Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 05. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Mainz
„Það er ekkert annað í boði en að taka sex stig“
Icelandair
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Guðlaugur Victor á æfingu í Mainz.
Mynd: KSÍ - Jóhann Ólafur Sigurðsson
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir engan feluleik í gangi með markmið þessa landsleikjaglugga. Liðið ætlar að vinna í Lúxemborg á föstudag og svo gegn Bosníu á Laugardalsvelli á mánudaginn.

„Við erum ekkert að fela það, við verðum að taka sex stig úr þessum glugga. Það er ekkert að því að segja það og leggja áherslu á það. Það er ekkert annað í boði," segir Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Landsliðið er í æfingabúðum í Þýskalandi og æfir á æfingasvæði þýska Bundesliguliðsins Mainz. Guðlaugur Victor er kunnugur staðháttum í Þýskalandi.

„Ég bjó hér rétt hjá og líst mjög vel á þetta. Það er frábært veður, bara blíða og tilhlökkun. Hótelið er geggjað og völlurinn frábær, það er yfir engu að kvarta."

Hann segir að norski reynsluboltinn Age Hareide hafi komið öflugur inn sem þjálfari liðsins.

„Frábærlega, hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er búinn að vera í þessu lengi og maður finnur það alveg. Það er alvöru ára yfir kallinum."

Guðlaugur Victor ræddi einnig um stöðu sína en í sumar yfirgaf hann bandaríska liðið D.C. United og gekk í raðir Eupen í Belgíu. Hann segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Eupen.

„Þeir höfðu samband við umboðsmanninn minn eftir landsleikina í sumar. Mér leið vel í DC og ég var að spila og allt í góðum málum. Svo fæ ég boð um þriggja ára samning (hjá Eupen). Ég er orðinn 32 ára svo það var frábært. Það er erfitt að segja nei við þriggja ára samning þegar maður er kominn á þennan aldur. Svo leist mér mjög vel á þetta verkefni sem Eupen var að kynna fyrir mér," segir Guðlaugur Victor Pálsson.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig nánar um landsliðsverkefnið og Eupen, og það hvernig er að fá Alfreð Finnbogason til belgíska félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner