Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 05. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Mainz
„Það er ekkert annað í boði en að taka sex stig“
Icelandair
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Mynd: KSÍ - Jóhann Ólafur Sigurðsson
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir engan feluleik í gangi með markmið þessa landsleikjaglugga. Liðið ætlar að vinna í Lúxemborg á föstudag og svo gegn Bosníu á Laugardalsvelli á mánudaginn.

„Við erum ekkert að fela það, við verðum að taka sex stig úr þessum glugga. Það er ekkert að því að segja það og leggja áherslu á það. Það er ekkert annað í boði," segir Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Landsliðið er í æfingabúðum í Þýskalandi og æfir á æfingasvæði þýska Bundesliguliðsins Mainz. Guðlaugur Victor er kunnugur staðháttum í Þýskalandi.

„Ég bjó hér rétt hjá og líst mjög vel á þetta. Það er frábært veður, bara blíða og tilhlökkun. Hótelið er geggjað og völlurinn frábær, það er yfir engu að kvarta."

Hann segir að norski reynsluboltinn Age Hareide hafi komið öflugur inn sem þjálfari liðsins.

„Frábærlega, hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er búinn að vera í þessu lengi og maður finnur það alveg. Það er alvöru ára yfir kallinum."

Guðlaugur Victor ræddi einnig um stöðu sína en í sumar yfirgaf hann bandaríska liðið D.C. United og gekk í raðir Eupen í Belgíu. Hann segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Eupen.

„Þeir höfðu samband við umboðsmanninn minn eftir landsleikina í sumar. Mér leið vel í DC og ég var að spila og allt í góðum málum. Svo fæ ég boð um þriggja ára samning (hjá Eupen). Ég er orðinn 32 ára svo það var frábært. Það er erfitt að segja nei við þriggja ára samning þegar maður er kominn á þennan aldur. Svo leist mér mjög vel á þetta verkefni sem Eupen var að kynna fyrir mér," segir Guðlaugur Victor Pálsson.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig nánar um landsliðsverkefnið og Eupen, og það hvernig er að fá Alfreð Finnbogason til belgíska félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner