Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Skotland
0
4
Ísland
0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir '9
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir '62
0-3 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '66
0-4 Margrét Lára Viðarsdóttir '69
Kim Little '91 , misnotað víti 0-4
03.06.2016  -  18:00
Falkirk leikvangurinn
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: Gervigras og gott veður
Dómari: Jana Adamkova (Ték)
Byrjunarlið:
1. Gemma Fay (m)
3. Emma Mitchell
4. Rachel Corsie
4. Ifeoma Dieke
6. Joanne Love
8. Kim Little
10. Leanne Crichton ('56)
11. Lisa Evans
13. Jane Ross
15. Jennifer Beattie
24. Kirsty Smith

Varamenn:
9. Caroline Weir ('56)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HREINLEGA GEGGJUÐ FRAMMISTAÐA!

Leikur sem fer í flokk með bestu leikjum íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Það er bara þannig!
91. mín Gult spjald: Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Fékk gult í aðdraganda vítaspyrnunnar. Var í ýtingum við leikmann Skota.
91. mín Misnotað víti!
Kim Little (Skotland)
Skaut í stöngina!!! ÞAÐ ER ALLT AÐ GANGA UPP!
91. mín
Skotland fær víti. Hendi á Önnu.
90. mín
Fanndís Friðskdóttir nálægt því að skora fimmta markið!!! Fyrra skot hennar var varið en svo skaut hún í stöngina!
Rosaleg VEISLA hjá íslenska liðinu í kvöld.
88. mín
21-0 er markatala Íslands í riðlinum.
Ég endurtek: 21-0...
86. mín
Skoskir áhorfendur farnir að flykkjast af vellinum... bæ bæ!

84. mín
Skotland með skalla yfir markið eftir hornspyrnu.

Ísland komið með öll spil á hendi. Tékkneski dómarinn getur bara flautað þetta af!
82. mín
Kim Little sem mikið var í umræðunni fyrir leikinn, enda valin kvennaleikmaður ársins af BBC, hefur ekki náð að skapa neitt af viti. Það er algjörlega búið að slökkva á henni.
80. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Ísland) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
78. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)

76. mín
Það er svo magnað að sjá íslenska liðið í þessum leik. Þær hafa algjörlega lokað á allt sem Skotland hefur reynt í kvöld. Freyr og hans fólk hefur undirbúið sig 100% og leikmennirnir skila þessu svo út á völlinn meistaralega.


69. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
HVAAAAÐ ER Í GANGI!!!

Þær ráða ekkert við fyrirgjafir Íslands. Þrjú skallamörk í seinni hálfleik. Nú Margrét Lára með snyrtilegan skalla eftir fyrirgjöf Hörpu Þorsteinsdóttur.

SNILLD!
66. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
ÞARNAAAAA!!!

Íslenska liðið nýtir sér það að skoska liðið var með tíu leikmenn á vellinum vegna aðhlynningar.

Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa skallaði yfir markvörð Skota. Hallbera með stoðsendinguna úr hornspyrnu.
62. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hólmfríður Magnúsdóttir
SNIIIIILLD!!!

Harpa Þorsteinsdóttir skorar með hörkuskalla. Markvörður Skota náði að snerta boltann en skallinn var of fastur fyrir hana.

Hólmfríður með fyrirgjöfina og hún var afskaplega góð.
61. mín
Úfff... mesta hættan frá Skotlandi til þessa! Hættuleg fyrirgjöf frá vinstri sem Jane Ross var nálægt því að ná að renna sér í.

56. mín
Inn:Caroline Weir (Skotland) Út:Leanne Crichton (Skotland)
Reyna að hrista eitthvað upp í þessu. Weir leikur með Liverpool.
55. mín
Skotland með skot í varnarmann.
51. mín
GOTT SKOT!! Hólmfríður með skot fyrir utan teig en Gemma í marki Skota tók góða markvörslu!
47. mín
Byrjuðum seinni hálfleikinn á að fá horn sem skapaði smá hættu. Vonandi spilast seinni hálfleikurinn eins og sá fyrri.
46. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Skipting í hálfleik. Dagný hafði verið eitthvað slöpp fyrir leikinn. Ekki ólíklegt að ferðalagið frá Bandaríkjunum spilaði eitthvað inn í.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Vantar ekki umgjörðina hjá Skotunum, lifandi tónlistarflutningur í hálfleik með ærandi sekkjarpípuspilun. Svo eru ungar fótboltastelpur að leika listir sínar. Gróska í skoskri kvennaknattspyrnu.
45. mín
Hálfleikur
Verið þrusuflottur fyrri hálfleikur. Íslenska liðið með fyllilega verðskuldaða forystu og verið nær því að bæta við en Skotland að jafna. Mæti með seinni hálfleikinn eftir stundarfjórðung. Bresk baka í hálfleik.
43. mín
Fanndís með góða hornspyrnu en Gemma náði að kýla boltann frá. Styttist í hálfleik.
41. mín
Íslenska liðið yfir í allri tölfræði. 5-0 yfir í skotum á mark. Skotland ekki að komast lönd né strönd. Verið frábær varnarvinnsla hjá íslenska liðinu. Það er engin tilviljun að Ísland hefur ekki fengið á sig mark í riðlinum.
39. mín
Skoska liðið spilar gríðarlega mikið upp á Lísu Evans á vinstri kantinum. Hún hefur verið mest ógnandi leikmaður heimaliðsins í þessum fyrri hálfleik.
36. mín
Sérfræðingarnir í fréttamannastúkunni dásama Glódísi fyrir hennar frammistöðu hingað til. Fyllilega verðskuldað lof. Hefur lesið allar aðgerðir heimaliðsins eins og opna bók!
35. mín
Vatnspása. Leikmaður Skota þarf aðhlynningu. Ísland hefur ógnað meira í þessum leik. Rosa væri gott að fá annað mark fyrir hálfleik!
34. mín
Hallbera með fyrirgjöf, hættulegt en Dagný þurfti að teygja sig í boltann og náði ekki að gera sér mat úr þessu

30. mín
Glódís með langan bolta fram, Harpa tók boltann í fyrsta en náði ekki að hitta á rammann.
28. mín
Hólmfríður með skot fyrir utan teig en laust skot og auðvelt fyrir hana Gemmu í markinu.
24. mín
Hættuleg sókn Skota og stúkan tók við sér! Jane Ross reyndi að finna Lísu Evans en Guðbjörg kom á hárréttum tíma út úr markinu og handsamaði knöttinn. Guðbjörg á tánum.
21. mín
Lisa Evans geystist upp hægri kantinn en Elísa Viðarsdóttir sýndi afbragðs varnarleik og át hana.
20. mín
MAAAARK... nei rangstaða! Harpa Þorsteinsdóttir skoraði í kjölfarið á hornspyrnu en var dæmd rangstæða. Við erum hættulegri. Skoska liðið ekki náð að finna glufur á íslensku vörninni.
17. mín
Skoska liðið reynir úrslitasendingu en Glódís les þetta eins og opna bók og kemst á milli. Ekki í fyrsta sinn sem Glódís er með á nótunum!
14. mín
Hörkufæri sem Fanndís Friðriksdóttir fékk! Misheppnuð sending úr skosku vörninni og Fanndís átti skot sem hún Gemma Fay varði.
11. mín
Margrét Lára á skalla nokk hátt yfir. Engin hætta þarna.
9. mín MARK!
Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
JÁJÁJÁ!!!!

Harpa Þorsteinsdóttir spörkuð niður við hliðarlínu og aukaspyrna dæmd! Hallbera skaut boltanum inn í teiginn, hugsað sem fyrirgjöf, en markvörður Skota misreiknaði boltann heldur betur illa og vörnin einnig!

Boltinn endaði í markinu! Slysalegt en ákaflega skemmtilegt!
7. mín
Skoska liðið að setja pressu á íslensku vörnina og smá bras. Heimakonur náðu þó ekki að koma sér í færi.
4. mín
Fanndís með góðan sprett, náði að vinna horn. Uppskriftin að horninu beint af æfingasvæðinu. Margrét Lára gaf boltann út á Hallberu sem átti skot en yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn. Skotland byrjaði með boltann og sækir í átt að Nandos.
Fyrir leik
Bleikt gegn bláu og við höldum með bláu. Skotarnir bjóða ekki upp á neina vallarklukku. Mínus á það. Þjóðsöngvarnir hafa verið spilaðir og allt til reiðu.
Fyrir leik
Er ótrúlega spenntur að sjá hvaða útgáfu Skotarnir ætla að bjóða upp á af íslenska þjóðsöngnum. Í karlalandsleiknum í Osló hentu þeir góðu tempói á lagið og það var hraðspólað í gegn. Ég vonast eftir sekkjapípuútgáfu í kvöld.
Fyrir leik
Gulli Gull, Siggi Helga, Maggi Ingva og Gummi Óli eru væntanlega allir búnir að poppa. Tveir leikmenn skoska liðsins spila fyrir Manchester City, önnur þeirra er markadrottningin Jane Ross. Hún Emma Mitchell er hjá Arsenal.
Fyrir leik
Nú er verið að spila skosku útgáfuna af laginu "Tólfan kemur" - Áhorfendur eru að koma sér fyrir. Hér eru nokkrir búnir að rífa fram skotapilsins og til í stuðið. Freyr Alexandersson er að sjálfsögðu í sparifötunum.
Fyrir leik
Íslenska liðið flýgur frá Glasgow á morgun og til Íslands en á þriðjudaginn er leikur gegn Makedóníu á Laugardalsvelli. Lið Makedóníu er sært eftir 0-9 tap gegn Slóveníu í leik sem fram fór í dag!
Fyrir leik
Stelpurnar hafa talað um að það verði ekkert farið út af vananum í leikfræðinni í kvöld þó mótherjinn sé klárlega sterkasti andstæðingur okkar í riðlinum. Hápressan verður enn á sínum stað.
Fyrir leik
Styttist í leik. Netið sem boðið er upp á fyrir fjölmiðlamenn er öllum opið. Maður verður að vona að netið haldi sér þrátt fyrir álagið sem mun myndast þegar púbblikkurinn mætir í stúkuna.
Fyrir leik
Uppstilling Íslands:
Guðbjörg
Elísa - Glódís Perla - Anna - Hallbera
Sara Björk - Dagný
Margrét Lára
Hólmfríður - Harpa - Fanndís
Fyrir leik
Byrjunarliðið er klárt hér til hliðar. Ein breyting er á liðinu frá því í 5-0 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í apríl. Hólmfríður Magnúsdóttir kemur inn á hægri kantinn fyrir Elín Mettu Jensen.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands:
Við höfum farið á EM og þekkjum það að spila svona stóra leiki og hvernig eigi að höndla það. Ég held að það muni hjálpa okkur. Við erum með frábært fótboltalið, erum ótrúlega vel skipulagðar og með þjálfarateymi í hæsta gæðaflokki sem leggur leikinn vel upp fyrir okkur. Við erum með afskaplega mikið sjálfstraust og teljum okkur vita það hvernig Skotarnir ætla að spila þennan leik.
Fyrir leik
Sóknarher Skotlands er öflugur og ljóst að íslenska vörnin verður að vera á tánum. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í undankeppni EM en Skotar. Mörkin hafa verið 5,4 að meðaltali í leik og markahæsti leikmaðurinn til þessa í keppninni er framherjinn Jane Ross með átta mörk. Þá er Kim Little með flestar stoðsendingar til þessa í keppninni, sjö talsins. Little var valinn kvennaleikmaður ársins af BBC á dögunum.
Fyrir leik
Skoska liðið verður að gera sér það að góðu að spila í bleikum varabúningum sínum. Skotland spilar venjulega í búningum sem eru hvítir og bláir. Þar sem búningur Íslands er blár óskuðu þeir eftir að Ísland mætti í varabúningum. Varabúningur Íslands er hvítur og gekk ekki heldur og því kom það í hlut Skota að lúffa í þetta sinn.
Fyrir leik
Jane Ross, markadrottning Skotlands:
Þetta er spennandi. Það myndi gefa okkur mikið að ná að vinna Ísland. Ég veit að þetta verður erfiður leikur en allur hópurinn er klár. Liðið okkar er að þróast allan tímann og við erum þyrstar í að komast á okkar fyrsta stórmót. Það yrði risaskref fyrir kvennaboltann í landinu.
Fyrir leik
Nicola Sturgeon, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi skoska Þjóðarflokksins, er heiðursgestur á Falkirk leikvanginum í kvöld. Leikvangurinn tekur 8.750 manns en undirlagið er gervigras.
Endilega verið með okkur í gegnum Twitter með kassamerkinu #fotboltinet en leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
Fyrir leik
Veðrið hefur leikið við stelpurnar okkar í undirbúningi fyrir leikinn. Bæði þessi lið eru með fullt hús á toppi riðilsins, Skotland hefur leikið 5 leiki en Ísland 4. Skotar hafa skorað 27 mörk í leikjunum fimm til þessa en Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í undankeppninni.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag. Hér verður bein textalýsing frá leik Íslands og Skotlands í undankeppni EM kvenna en Jana frá Tékklandi flautar leikinn á klukkan 18 að íslenskum tíma.
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('80)
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('78)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('46)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Sandra María Jessen
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('80)
22. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Liðsstjórn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Gul spjöld:
Sara Björk Gunnarsdóttir ('91)

Rauð spjöld: