Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. mars 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Verstu úrslit íslenskrar fótboltasögu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mætast Liechtenstein og Ísland í undankeppni HM. Leikurinn verður áttunda viðureign liðanna. Fjórum sinnum hefur Ísland fagnað sigri, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og Liechtenstein hefur unnið einu sinni. Síðasta viðureignin var vináttuleikur á Laugardalsvelli í aðdraganda EM 2016 þar sem íslenska liðið vann 4-0 sigur.

Ísland tapaði 3-0 á útivelli gegn Liechtenstein í október 2007, undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, í undankeppni EM. Oft er talað um leikinn sem þann versta í sögu íslenska landsliðsins.

Liechtenstein 3 - 0 Ísland
1-0 Mario Frick (27)
2-0 Thomas Beck (80)
2-0 Thomas Beck (82)

"Við vorum niðurlægðir og erum hrikalega daprir yfir þessu. Þetta er með ólíkindum," sagði Eyjólfur í viðtali við Sýn eftir leikinn umrædda.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfarar Íslands, spiluðu þennan leik sem fram fór á Rheinpark Stadion í Vaduz, á sama leikvangi og leikurinn á morgun fer fram. Þetta reyndist síðasti landsleikur Arnars sem leikmaður.

Ísland (4-3-3): Árni Gautur, Kristján Örn, Hermann, Ragnar, Ívar, Brynjar Björn (Ásgeir Gunnar 86), Arnar Þór, Jóhannes Karl (Ármann Smári 52), Emil, Gunnar Heiðar (Helgi 72), Eiður Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner