Það voru læti og dramatík í kringum landslið Lúxemborgar í sumar og tveir leikmenn yfirgáfu hópinn í miðjum glugga. Liðið þjappaði sér þó vel saman og vann 2-0 útisigur gegn Bosníu, auk þess að leggja Liechtenstein.
Annar af þeim óþekktarormum sem hurfu á braut í síðasta glugga er kominn aftur í hópinn en það er miðjumaðurinn Vincent Thill sem spilar fyrir Sabah í Aserbaídsjan. Hann dró sig út úr hópnum vegna ósættis við landsliðsþjálfarann Luc Holtz.
Annar af þeim óþekktarormum sem hurfu á braut í síðasta glugga er kominn aftur í hópinn en það er miðjumaðurinn Vincent Thill sem spilar fyrir Sabah í Aserbaídsjan. Hann dró sig út úr hópnum vegna ósættis við landsliðsþjálfarann Luc Holtz.
„Ég talaði við hann í síma og hann bað mig og hópinn afsökunar. Hann sér eftir hegðun sinni og er 100% klár í að klæðast treyju Lúxemborgar," segir Holtz.
Thill er því í hópnum hjá Lúxemborg sem mætir Íslandi á föstudaginn. Lúxemborg er fjórum stigum fyrir ofan Ísland í riðlinum og því ekkert annað sem kemur til greina hjá okkar strákum en að sækja til sigurs.
Sá markahæsti skrópaði á æfingar
Sóknarmaðurinn Gerson Rodrigues, stærsta stjarna liðsins, er hinsvegar ekki í hópnum hjá Lúxemborg fyrir komandi leiki. Hann skrópaði á tvær æfingar í síðasta glugga og ekkert náðist í hann. Honum var því vísað úr hópnum. Rodriguez er vandræðagemsi en hann spilar nú fyrir Sivasspor í Tyrklandi.
Rodriguez er markahæstur í sögu landsliðs Lúxemborgar, með sextán mörk, en Holtz landsliðsþjálfari segist hafa rætt við leikmannahóp sinn áður en hann tók ákvörðun um að kalla hann ekki aftur inn í hópinn. Hann segir ljóst að gjá hafi myndast milli hans og samherja hans.
Þeirra hættulegasti maður
Í fjarveru Rodriguez er Danel Sinani skeinuhættasti leikmaður Lúxemborgar, hann hefur skorað tvö af fjórum mörkum liðsins í undankeppninni. Þessi 26 ára sóknarleikmaður fæddist í Belgrad en flutti fimm ára til Lúxemborgar. Sinani hefur skorað ellefu mörk í 55 landsleikjum. Hann er fyrrum leikmaður Norwich en gekk í raðir þýska B-deildarliðsins St. Pauli í sumar.
Þá er hinn nítján ára gamli Yvandro Borges Sanches nokkuð spennandi leikmaður. Hann skoraði gegn Bosníu í síðasta glugga og hefur komið inn af bekknum í báðum leikjum Borussia Mönchengladbach í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili. Hann átti stoðsendingu í fyrstu umferð.
De Kader vun de Roude Léiwe fir d'Lännermatcher am September????????#RoudeLéiwHuelSe #RoutLéiwen #LUXISL #PORLUX pic.twitter.com/dSBOqEL9t7
— Fédération Luxembourgeoise de Football (@flf_lu) August 29, 2023
Sjá einnig:
Mikil eftirvænting og uppselt á landsleik Íslands í Lúxemborg
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir