Ísland mætir Skotlandi í toppslag í Falkirk í kvöld klukkan 18 en bæði lið hafa fullt hús stiga í undankeppni EM. Fótbolti.net ræddi við Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, á æfingu í gær.
„Þetta verður rosaleg barátta, báðum liðum langar ofboðslega í sigur. Við ætlum okkur að vinna stigin þrjú, það er ekki spurning. Svo verðum við að sjá hvernig leikurinn þróast og hvað maður sættir sig við í lokin," segir Margrét.
„Skotlan er með frábæra sóknarlínu. Frábæra leikmenn fram á við sem hafa spilað marga leiki saman. Þær eru margar komnar yfir 100 leiki svo þær eru reyndar."
Hvað hefur íslenska liðið umfram það skoska?
„Við höfum farið á EM og þekkjum það að spila svona stóra leiki og hvernig eigi að höndla það. Ég held að það muni hjálpa okkur. Við erum með frábært fótboltalið, erum ótrúlega vel skipulagðar og með þjálfarateymi í hæsta gæðaflokki sem leggur leikinn vel upp fyrir okkur. Við erum með afskaplega mikið sjálfstraust og teljum okkur vita það hvernig Skotarnir ætla að spila þennan leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir