mán 29.apr 2024 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 3. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Keflavík, sem féll úr Bestu deildinni í fyrra, er spáð þriðja sæti deildarinnar.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Keflavík, 205 stig
4. ÍBV, 176 stig
5. Grindavík, 154 stig
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig
3. Keflavík
Síðasta sumar var hreint út sagt ömurlegt fyrir Keflavík og átti liðið einhvern veginn aldrei möguleika í Bestu deildinni. Það var ákveðið andleysi í kringum liðið og eftir sigur gegn Fylki í fyrsta leik, þá þurfti Keflavík að bíða í um fimm mánuði eftir næsta sigri í deildinni. Núna virðist hins vegar vera nokkuð jákvæð ára í kringum Keflavík og þeir unnu frábæran sigur gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum á dögunum. Þar sendu Keflvíkingar ákveðin skilaboð inn í Lengjudeildina fyrir sumarið.
Þjálfarinn: Haraldur Freyr Guðmundsson tók við Keflavík undir lokin á síðasta tímabili og var svo ráðinn alfarið þegar tímabilinu lauk. Haraldur var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar síðasta sumar en hann er auk þess fyrrum fyrirliði Keflavíkur og þá er hann fyrrum þjálfari Reynis í Sandgerði. Það fer gott orð af honum í Keflavík og verður spennandi að sjá hvort að hann komi liðinu beint aftur upp.
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Baldvin Már Borgarsson.
Styrkleikar: Keflavík virðist vera búið að setja saman alvöru liðsheild, mikil samheldni og góð spilamennska hefur einkennt liðið í vetur. Svo er þægilegt að eiga einn Sami Kamel ef það er eitthvað vesen.
Veikleikar: Leiðinlegt að stimpla þetta sem veikleika, en margir ungir leikmenn eru í stórum hlutverkum og unga leikmenn skortir oft stöðugleika. Ég er hins vegar rosalega hrifinn af þessari stefnu.
Lykilmenn:
Nacho Heras - Reynslumikill og öflugur varnarmaður sem á að geta gefið vel af sér til ungu strákanna í kringum sig. Með mikla reynslu af íslenska boltanum.
Frans Elvarsson - Frábær miðjumaður í Lengjudeildina, á eftir að sópa upp miðsvæðið í sumar ef allt er eðlilegt.
Sami Kamel - Galdrakall, einn besti leikmaður deildarinnar. Hann sýndi hversu góður hann getur verið gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum á dögunum.
Fylgist með: Ásgeir Orri Magnússon, tvítugur markmaður sem fær allt traust frá Keflvíkingum í sumar. Virkilega góður og spennandi markvörður.
Komnir:
Ásgeir Helgi Orrason frá Breiðabliki á láni
Ari Steinn Guðmundsson frá Víði
Kári Sigfússon frá Þrótti Vogum
Mamadou Diaw frá Noregi
Rúnar Ingi Eysteinsson frá Augnabliki
Rúnar Gissurarson frá Þrótti Vogum
Jökull Máni Jakobsson frá Reyni S. (var á láni)
Óliver Andri Einarsson frá Reyni S. (var á láni)
Stefán Jón Friðriksson frá Þrótti V. (var á láni)
Farnir:
Stefan Alexander Ljubicic til Skövde
Jordan Smylie til Ástralíu (var á láni hjá Haukum)
Mathias Rosenörn í Stjörnuna
Magnús Þór Magnússon hættur
Muhamed Alghoul til Króatíu
Robert Hehedosh til Króatíu
Sindri Þór Guðmundsson í Reyni S.
Viktor Andri Hafþórsson í Þrótt R.
Ísak Daði Ívarsson í Víking R. (var á láni)
Dómur Badda fyrir gluggann: 5
Misst öfluga leikmenn á borð við Stefan Ljubicic, Rosenörn, Sindra Þór og Magga Magg. Þeir hafa fyllt upp með reynsluminni og yngri leikmönnum en það eru flottir strákar og hafa staðið sig vel í vetur.
Fyrstu þrír leikir Keflavíkur:
3. maí, Keflavík - ÍR (Nettóhöllin-gervigras)
10. maí, Grótta - Keflavík (Vivaldivöllurinn)
20. maí, Keflavík - Afturelding (HS Orku völlurinn)
Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli vinna þeir deildina en í versta falli enda þeir í sjötta sæti.
