mið 24.apr 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir |
|
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 11. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Ef spáin rætist þá fara báðir nýliðarnir niður því ÍR-ingum er spáð ellefta sæti deildarinnar.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig
11. ÍR
ÍR-ingar eru komnir aftur upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn síðan árið 2018. Það var kominn tími á það að ÍR færi aftur upp og það tókst í fyrra. Það vantaði ekki dramatíkina, en það tókst og í sumar fáum við aftur baráttuna um Breiðholt sem verður virkilega skemmtilegt að fylgjast með. Það er mikil stemning í neðra Breiðholtinu fyrir sumrinu sem er framundan og ÍR-ingar hlæja svo sannarlega að þessari spá. Stuðningsmenn liðsins sjá það ekki fyrir sér að falla í sumar en það er spurning hvað gerist. Það er stökk að fara upp í þessa deild og hvernig mun ÍR höndla það?
Þjálfararnir: Félagaranir Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson stýra ÍR saman. Árni Guðna er fyrrum leikmaður liðsins en hann tók við í Breiðholtinu þegar nokkuð var liðið sumarið 2022 eftir að Arnar Hallsson lét af störfum. Jóhann Birnir kom svo inn í verkefnið, en þeir voru báðir öflugir leikmenn og hafa sankað að sér góðri reynslu sem þjálfarar. Þeir hafa myndað öflugt prógramm hjá ÍR og núna er spurning um að taka það á næsta skref.
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Baldvin Már Borgarsson.
Styrkleikar: Hópur og þjálfarateymi sem hefur unnið vel saman í eitt og hálf tímabil, á leiðinni inn í annað heila tímabilið. Það er skýr hugmyndafræði og hópurinn er vel samsettur. Þeir hafa spilað vel í vetur og sýnt að þeir eigi vel heima í Lengjudeildinni.
Veikleikar: Að einhverju leyti ungt og reynslulítið lið í Lengjudeild. Markvarðarstaðan hefur verið á svolitlu flakki hjá þeim undanfarin tímabil en Villi virðist eiga að fá fullt traust núna. Hann þarf að eiga gott tímabil en hann hefur verið inn og út úr liðinu undanfarin ár.
Lykilmenn:
Marc McAusland - Gefur augaleið að hann er leiðtoginn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins, hann bindur saman vörnina og er harður í horn að taka af skoskum sið.
Alexander Kostic - Leikstjórnandinn, virkilega góður fótboltaheili og á það til að taka yfir heilu leikina, hann lætur uppspil og sóknarleik ÍR að miklu leyti tikka.
Bragi Karl Bjarkason - Hávaxinn en samt hraður og flinkur kantmaður með eitraða vinstri löpp, hann gat skorað eftir pöntunum í 2. deild, en getur hann það í Lengjudeild? Við sjáum til, en hann er algjör lykilmaður hjá ÍR ef þeir ætla sér einhverja hluti.
Fylgist með: Róbert Elís Hlynsson, strákur fæddur 2007 sem hefur verið að fá smjörþefinn af tækifærum. Er undir smásjá Víkinga veit ég og líklega fleiri félaga. Það er ekki að ástæðulausu!
Komnir:
Kristján Atli Marteinsson frá Þór
Marc McAusland frá Njarðvík
Marteinn Theodórsson frá ÍA
Renato Punyed frá Ægi
Farnir:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hættur
Ólafur Örn Ásgeirsson í Völsung (var á láni frá HK)
Ívan Óli Santos í Gróttu (var á láni)
Ernest Slupski í Hauka (var á láni frá Þrótti R.)
Dagur Þór Hafþórsson í FH (var á láni)
Dómur Badda fyrir gluggann: 7
Missa vissulega Börk en það var alveg vitað, hafa bætt við flottum leikmönnum eins og Renato Punyed, Kristjáni Atla og Marteini Theodórs, þetta er flottur gluggi fyrir ÍR myndi ég segja.
Fyrstu þrír leikir ÍR:
3. maí, Keflavík - ÍR (HS Orku völlurinn)
10. maí, ÍR - Grindavík (ÍR-völlur)
18. maí, Leiknir R. - ÍR (Domusnovavöllurinn)
Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli enda þeir í sjöunda sæti og í versta falli enda þeir í tólfta sæti.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig
11. ÍR
ÍR-ingar eru komnir aftur upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn síðan árið 2018. Það var kominn tími á það að ÍR færi aftur upp og það tókst í fyrra. Það vantaði ekki dramatíkina, en það tókst og í sumar fáum við aftur baráttuna um Breiðholt sem verður virkilega skemmtilegt að fylgjast með. Það er mikil stemning í neðra Breiðholtinu fyrir sumrinu sem er framundan og ÍR-ingar hlæja svo sannarlega að þessari spá. Stuðningsmenn liðsins sjá það ekki fyrir sér að falla í sumar en það er spurning hvað gerist. Það er stökk að fara upp í þessa deild og hvernig mun ÍR höndla það?
Þjálfararnir: Félagaranir Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson stýra ÍR saman. Árni Guðna er fyrrum leikmaður liðsins en hann tók við í Breiðholtinu þegar nokkuð var liðið sumarið 2022 eftir að Arnar Hallsson lét af störfum. Jóhann Birnir kom svo inn í verkefnið, en þeir voru báðir öflugir leikmenn og hafa sankað að sér góðri reynslu sem þjálfarar. Þeir hafa myndað öflugt prógramm hjá ÍR og núna er spurning um að taka það á næsta skref.
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson.
Styrkleikar: Hópur og þjálfarateymi sem hefur unnið vel saman í eitt og hálf tímabil, á leiðinni inn í annað heila tímabilið. Það er skýr hugmyndafræði og hópurinn er vel samsettur. Þeir hafa spilað vel í vetur og sýnt að þeir eigi vel heima í Lengjudeildinni.
Veikleikar: Að einhverju leyti ungt og reynslulítið lið í Lengjudeild. Markvarðarstaðan hefur verið á svolitlu flakki hjá þeim undanfarin tímabil en Villi virðist eiga að fá fullt traust núna. Hann þarf að eiga gott tímabil en hann hefur verið inn og út úr liðinu undanfarin ár.
Lykilmenn:
Marc McAusland - Gefur augaleið að hann er leiðtoginn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins, hann bindur saman vörnina og er harður í horn að taka af skoskum sið.
Alexander Kostic - Leikstjórnandinn, virkilega góður fótboltaheili og á það til að taka yfir heilu leikina, hann lætur uppspil og sóknarleik ÍR að miklu leyti tikka.
Bragi Karl Bjarkason - Hávaxinn en samt hraður og flinkur kantmaður með eitraða vinstri löpp, hann gat skorað eftir pöntunum í 2. deild, en getur hann það í Lengjudeild? Við sjáum til, en hann er algjör lykilmaður hjá ÍR ef þeir ætla sér einhverja hluti.
Fylgist með: Róbert Elís Hlynsson, strákur fæddur 2007 sem hefur verið að fá smjörþefinn af tækifærum. Er undir smásjá Víkinga veit ég og líklega fleiri félaga. Það er ekki að ástæðulausu!
Komnir:
Kristján Atli Marteinsson frá Þór
Marc McAusland frá Njarðvík
Marteinn Theodórsson frá ÍA
Renato Punyed frá Ægi
Farnir:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hættur
Ólafur Örn Ásgeirsson í Völsung (var á láni frá HK)
Ívan Óli Santos í Gróttu (var á láni)
Ernest Slupski í Hauka (var á láni frá Þrótti R.)
Dagur Þór Hafþórsson í FH (var á láni)
Dómur Badda fyrir gluggann: 7
Missa vissulega Börk en það var alveg vitað, hafa bætt við flottum leikmönnum eins og Renato Punyed, Kristjáni Atla og Marteini Theodórs, þetta er flottur gluggi fyrir ÍR myndi ég segja.
Fyrstu þrír leikir ÍR:
3. maí, Keflavík - ÍR (HS Orku völlurinn)
10. maí, ÍR - Grindavík (ÍR-völlur)
18. maí, Leiknir R. - ÍR (Domusnovavöllurinn)
Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli enda þeir í sjöunda sæti og í versta falli enda þeir í tólfta sæti.