Leikurinn hefst 18:00 í kvöld
Skoska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á stórmót en er nú ansi nálægt því að komast á EM. Liðið mætir Íslandi í toppslag í Falkirk í kvöld en bæði lið hafa fullt hús í undankeppninni.
Ein skærasta stjarna Skotlands er markadrottningin Jane Ross sem bíður spennt eftir leiknum sem hefst 18:00 að íslenskum tíma.
„Það er alltaf gott þegar hópurinn kemur saman og það eru tveir mikilvægir leikir framundan, fyrst gegn Íslandi og svo gegn Hvíta-Rússlandi í Minsk. Þetta er spennandi. Það myndi gefa okkur mikið að ná að vinna Ísland. Ég veit að þetta verður erfiður leikur en allur hópurinn er klár," segir Ross.
„Við höfum fengið gríðarlega mikinn stuðning á heimaleikjum hingað til í undankeppninni og vonandi heldur það áfram. Það myndi hjálpa okkur mikið að hafa góðan stuðning."
Ross á 78 landsleiki en hún er markahæsti leikmaður í undankeppni EM en hún hefur skorað átta mörk.
„Liðið okkar er að þróast allan tímann og við erum þyrstar í að komast á okkar fyrsta stórmót. Það yrði risaskref fyrir kvennaboltann í landinu," segir Ross sem spilar fyrir kvennalið Manchester City.
„Ég nýt lífsins í Manchester og hef smellpassað inn í liðið. Kvennaboltinn hefur vaxið gríðarlega á Englandi og það er frábært að taka þátt í því."
Annar lykilmaður Skotlands er Kim Little sem spilar sem sóknarmiðjumaður. Hún var á dögunum valin kvennaleikmaður ársins af BBC. Hér að neðan má sjá viðtal við hana.
📺 | @KimLittle16 on:
— Scotland (@ScottishFA) June 2, 2016
- BBC World Player of the Year
- #SWNT vs Iceland
- Importance of @UEFAWomensEURO qualificationhttps://t.co/XiItezTLpr
Athugasemdir