1. ?
2. ?
3. Keflavík, 205 stig
4. ÍBV, 176 stig
5. Grindavík, 154 stig
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig
3. Keflavík
Síðasta sumar var hreint út sagt ömurlegt fyrir Keflavík og átti liðið einhvern veginn aldrei möguleika í Bestu deildinni. Það var ákveðið andleysi í kringum liðið og eftir sigur gegn Fylki í fyrsta leik, þá þurfti Keflavík að bíða í um fimm mánuði eftir næsta sigri í deildinni. Núna virðist hins vegar vera nokkuð jákvæð ára í kringum Keflavík og þeir unnu frábæran sigur gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum á dögunum. Þar sendu Keflvíkingar ákveðin skilaboð inn í Lengjudeildina fyrir sumarið.
Þjálfarinn: Haraldur Freyr Guðmundsson tók við Keflavík undir lokin á síðasta tímabili og var svo ráðinn alfarið þegar tímabilinu lauk. Haraldur var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar síðasta sumar en hann er auk þess fyrrum fyrirliði Keflavíkur og þá er hann fyrrum þjálfari Reynis í Sandgerði. Það fer gott orð af honum í Keflavík og verður spennandi að sjá hvort að hann komi liðinu beint aftur upp.
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson.
Styrkleikar: Keflavík virðist vera búið að setja saman alvöru liðsheild, mikil samheldni og góð spilamennska hefur einkennt liðið í vetur. Svo er þægilegt að eiga einn Sami Kamel ef það er eitthvað vesen.
Veikleikar: Leiðinlegt að stimpla þetta sem veikleika, en margir ungir leikmenn eru í stórum hlutverkum og unga leikmenn skortir oft stöðugleika. Ég er hins vegar rosalega hrifinn af þessari stefnu.
Lykilmenn:
Nacho Heras - Reynslumikill og öflugur varnarmaður sem á að geta gefið vel af sér til ungu strákanna í kringum sig. Með mikla reynslu af íslenska boltanum.
Frans Elvarsson - Frábær miðjumaður í Lengjudeildina, á eftir að sópa upp miðsvæðið í sumar ef allt er eðlilegt.
Sami Kamel - Galdrakall, einn besti leikmaður deildarinnar. Hann sýndi hversu góður hann getur verið gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum á dögunum.
Fylgist með: Ásgeir Orri Magnússon, tvítugur markmaður sem fær allt traust frá Keflvíkingum í sumar. Virkilega góður og spennandi markvörður.
Komnir:
Ásgeir Helgi Orrason frá Breiðabliki á láni
Ari Steinn Guðmundsson frá Víði
Kári Sigfússon frá Þrótti Vogum
Mamadou Diaw frá Noregi
Rúnar Ingi Eysteinsson frá Augnabliki
Rúnar Gissurarson frá Þrótti Vogum
Jökull Máni Jakobsson frá Reyni S. (var á láni)
Óliver Andri Einarsson frá Reyni S. (var á láni)
Stefán Jón Friðriksson frá Þrótti V. (var á láni)
Farnir:
Stefan Alexander Ljubicic til Skövde
Jordan Smylie til Ástralíu (var á láni hjá Haukum)
Mathias Rosenörn í Stjörnuna
Magnús Þór Magnússon hættur
Muhamed Alghoul til Króatíu
Robert Hehedosh til Króatíu
Sindri Þór Guðmundsson í Reyni S.
Viktor Andri Hafþórsson í Þrótt R.
Ísak Daði Ívarsson í Víking R. (var á láni)
Dómur Badda fyrir gluggann: 5
Misst öfluga leikmenn á borð við Stefan Ljubicic, Rosenörn, Sindra Þór og Magga Magg. Þeir hafa fyllt upp með reynsluminni og yngri leikmönnum en það eru flottir strákar og hafa staðið sig vel í vetur.
Fyrstu þrír leikir Keflavíkur:
3. maí, Keflavík - ÍR (Nettóhöllin-gervigras)
10. maí, Grótta - Keflavík (Vivaldivöllurinn)
20. maí, Keflavík - Afturelding (HS Orku völlurinn)
Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli vinna þeir deildina en í versta falli enda þeir í sjötta sæti.