Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Liechtenstein
1
4
Ísland
0-1 Birkir Már Sævarsson '12
0-2 Birkir Bjarnason '45
0-3 Guðlaugur Victor Pálsson '77
Yanik Frick '79 1-3
1-4 Rúnar Már Sigurjónsson '94 , víti
31.03.2021  -  18:45
Rheinpark í Vaduz
Undankeppni HM
Aðstæður: 15 gráður og völlurinn fínn
Dómari: Mohammed Al-Hakim (Svíþjóð)
Áhorfendur: Áhorfendabann
Byrjunarlið:
12. Justin Ospelt (m)
3. Max Göppel
4. Daniel Kaufmann
7. Yanik Frick
8. Aron Sele
9. Noah Frick ('85)
13. Martin Buchel ('69)
14. Livio Meier
15. Seyhan Yildiz ('46)
20. Jakob Lorenz
23. Jens Hofer ('78)

Varamenn:
21. Benjamin Buechel (m)
2. Daniel Brandle ('46)
5. Rafael Grunenfelder
5. Martin Marxer
6. Andreas Malin
9. Benjamin Vogt
11. Nicklas Beck
12. Lorenzo Lo Russo
16. Fabio Wolfinger
17. Alexander Marxer ('78)
17. Noah Frommelt ('69)
22. Philipp Ospelt ('85)

Liðsstjórn:
Martin Stocklasa (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fagmannlega klárað.
94. mín Mark úr víti!
Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
BEINT Á MAARKIÐ OG MARK!

Markvörðurinn skutlar sér og Rúnar skorar af öryggi, hans annað mark fyrir Ísland.
93. mín
Ein mínúta eftir. Væri gaman að bæta við öðru... VÍTI!

Brotið var á Rúnari Má og Ísland fær víti.
91. mín
MARK... NEI!

Hólmbert kemur boltanum í netið en réttilega dæmd hendi á hann.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Þetta hefur verið öruggt, þægilegt og fagmannlegt hjá íslenska liðinu. En algjör óþarfi að hafa fengið þetta sprellimark á sig!
88. mín
Norður-Makedónía er yfir gegn Þýskalandi á útivelli 2-1 þegar skammt er eftir!
86. mín
25-3 fyrir Ísland í marktilraunum!
85. mín
Inn:Philipp Ospelt (Liechtenstein) Út:Noah Frick (Liechtenstein)
81. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Annar A-landsleikur Ísaks sem er nýorðinn 18 ára gamall.
79. mín MARK!
Yanik Frick (Liechtenstein)
Liechtenstein skorar beint úr horni!

Rúnar Alex misreiknar boltann herfilega og heimamenn hafa minnkað muninn.

Fyrsta hornspyrnan sem Liechtenstein fær í leiknum og þeir skora úr henni.


78. mín
Inn:Alexander Marxer (Liechtenstein) Út:Jens Hofer (Liechtenstein)
77. mín MARK!
Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
VEL GERT!

Jón Dagur með aukaspyrnu, Guðlaugur Victor rís hæst í teignum og skallar inn!

75. mín
Seinna í kvöld verður hlaðvarpsþátturinn Innkastið á dagskrá þar sem Magnús Már, Tómas Þór og Gunni Birgis fara yfir landsleikjadaginn og tíðindi vikunnar sem tengjast landsliðunum.
74. mín
Arnór Sig með skottilraun en Ospelt ver vel.
72. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Jón Dagur kemur inn. Birkir Bjarnason sem hafði tekið við fyrirliðabandinu af Aroni kemur inn. Birkir Már Sævarsson er nú kominn með bandið.
72. mín

69. mín
Inn:Noah Frommelt (Liechtenstein) Út:Martin Buchel (Liechtenstein)
68. mín
Ísland var að eiga sína tíundu hornspyrnu. Liechtenstein enn ekki fengið horn.
63. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
63. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Ísland) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
62. mín
Jói Berg. Skot naumlega framhjá. Hólmbert og Arnór Sig að gera sig klára í að koma inná.
61. mín
Sveinn Aron með tilraun. Nær ekki krafti í skotið. Varið.
60. mín
Birkir Bjarnason með lipur tilþrif. Skot í varnarmann. Horn.
59. mín
56. mín
Jens Hofer þarf aðhlynningu.
56. mín
HAAAA???

Hjörtur Hermannsson í rosalegu dauðafæri og hafði allan tíma heimsins! Setur boltann yfir. Þarna átti þriðja markið að koma.


49. mín
48. mín
NAAAAUJJJJ!!!!

Liechtenstein með skot á mark. Yanick Frick af löngu færi. Beint á Rúnar Alex sem hefur hingað til verið áhorfandi á leiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
46. mín
Inn:Daniel Brandle (Liechtenstein) Út:Seyhan Yildiz (Liechtenstein)
46. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Fyrirliðinn fær verðskuldaða hvíld.
45. mín
Fagmannleg frammistaða segir Arnar Gunnlaugsson í hálfleik. Orð að sönnu. Atli Viðar Björnsson segir að lið Liechtenstein sé slakara en hann hélt.
45. mín
Þýskaland er að tapa fyrir Norður-Makedóníu í hálfleik! 0-1 þar. Goran Pandev með markið. Óvænt!
45. mín
Hálfleikur
45. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Arnór Ingvi Traustason
Í UPPBÓTARTÍMA FYRRI HÁLFLEIKS!

Arnór Ingvi skallar boltann á Birki sem laumar honum framhjá markverði heimamanna og í netið! Helvíti fínt að fá þetta mark.
45. mín
Liechtenstein varla farið í sókn og ekki átt neina tilraun. Ég sé ekki hvernig þeir eiga að geta skorað mark.
44. mín
Hörður Björgvin í hörkuskotfæri en hittir boltann illa og ekki fer hann á rammann. Átti að gera betur þarna.
43. mín
Hættuleg sókn Íslands. Arnór Ingvi með skot í varnarmann.
39. mín
Jóhann Berg Guðmundsson með fína tilraun. Boltinn flýgur framhjá markinu.
38. mín
36. mín
Mjög svo rólegt yfir þessum kappleik þessa stundina.
32. mín
Ísland hefur átt sjö marktilraunir, Liechtenstein enga.
27. mín
Armenía situr á toppnum í riðli Íslendinga með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Armenía tók á móti Rúmeníu í dag:

Armenía 3 - 2 Rúmenía
1-0 Eduard Spertsyan ('56 )
1-1 Alexandru Cicaldau ('62 )
1-2 Alexandru Cicaldau ('72 )
2-2 Varazdat Haroyan ('86 )
3-2 Tigran Barseghyan ('89 , víti)
Rautt spjald: George Puscas, Rúmenía ('78)
27. mín
Arnór Ingvi með skalla beint á markvörð Liechtenstein.
25. mín

22. mín
Ísland heldur áfram að sækja og sækja. Erum að fá nóg af af hornspyrnum. Sverrir Ingi Ingason að skalla framhjá eftir eina slíka.
20. mín
Þetta lið Liechtenstein getur ekkert. En það þarf að klára þetta!
20. mín
Sveinn Aron með tilraun... vinnur horn.
18. mín
Það er bara sótt á eitt mark... íslenska liðið svo miklu miklu betra.
17. mín
15. mín
Birkir Bjarna með hörkuskot sem er varið. Miklir yfirburðir okkar manna.
14. mín
Birkir Bjarnason næstum því tvöfaldar forystuna en varið með naumindum. Hefðum getað fengið víti í aðdragandanum því boltinn fór í hendi leikmanns Liechtenstein.
12. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Stoðsending: Hörður Björgvin Magnússon
Góð sókn! Hörður Björgvin með fyrirgjöf frá vinstri og Birkir Már skallar boltann inn.

Þriðja landsliðsmark Birkis og annað gegn Liechtenstein!

Vinstri bakvörðurinn leggur upp á hægri bakvörðinn.
9. mín
Ísland mun meira með boltann en frekar tíðindalítil byrjun. Alveg ljóst frá byrjun að Liechtenstein sættir sig við 0-0. Þolinmæðisvinna.
3. mín
Justin Ospelt varði skot sem Aron Gunnarsson tók. Beint á Ospelt. Í kjölfarið dæmd rangstaða.
2. mín
Sending á Svein Aron. Boltinn hrekkur af Kaufmann og í hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Liechtenstein byrjaði með boltann. Þeir eru bláir. Við hvítir, þriðja leikinn í röð.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir. Svo fótbolti. Þið þekkið þetta.
Fyrir leik


Þrekþjálfari Liechtenstein er Sebastian Boxleitner sem var þrekþjálfari Íslands 2016-2019.
Fyrir leik
"Tölum bara íslensku. Liechtenstein getur voðalega lítið í fótbolta og það hefur alltaf verið svoleiðis," segir Arnar Gunnlaugsson í stofunni á RÚV.
Fyrir leik
Lars Lagerback, sem er hluti af þjálfarateymi landsliðsins, var í viðtali við RÚV um byrjunarlið landsliðsins gegn Liechtenstein í þriðja leik liðsins í undankeppni HM í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson stendur í marki Íslands og þá er einn leikmaður sem kallaður var upp úr U21 landsliðinu í byrjunarliðinu. Það er Sveinn Aron Guðjohnsen.

Alls eru fimm breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Armeníu.

Hægt er að skoða byrjunarlið Íslands með því að smella hérna.

"Mér finnst Arnar gera rétt í að dreifa þessu aðeins en það er líka til dæmis gott fyrir Rúnar að koma inn og fá reynslu. Hann er enn mjög góður markvörður en yngist ekki. Þetta er góður leikur fyrir hann til að koma inn í liðið," sagði Lars.

"Ég þekki Svein Aron ekki vel. Eiður (aðstoðarþjálfari) tók ekki þátt í að velja liðið. Það er mikilvægt að taka það fram svo fólk haldi ekki að hann sé í liðinu út af pabba hans. Ég sá hann í báðum U21 leikjunum en ég var mjög hrifinn af honum á æfingum. Hann leit mjög vel út og meðtók hvernig við viljum að liðið spila. Hann er góður í að klára færi, vinnusamur og harður af sér," sagði sá sænski.

Hann talaði jafnframt um það að sé gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik í ljósi þess að Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum.
Fyrir leik


Willum Þór Willumsson er utan hóps. Það voru leikmenn tæpir fyrir leikinn en voru á endanum leikfærir og því þarf Willum að bíta í það súra epli að vera ekki í hóp. Hér er hann að fylgjast með U21 landsliðunu.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS

Rúnar Alex Rúnarsson stendur í marki Íslands og þá er einn leikmaður sem kallaður var upp úr U21 landsliðinu í byrjunarliðinu. Það er Sveinn Aron Guðjohnsen.

Alls eru sex breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Armeníu.

Fyrir leik
Sveinn Aron Guðjohnsen fær treyju númer níu, gamla númer pabba síns og afa úr landsliðinu, fyrir leikinn gegn Liechtenstein í kvöld. Eiður Smári og Arnór léku báðir númer níu fyrir íslenska landsliðið.



Fyrir leik


"Það er undir okkur komið hvernig við mætum í leikinn. Hvort við ætlum að leggja niður og vorkenna sjálfum okkur eða hvort við ætlum að stíga upp. Það er kjörið tækifæri á morgun til að rífa okkur í gang og ná í góð úrslit. Þetta er undir okkur komið," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net.

Aron spilaði 90 mínútur gegn Armenum á sunnudag líkt og gegn Þýskalandi í síðustu viku.

"Ég er allt í lagi. Ég finn aðeins fyrir kálfanum á mér. Annars líður mér vel. Það er búið að vera mikið af hlaupum og ferðalag. KSÍ hefur reynt að gera þetta eins auðvelt fyrir okkur og möguleiki er og leyfa okkur að einbeita okkur að því að spila fótbolta. Nú er undir okkur komið að stíga upp og gera það almennilega," sagði Aron en hann segist klár í að byrja leikinn.

"Algjörlega. Auðvitað vill maður taka ábyrgð og maður fórnar sér alltaf fyrir málstaðinn. Maður er alltaf klár þegar þjálfarinn biður mann að starta."

Liechtenstein er í 181. sæti en liðið tapaði 1-0 gegn Armeníu í síðustu viku og 5-0 gegn Norður-Makedóníu um helgina. Ísland tapaði 3-0 í frægum leik gegn Liechtenstein árið 2007 og Aron segir að búið sé að minna leikmenn á þann leik.

"Eiður (Smári Guðjohnsen) talaði við okkur um þennan leik. Hann spilaði þennan leik og man eftir honum. Hann sagði einfaldlega að ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna og í bakið. Við þurfum að vera á tánum. Það er ekkert gefins í fótbolta og við höfum verið að sjá skrýtin og óvænt úrsit. Það geta allir unnið alla. Við þurfum að vinna þennan leik á morgun, svo einfalt er það."

Smelltu hér til að horfa á viðtalið
Fyrir leik


"Maður er búinn að vera lokaður inni síðustu þrjá mánuðina og það er gaman að hafa ástæðu til að fara út úr húsi," sagði Helgi Kolviðsson í viðtali við Fótbolta.net. Helgi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins 2016-2018 og eftir það þjálfaði hann landslið Liechtenstein í tvö ár.

"Það er algjört must að klára leikinn og ná í þrjú stig. Síðan koma fimm heimaleikir í haust. Það er allt opið ennþá," sagði Helgi.

Leikmannahópur Liechtenstein er að mestu skipaður leikmönnum sem spila í heimalandinu eða í neðri deildum í Sviss. Þar hefur kórónuveiran sett stórt strik í fótboltann undanfarið árið og lítið verið spilað.

"Það er ekki auðveld staða hjá Liechtenstein. Það eru margir leikmenn sem eru ekki atvinnumenn og margir leikmenn hafa ekki spilað nema 8-10 leiki í heilt ár. Það er álag fyrir þá að spila þrjá leiki á sex dögum. Þeir eru ekki með þessa breidd sem við höfum."

"Við lentum einu sinni í að spila þrjá leiki á sex dögum einu sinni og menn voru algjörlega búnir á því í þriðja leiknum. Þeir eru með reynda leikmenn inn á milli og menn sem eru með gæði og geta refsað fram á við. Þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta. Þetta er samt skyldusigur fyrir Ísland."

Helgi hætti með Liechtenstein í nóvember og er nú að skoða næstu skref sín á ferlinum.

"Við ræddum saman í haust og náðum ekki samkomulagi um ákveðna hluti. Við ákváðum að klára Þjóðadeildina og ég ákvað sjálfur að taka aðrar ákvarðanir. Ég var í mörgum viðræðum en svo kom þetta kórónu ævintýri og maður hefur ekki getað ferðast. Þetta eru ekki auðveldir tímar til að hitta menn og það er eiginlega vonlaust eins og staðan er."

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.
Fyrir leik
Tímavélin


Verstu úrslit íslenskrar fótboltasögu

Ísland tapaði 3-0 á útivelli gegn Liechtenstein í október 2007, undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, í undankeppni EM. Oft er talað um leikinn sem þann versta í sögu íslenska landsliðsins.

Liechtenstein 3 - 0 Ísland
1-0 Mario Frick (27)
2-0 Thomas Beck (80)
2-0 Thomas Beck (82)

"Við vorum niðurlægðir og erum hrikalega daprir yfir þessu. Þetta er með ólíkindum," sagði Eyjólfur í viðtali við Sýn eftir leikinn umrædda.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen spiluðu þennan leik sem fram fór á Rheinpark Stadion í Vaduz, á sama leikvangi og leikurinn í kvöld fer fram. Þetta reyndist síðasti landsleikur Arnars sem leikmaður.

Ísland (4-3-3): Árni Gautur, Kristján Örn, Hermann, Ragnar, Ívar, Brynjar Björn (Ásgeir Gunnar 86), Arnar Þór, Jóhannes Karl (Ármann Smári 52), Emil, Gunnar Heiðar (Helgi 72), Eiður Smári.

Leikurinn í kvöld verður áttunda viðureign liðanna. Fjórum sinnum hefur Ísland fagnað sigri, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og Liechtenstein hefur unnið einu sinni. Síðasta viðureignin var vináttuleikur á Laugardalsvelli í aðdraganda EM 2016 þar sem íslenska liðið vann 4-0 sigur.
Fyrir leik
Staðan... ekki góð. Tapið gegn Armeníu var hrikalegt og við erum á botninum ásamt Liechtenstein.



Það er algjör skylda fyrir íslenska landsliðið að klára leikinn á morgun með sigri. Ég er búinn að skoða mörkin fimm sem Liechtenstein fékk á sig gegn Norður-Makedóníu, ævintýralega slakur varnarleikur hjá mótherjum morgundagsins.
Fyrir leik
Heil og sæl! Framundan er leikur Liechtenstein og Íslands í undankeppni HM. Leikur sem við verðum að vinna!

Það er þrautinni þyngri að spá í líklegt byrjunarlið Íslands. Arnar Þór Viðarsson teiknaði upp sex breytingar á liðinu frá tapinu gegn Þýskalandi yfir í leikinn gegn Armeníu.

Liðið tapaði svo verðskuldað gegn Armenum þar sem frammistaðan var afskaplega slök. Ljóst er að ferska vinda þarf fyrir komandi leik. Við eigum að stýra ferðinni algjörlega gegn Liechtenstein og spurning hvort Jón Dagur Þorsteinsson, sem er nýkominn upp úr U21 landsliðinu, fái tækifærið í byrjunarliðinu?

Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifærið í markinu. Ragnar Sigurðsson er meiddur og Kári Árnason byrjar varla þriðja leikinn í röð. Hólmar Örn Eyjólfsson er því í líklegu byrjunarliði.

Alfons Sampsted gæti notið sín í þessum leik og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifærið í fremstu víglínu eftir tvo leiki liðsins án þess að það skori mark.

Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('63)
8. Birkir Bjarnason ('72)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('63)
17. Aron Einar Gunnarsson ('46)
21. Arnór Ingvi Traustason ('81)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('72)
10. Arnór Sigurðsson ('63)
11. Hólmbert Aron Friðjónsson ('63)
14. Kári Árnason
16. Rúnar Már Sigurjónsson ('46)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('81)
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: