Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 03. júní 2016 07:00
Elvar Geir Magnússon
Falkirk
Margrét Lára: Höfum þjálfarateymi í hæsta gæðaflokki
Kvenaboltinn
Margrét Lára á æfingu íslenska liðsins í gær.
Margrét Lára á æfingu íslenska liðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Skotlandi í toppslag í Falkirk í kvöld klukkan 18 en bæði lið hafa fullt hús stiga í undankeppni EM. Fótbolti.net ræddi við Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, á æfingu í gær.

„Þetta verður rosaleg barátta, báðum liðum langar ofboðslega í sigur. Við ætlum okkur að vinna stigin þrjú, það er ekki spurning. Svo verðum við að sjá hvernig leikurinn þróast og hvað maður sættir sig við í lokin," segir Margrét.

„Skotlan er með frábæra sóknarlínu. Frábæra leikmenn fram á við sem hafa spilað marga leiki saman. Þær eru margar komnar yfir 100 leiki svo þær eru reyndar."

Hvað hefur íslenska liðið umfram það skoska?

„Við höfum farið á EM og þekkjum það að spila svona stóra leiki og hvernig eigi að höndla það. Ég held að það muni hjálpa okkur. Við erum með frábært fótboltalið, erum ótrúlega vel skipulagðar og með þjálfarateymi í hæsta gæðaflokki sem leggur leikinn vel upp fyrir okkur. Við erum með afskaplega mikið sjálfstraust og teljum okkur vita það hvernig Skotarnir ætla að spila þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner