Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   þri 05. september 2023 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mainz
Alfreð: Þá verður maður sjálfur hálf geggjaður
Icelandair
Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff'
Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff'
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir okkur sem leikmenn er ekkert endilega það besta að hlusta á alla umræðu
Fyrir okkur sem leikmenn er ekkert endilega það besta að hlusta á alla umræðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákveðinn hluti hér eru mjög góðir vinir mínir
Ákveðinn hluti hér eru mjög góðir vinir mínir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Verkefnið leggst vel í mig, ef maður kíkir á riðilinn þá vitum við alveg hvað þarf að gerast í þessu verkefni; til að halda okkur á lífi þá þurfum við sex stig," sagði Alfreð Finnbogason eftir landsliðsæfingu í Mainz í dag.

Framundan er leikur gegn Lúxemborg í Lúxemborg á föstudag í undankeppni EM 2024.

„Við vitum að þetta að þetta verður gríðarlega erfitt af því að Lúxemborg er á pappírunum leikur sem við eigum að vinna og það eru oftast erfiðari leikirnir. Fókusinn er fyrst og fremst á þeim leik núna og við förum að kynna okkur þá betur næstu daga. Fyrst og fremst er spenningur að vera kominn hingað aftur og nú fer full fókus á landsliðið."

Smá óbragð í munninum
Var mikil vonbrigðatilfinning eftir síðasta glugga þar sem frammistöðurnar voru góður en stigin engin?

„Ekki spurning, að fá núll stig úr þeim glugga á heimavelli þar sem við stefndum allavega á þrjú stig; við vitum hversu mikilvægt er að vinna heimaleikina. Ef maður skoðar frammistöðurnar voru þær mjög góðar sem er skrítið að segja þegar punktarnir fylgdu ekki með því, en það eru oft smáatriði í fótbolta sem skipta á milli. Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff', en sofnum í eitt augnablik og það er smá óbragð í munninum eftir sumargluggann þrátt fyrir góðar frammistöður. Við þurfum núna að bæta stigum við góðar frammistöður."

Þjálfarinn mjög góður í samskiptum
Á milli glugga, eru mikil samskipti á milli landsliðsmanna?

„Ákveðinn hluti hér eru mjög góðir vinir mínir, spilaði með Kolla og Sævari hjá Lyngby og núna með Gulla hjá Eupen. Það eru alltaf einhver samskipti við stóran hluta hópsins."

En er þjálfarinn í einhverjum samskiptum?

„Já, hann er mjög góður í því, og fyrri þjálfarar líka í rauninni. Hann hringir reglulega og tekur stöðuna, sérstaklega þegar ég var í Lyngby þá kíkti hann á leiki og gaf sér tíma. Það er gríðarlega mikilvægur hlutur hjá landsliðsþjálfara að tékka á sínum leikmönnum og sjá hvernig standið er á þeim."

Þá verður maður hálf geggjaður
Sem leikmaður, er maður mikið að hlusta á og skoða hvað þjálfarinn er að segja í fjölmiðlum í kringum landsliðsverkefni?

„Ég held að það sé bara einstaklingsbundið. Það er sumt sem maður kemst ekki hjá því að sjá og ef maður vill heyra alla umfjöllunina þá getur maður gert það. Fyrir okkur sem leikmenn er ekkert endilega það besta að hlusta á alla umræðu - þá verður maður sjálfur hálf geggjaður. Það er frekar að fókusa á hlutina sem við getum stjórnað, jákvæðu hlutina og njóta þess að vera saman. Ég held að það sé það mikilvægasta," sagði Alfreð. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner