Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Keflavík
1
2
ÍR
0-1 Bragi Karl Bjarkason '24 , víti
Valur Þór Hákonarson '26 1-1
1-2 Stefán Þór Pálsson '45
03.05.2024  -  19:15
Nettóhöllin-gervigras
Lengjudeild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 300
Maður leiksins: Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, ÍR
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson ('61)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('62)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Valur Þór Hákonarson ('81)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
25. Frans Elvarsson (f)
26. Ásgeir Helgi Orrason
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon ('62)
7. Mamadou Diaw ('61)
17. Óliver Andri Einarsson
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
28. Kári Sigfússon ('81)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Ásgeir Helgi Orrason ('63)
Frans Elvarsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið. Viðtöl og skýrslan koma seinna í kvöld.
93. mín
Renato með skot hátt yfir
91. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Braut á Renato
91. mín
Fimm mínútna uppbót
90. mín
Guðjón skaut rétt framhjá marki Keflavíkur
90. mín
Sindri með skot í stöng.
87. mín
Síðustu mínúturnar. Ég held að ÍR klári þetta.
82. mín
Ekkert mikið að gerast síðustu mínútur.
81. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
73. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Stefán Þór Pálsson (ÍR)
72. mín
Það er allskonar klaufaskapur í vörn Keflavíkur held það styttist í næsta mark.
68. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (ÍR)
Reif Kamel niður í skyndisókn með því að hanga í treyjunni hans og brjóta á honum í leiðinni. Rétt spjald.
67. mín
Alexander Kostic með skot hátt yfir.
66. mín
Kamel í dauðafæri eftir geggjaða sendingu frá Mamadou Diaw en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson sá við honum og varði frábærlega.
65. mín
Ágúst Unnar Kristinsson með skot fyrir utan teig á fjær sem fór nokkuð framhjá stönginni.
64. mín
Það eru 300 áhorfendur hérna í dag.
63. mín Gult spjald: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík)
Fyrsta gula spjaldið eftir rúmlega klukkutíma leik, fyllilega verðskuldað Ásgeir Helgi braut á Alexander Kostic á vallarhelmingi Keflavíkur þegar hann brunaði upp í sókn.
62. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
61. mín
Inn:Mamadou Diaw (Keflavík) Út:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
56. mín
Inn:Bergvin Fannar Helgason (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
Fyrsta skiptingin í dag.
54. mín
Ekkert stórt að gerast í þessu það sem af er seinni hálfleiknum nema kannski jú að þykku skýjin fóru og sólin kom.
46. mín
Það er að þykkna verulega upp í Reykjanesbæ, rigningin fer að snúa aftur.
46. mín
Leikur hafinn
Allt klárt að nýju Seinni hálfleikurinn er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Nokkrar myndir Ég skrapp út með myndavélina og tók nokkrar myndir í fyrri hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Kaffipása Kominn hálfleikur í Reykjanesbæ. ÍR leiðir 1-2.
45. mín
Bragi Páll með einhverskonar bakfallsspyrnu en skotið framhjá.
45. mín
Þrjár mínútur í viðbótartíma.
45. mín
Eftir darraðadans í teignum nær Keflavík að hreinsa frá.
45. mín MARK!
Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Stefán Þór Pálsson kemur ÍR aftur yfir eftir fyrirgjöf af kantinum með skalla a fjær.
40. mín
Ari Steinn með þrumuskot að markinu en rétt framhjá.
38. mín
Valur braut á Hákon Dagur Matthíasson en fær tiltal.
35. mín
Hákon Dagur Matthíasson með þrumuskot sem Ásgeir Orri rétt nær að verja yfir markið.
26. mín MARK!
Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
Stoðsending: Ásgeir Páll Magnússon
Góð fyrirgjöf hjá Kemel og Valur Þór skallaði í markið af stuttu færi. Staðan strax orðin jöfn.
25. mín
Klaufaskapur í vörn Keflavíkur. ÍR aftur í færi en nú var dæmd rangstaða.
24. mín Mark úr víti!
Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Öruggur á punktinum.
22. mín
ÍR fær viti. Brotið á Guðjóni.
20. mín
Sami Kamel að sleppa í gegn en Vilhelm snöggur út og bjargar
19. mín
Óliver Elís Hlynsson með skot hátt yfir
15. mín
ÍR-ingar í stúkunni vilja víti eftir að Hákon Dagur Matthíasson féll í teignum en Oleksii Kovtun var nú ekki brotlegur þarna.
10. mín
Frans Elvarsson með skot fyrir utan teig, hitti bolta á lofti en skotið aðeins framhjá markinu.
9. mín
Dagur Ingi með skot í varnarmann og framhjá en gestirnir fá markspyrnu.
6. mín
Ari Steinn í góðu færi eftir sendingu frá Sami Kamel en Vilhelm Sigurjónsson varði frá honum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað ÍR byrjar með boltann og leikur í átt að ÍR-vellinum í Breiðholtinu.
Fyrir leik
Stutt í leik Liðin ganga nú út á völl svo það er stutt í að leikurinn hefjist. Keflavík í dökkbláum búning, treyja, buxur og sokkar en gestirnir í ÍR í hvítum treyjum og sokkum og bláum buxum.
Fyrir leik
Sólin að brjótast fram Hér er spilað í dag, gervigrasvöllurinn við Reykjaneshöllina.Það er búið að vera þungskýjað og rigning í dag en nú er sólin að brjótast fram. Þetta er síðasti leikurinn hér í bili, kvennaliðið mætir Val á miðvikudaginn á grasinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Létt á milli þjálfaranna Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur og Jóhann Birnir Guðmundsson annar þjálfara ÍR eru gamlir félagar úr Keflavíkurliðinu. Það er létt á milli þeirra meðan liðin hita sig upp fyrir átökin eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Í dag er leikið á gervigrasinu við Reykjaneshöll en ég gerði mér ferð á leið á völlinn og skoðaði ástandið á aðalvelli Keflavíkur. Grasið er orðið grænt og fallegt eins og meðfylgjandi mynd ber með sér svo ég ætla að giska á að næsti leikur fari fram þar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn í beinni
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hvað er hann að gera í þessari deild? Sá leikmaður sem mest spenna er fyrir í Lengjudeildinni í sumar er Sami Kamel leikmaður Keflavíkur. Hann er ótrúlega góður leikmaður sem margir spyrja sig afhverju er ekki í betri deild.

Þegar Keflavík sló Breiðablik út úr Mjólkurbikarnum um daginn skoraði hann bæði mörk liðsins, og hvort hinu glæsilegra. Hvað gerir hann í leiknum í dag?
Sami Kamel í leik með Keflavík síðasta sumar. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Miklar breytingar hjá Keflavík Keflavík hefur gert níu breytingar á sínum hóp síðan liðið féll úr Bestu-deildinni í fyrra en þó eru ekki margir lykilmenn þar á meðal. Þeir héldu flestum af sínum bestu.

Komnir
Ásgeir Helgi Orrason frá Breiðabliki á láni
Ari Steinn Guðmundsson frá Víði
Kári Sigfússon frá Þrótti Vogum
Mamadou Diaw frá Noregi
Rúnar Ingi Eysteinsson frá Augnabliki
Rúnar Gissurarson frá Þrótti Vogum
Jökull Máni Jakobsson frá Reyni S. (var á láni)
Óliver Andri Einarsson frá Reyni S. (var á láni)
Stefán Jón Friðriksson frá Þrótti V. (var á láni)

Farnir
Stefan Alexander Ljubicic til Skövde
Jordan Smylie til Ástralíu (var á láni hjá Haukum)
Mathias Rosenörn í Stjörnuna
Magnús Þór Magnússon hættur
Muhamed Alghoul til Króatíu
Robert Hehedosh til Króatíu
Sindri Þór Guðmundsson í Reyni S.
Viktor Andri Hafþórsson í Þrótt R.
Ísak Daði Ívarsson í Víking R. (var á láni)

   29.04.2024 15:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 3. sæti

   29.04.2024 15:30
„Búnir að jafna okkur á því og teljum okkur vel tilbúna"
Fyrir leik
Fimm út og fimm inn hjá ÍR ÍR hefur gert nokkrar breytingar á liðinu sínu frá síðustu leiktíð, fimm hafa komið og aðrir fimm farið.

ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni, voru að koma upp úr 2. deildinni í haust.

Komnir
Kristján Atli Marteinsson frá Þór
Marc McAusland frá Njarðvík
Marteinn Theodórsson frá ÍA
Renato Punyed frá Ægi
Hákon Dagur Matthíasson á láni frá Víkingi R.

Farnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hættur
Ólafur Örn Ásgeirsson í Völsung (var á láni frá HK)
Ívan Óli Santos í Gróttu (var á láni)
Ernest Slupski í Hauka (var á láni frá Þrótti R.)
Dagur Þór Hafþórsson í FH (var á láni)
Kristján Atli Marteinsson kom frá Þór. | Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

   24.04.2024 16:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 11. sæti

   24.04.2024 16:30
„Ég hef séð flestöll liðin spila og er handviss að við getum unnið þau öll"
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Keflavík og ÍR hafa bara einu sinni verið í sömu deild á þessari öld og hafa því bara mæst tvisvar fyrir utan leiki í Lengjubikar. Það var sumarið 2017 þegar bæði lið voru í næst efstu deild sem þá bar nafnið Inkasso-deildin.

Keflvík vann báða leikina það sumarið, þann fyrri í Breiðholtinu 16. júní 1 - 3 og þann síðari í Keflavík 24. ágúst 3 - 2.

ÍR 1 - 3 Keflavík | 16. júní 2017
Smelltu hér til að sjá textalýsinguna
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson ('25)
1-1 Andri Jónasson ('41)
1-2 Frans Elvarsson ('67)
1-3 Jeppe Hansen ('80)

Keflavík 3 - 2 ÍR | 24. ágúst 2017
Smelltu hér til að sjá textalýsinguna
1-0 Adam Árni Róbertsson ('27)
1-1 Már Viðarsson ('41)
1-2 Renato Punyed ('45)
2-2 Jeppe Hansen ('78)
3-2 Leonard Sigurðsson ('87)

Frans Elvarsson skoraði í leik liðanna 2017 og er enn í dag í Keflavík. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónassson er dómari leiksins í dag. Hann er með þá Jakub Marcin Róg og Ronnarong Wongmahadthai sér til aðstoðar á línunum. Enginn skiltadómari er í dag en KSÍ sendir Hjalta Þór Halldórsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Helgi Mikael dæmir í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Reykjanesbæ. Hér mætast Keflavík og ÍR í 1. umferð Lengjudeildar karla í dag.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á gervigrasinu fyrir aftan Nettóhöllina.
Gervigrasvöllurinn við Nettóhöllina. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

   01.05.2024 09:00
Baddi gegn Benna - Spá fyrir 1. umferð Lengjudeildarinnar
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
8. Alexander Kostic
10. Stefán Þór Pálsson ('73)
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland
14. Guðjón Máni Magnússon
17. Óliver Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('56)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
3. Einar Karl Árnason
9. Bergvin Fannar Helgason ('56)
18. Róbert Elís Hlynsson
22. Sæþór Ívan Viðarsson
30. Renato Punyed Dubon ('73)
77. Marteinn Theodórsson

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sindri Rafn Arnarsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Kristján Atli Marteinsson ('68)

Rauð spjöld: