Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 05. september 2023 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mainz
Alfreð: Þá verður maður sjálfur hálf geggjaður
Icelandair
Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff'
Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff'
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir okkur sem leikmenn er ekkert endilega það besta að hlusta á alla umræðu
Fyrir okkur sem leikmenn er ekkert endilega það besta að hlusta á alla umræðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákveðinn hluti hér eru mjög góðir vinir mínir
Ákveðinn hluti hér eru mjög góðir vinir mínir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Verkefnið leggst vel í mig, ef maður kíkir á riðilinn þá vitum við alveg hvað þarf að gerast í þessu verkefni; til að halda okkur á lífi þá þurfum við sex stig," sagði Alfreð Finnbogason eftir landsliðsæfingu í Mainz í dag.

Framundan er leikur gegn Lúxemborg í Lúxemborg á föstudag í undankeppni EM 2024.

„Við vitum að þetta að þetta verður gríðarlega erfitt af því að Lúxemborg er á pappírunum leikur sem við eigum að vinna og það eru oftast erfiðari leikirnir. Fókusinn er fyrst og fremst á þeim leik núna og við förum að kynna okkur þá betur næstu daga. Fyrst og fremst er spenningur að vera kominn hingað aftur og nú fer full fókus á landsliðið."

Smá óbragð í munninum
Var mikil vonbrigðatilfinning eftir síðasta glugga þar sem frammistöðurnar voru góður en stigin engin?

„Ekki spurning, að fá núll stig úr þeim glugga á heimavelli þar sem við stefndum allavega á þrjú stig; við vitum hversu mikilvægt er að vinna heimaleikina. Ef maður skoðar frammistöðurnar voru þær mjög góðar sem er skrítið að segja þegar punktarnir fylgdu ekki með því, en það eru oft smáatriði í fótbolta sem skipta á milli. Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff', en sofnum í eitt augnablik og það er smá óbragð í munninum eftir sumargluggann þrátt fyrir góðar frammistöður. Við þurfum núna að bæta stigum við góðar frammistöður."

Þjálfarinn mjög góður í samskiptum
Á milli glugga, eru mikil samskipti á milli landsliðsmanna?

„Ákveðinn hluti hér eru mjög góðir vinir mínir, spilaði með Kolla og Sævari hjá Lyngby og núna með Gulla hjá Eupen. Það eru alltaf einhver samskipti við stóran hluta hópsins."

En er þjálfarinn í einhverjum samskiptum?

„Já, hann er mjög góður í því, og fyrri þjálfarar líka í rauninni. Hann hringir reglulega og tekur stöðuna, sérstaklega þegar ég var í Lyngby þá kíkti hann á leiki og gaf sér tíma. Það er gríðarlega mikilvægur hlutur hjá landsliðsþjálfara að tékka á sínum leikmönnum og sjá hvernig standið er á þeim."

Þá verður maður hálf geggjaður
Sem leikmaður, er maður mikið að hlusta á og skoða hvað þjálfarinn er að segja í fjölmiðlum í kringum landsliðsverkefni?

„Ég held að það sé bara einstaklingsbundið. Það er sumt sem maður kemst ekki hjá því að sjá og ef maður vill heyra alla umfjöllunina þá getur maður gert það. Fyrir okkur sem leikmenn er ekkert endilega það besta að hlusta á alla umræðu - þá verður maður sjálfur hálf geggjaður. Það er frekar að fókusa á hlutina sem við getum stjórnað, jákvæðu hlutina og njóta þess að vera saman. Ég held að það sé það mikilvægasta," sagði Alfreð. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner