Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 05. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Mainz
„Það er ekkert annað í boði en að taka sex stig“
Icelandair
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Mynd: KSÍ - Jóhann Ólafur Sigurðsson
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir engan feluleik í gangi með markmið þessa landsleikjaglugga. Liðið ætlar að vinna í Lúxemborg á föstudag og svo gegn Bosníu á Laugardalsvelli á mánudaginn.

„Við erum ekkert að fela það, við verðum að taka sex stig úr þessum glugga. Það er ekkert að því að segja það og leggja áherslu á það. Það er ekkert annað í boði," segir Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Landsliðið er í æfingabúðum í Þýskalandi og æfir á æfingasvæði þýska Bundesliguliðsins Mainz. Guðlaugur Victor er kunnugur staðháttum í Þýskalandi.

„Ég bjó hér rétt hjá og líst mjög vel á þetta. Það er frábært veður, bara blíða og tilhlökkun. Hótelið er geggjað og völlurinn frábær, það er yfir engu að kvarta."

Hann segir að norski reynsluboltinn Age Hareide hafi komið öflugur inn sem þjálfari liðsins.

„Frábærlega, hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er búinn að vera í þessu lengi og maður finnur það alveg. Það er alvöru ára yfir kallinum."

Guðlaugur Victor ræddi einnig um stöðu sína en í sumar yfirgaf hann bandaríska liðið D.C. United og gekk í raðir Eupen í Belgíu. Hann segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Eupen.

„Þeir höfðu samband við umboðsmanninn minn eftir landsleikina í sumar. Mér leið vel í DC og ég var að spila og allt í góðum málum. Svo fæ ég boð um þriggja ára samning (hjá Eupen). Ég er orðinn 32 ára svo það var frábært. Það er erfitt að segja nei við þriggja ára samning þegar maður er kominn á þennan aldur. Svo leist mér mjög vel á þetta verkefni sem Eupen var að kynna fyrir mér," segir Guðlaugur Victor Pálsson.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig nánar um landsliðsverkefnið og Eupen, og það hvernig er að fá Alfreð Finnbogason til belgíska félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner