Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   þri 05. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Mainz
„Það er ekkert annað í boði en að taka sex stig“
Icelandair
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Mynd: KSÍ - Jóhann Ólafur Sigurðsson
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir engan feluleik í gangi með markmið þessa landsleikjaglugga. Liðið ætlar að vinna í Lúxemborg á föstudag og svo gegn Bosníu á Laugardalsvelli á mánudaginn.

„Við erum ekkert að fela það, við verðum að taka sex stig úr þessum glugga. Það er ekkert að því að segja það og leggja áherslu á það. Það er ekkert annað í boði," segir Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Landsliðið er í æfingabúðum í Þýskalandi og æfir á æfingasvæði þýska Bundesliguliðsins Mainz. Guðlaugur Victor er kunnugur staðháttum í Þýskalandi.

„Ég bjó hér rétt hjá og líst mjög vel á þetta. Það er frábært veður, bara blíða og tilhlökkun. Hótelið er geggjað og völlurinn frábær, það er yfir engu að kvarta."

Hann segir að norski reynsluboltinn Age Hareide hafi komið öflugur inn sem þjálfari liðsins.

„Frábærlega, hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er búinn að vera í þessu lengi og maður finnur það alveg. Það er alvöru ára yfir kallinum."

Guðlaugur Victor ræddi einnig um stöðu sína en í sumar yfirgaf hann bandaríska liðið D.C. United og gekk í raðir Eupen í Belgíu. Hann segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Eupen.

„Þeir höfðu samband við umboðsmanninn minn eftir landsleikina í sumar. Mér leið vel í DC og ég var að spila og allt í góðum málum. Svo fæ ég boð um þriggja ára samning (hjá Eupen). Ég er orðinn 32 ára svo það var frábært. Það er erfitt að segja nei við þriggja ára samning þegar maður er kominn á þennan aldur. Svo leist mér mjög vel á þetta verkefni sem Eupen var að kynna fyrir mér," segir Guðlaugur Victor Pálsson.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig nánar um landsliðsverkefnið og Eupen, og það hvernig er að fá Alfreð Finnbogason til belgíska félagsins.
Athugasemdir
banner