Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   þri 30. mars 2021 12:57
Hafliði Breiðfjörð
Aron: Ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er undir okkur komið hvernig við mætum í leikinn á morgun. Hvort við ætlum að leggja niður og vorkenna sjálfum okkur eða hvort við ætlum að stíga upp. Það er kjörið tækifæri á morgun til að rífa okkur í gang og ná í góð úrslit. Þetta er undir okkur komið," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net í dag fyrir leikinn gegn Liechtenstein á morgun.

Aron spilaði 90 mínútur gegn Armenum á sunnudag líkt og gegn Þýskalandi í síðustu viku.

„Ég er allt í lagi. Ég finn aðeins fyrir kálfanum á mér. Annars líður mér vel. Það er búið að vera mikið af hlaupum og ferðalag. KSÍ hefur reynt að gera þetta eins auðvelt fyrir okkur og möguleiki er og leyfa okkur að einbeita okkur að því að spila fótbolta. Nú er undir okkur komið að stíga upp og gera það almennilega," sagði Aron en hann segist klár í að byrja leikinn á morgun.

„Algjörlega. Auðvitað vill maður taka ábyrgð og maður fórnar sér alltaf fyrir málstaðinn. Maður er alltaf klár þegar þjálfarinn biður mann að starta. Ég þarf að hugsa extra vel um mig í dag til að verða klár á morgun."

Liechtenstein er í 181. sæti en liðið tapaði 1-0 gegn Armeníu í síðustu viku og 5-0 gegn Norður-Makedóníu um helgina. Ísland tapaði 3-0 í frægum leik gegn Liechtenstein árið 2007 og Aron segir að búið sé að minna leikmenn á þann leik.

„Eiður (Smári Guðjohnsen) talaði við okkur um þennan leik. Hann spilaði þennan leik og man eftir honum. Hann sagði einfaldlega að ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna og í bakið. Við þurfum að vera á tánum. Það er ekkert gefins í fótbolta og við höfum verið að sjá skrýtin og óvænt úrsit. Það geta allir unnið alla. Við þurfum að vinna þennan leik á morgun, svo einfalt er það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner