Ekki er langt í að flautað verði til leiks Skotlands og Íslands, toppslags í undankeppni EM kvenna. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Ísland þarf tvo sigra úr síðustu fjórum leikjunum til að vera öruggt áfram.
Eftir Skotaleikinn flýgur íslenska liðið heim og mætir Makedóníu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.
Makedónía var að tapa 0-9 á heimavelli gegn Slóveníu en liðið er án stiga á botni riðilsins eftir fimm leiki.
Ísland vann 4-0 útisigur gegn Makedóníu ytra í október og óhætt að segja að okkar stelpur séu sigurstranglegri fyrir leikinn á þriðjudag!
Athugasemdir