli þar sem við stefndum allavega á þrjú stig; við vitum hversu mikilvægt er að vinna heimaleikina. Ef maður skoðar frammistöðurnar voru þær mjög góðar sem er skrítið að segja þegar punktarnir fylgdu ekki með því, en það eru oft smáatriði í fótbolta sem skipta á milli. Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff', en sofnum í eitt augnablik og það er smá óbragð í munninum eftir sumargluggann þrátt fyrir góðar frammistöður. Við þurfum núna að bæta stigum við góðar frammistöður," segir Alfreð Finnbogason.
Smelltu hér til að sjá viðtalið við Alfreð

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir engan feluleik í gangi með markmið þessa landsleikjaglugga. Liðið ætlar að vinna í Lúxemborg og svo gegn Bosníu á Laugardalsvelli á mánudaginn.
„Við erum ekkert að fela það, við verðum að taka sex stig úr þessum glugga. Það er ekkert að því að segja það og leggja áherslu á það. Það er ekkert annað í boði," segir Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.
Landsliðið var í æfingabúðum í Þýskalandi og æfði á æfingasvæði þýska Bundesliguliðsins Mainz. Á miðvikudag hélt liðið svo yfir til Lúxemborgar.
Smelltu hér til að sjá viðtalið við Guðlaug Victor

Uppgangurinn í fótboltanum í Lúxemborg hefur verið eftirtektarverður. Frá árinu 2006 til 2018 þá klifraði Lúxemborg upp um meira en 100 sæti á FIFA styrkleikalistanum, frá 195. sæti upp í 82. sæti.
Lestu nánar um uppganginn í Lúxemborg

Sóknarmaðurinn Gerson Rodrigues, markahæsti leikmaður í sögu landsliðs Lúxemborgar, er ekki í hópnum vegna agavandamála.
Í fjarveru Rodriguez er Danel Sinani skeinuhættasti leikmaður Lúxemborgar, hann hefur skorað tvö af fjórum mörkum liðsins í undankeppninni. Þá er hinn nítján ára gamli Yvandro Borges Sanches, leikmaður Borussia Mönchengladbach, nokkuð spennandi leikmaður.
Sjá nánar hérna

Það eru Georgíumenn sem sjá um að dæma leikinn úti á vellinum. Goga Kikacheishvili er aðaldómari leiksins en hann er aðeins 32 ára og er að klifa upp stigann hjá UEFA. Hingað til hefur hann nær eingöngu dæmt yngri landsleiki og Sambandsdeildarleiki á alþjóðlegum vettvangi.
VAR teymið er hinsvegar frá Ísrael og VAR dómari er Ziv Adler.

Innilega velkomin með okkur í Stórhertogadæmið Lúxemborg þar sem Lúxemborg og Ísland eigast við í undankeppni EM klukkan 18:45 að íslenskum tíma, 20:45 hér að staðartíma.
Það er UPPSELT á leikinn á hinum stórglæsilega Stade de Luxembourg en leikvangurinn tekur 9.231 áhorfendur. Vegna ársmiðasölu er þó ekki búist við því að setið verði í hverju sæti. Leikvangurinn var vígður fyrir tveimur árum. Völlurinn er lagður með hybrid grasi.
Stuðningsmenn Lúxemborgar leyfa sér að dreyma um að komast í lokakeppni EM. Landslið þessarar 660 þúsund manna þjóðar er þremur stigum frá öðru sæti. Lúxemborg er fjórum stigum fyrir ofan Ísland í riðlinum og því ekkert annað sem kemur til greina hjá okkar strákum en að sækja til sigurs.
('46)
('78)
('78)
('78)
('78)
('46)















