Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   þri 05. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Mainz
„Það er ekkert annað í boði en að taka sex stig“
Icelandair
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Mynd: KSÍ - Jóhann Ólafur Sigurðsson
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir engan feluleik í gangi með markmið þessa landsleikjaglugga. Liðið ætlar að vinna í Lúxemborg á föstudag og svo gegn Bosníu á Laugardalsvelli á mánudaginn.

„Við erum ekkert að fela það, við verðum að taka sex stig úr þessum glugga. Það er ekkert að því að segja það og leggja áherslu á það. Það er ekkert annað í boði," segir Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Landsliðið er í æfingabúðum í Þýskalandi og æfir á æfingasvæði þýska Bundesliguliðsins Mainz. Guðlaugur Victor er kunnugur staðháttum í Þýskalandi.

„Ég bjó hér rétt hjá og líst mjög vel á þetta. Það er frábært veður, bara blíða og tilhlökkun. Hótelið er geggjað og völlurinn frábær, það er yfir engu að kvarta."

Hann segir að norski reynsluboltinn Age Hareide hafi komið öflugur inn sem þjálfari liðsins.

„Frábærlega, hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er búinn að vera í þessu lengi og maður finnur það alveg. Það er alvöru ára yfir kallinum."

Guðlaugur Victor ræddi einnig um stöðu sína en í sumar yfirgaf hann bandaríska liðið D.C. United og gekk í raðir Eupen í Belgíu. Hann segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Eupen.

„Þeir höfðu samband við umboðsmanninn minn eftir landsleikina í sumar. Mér leið vel í DC og ég var að spila og allt í góðum málum. Svo fæ ég boð um þriggja ára samning (hjá Eupen). Ég er orðinn 32 ára svo það var frábært. Það er erfitt að segja nei við þriggja ára samning þegar maður er kominn á þennan aldur. Svo leist mér mjög vel á þetta verkefni sem Eupen var að kynna fyrir mér," segir Guðlaugur Victor Pálsson.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig nánar um landsliðsverkefnið og Eupen, og það hvernig er að fá Alfreð Finnbogason til belgíska félagsins.
Athugasemdir
banner