Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   þri 30. mars 2021 12:57
Hafliði Breiðfjörð
Aron: Ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er undir okkur komið hvernig við mætum í leikinn á morgun. Hvort við ætlum að leggja niður og vorkenna sjálfum okkur eða hvort við ætlum að stíga upp. Það er kjörið tækifæri á morgun til að rífa okkur í gang og ná í góð úrslit. Þetta er undir okkur komið," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net í dag fyrir leikinn gegn Liechtenstein á morgun.

Aron spilaði 90 mínútur gegn Armenum á sunnudag líkt og gegn Þýskalandi í síðustu viku.

„Ég er allt í lagi. Ég finn aðeins fyrir kálfanum á mér. Annars líður mér vel. Það er búið að vera mikið af hlaupum og ferðalag. KSÍ hefur reynt að gera þetta eins auðvelt fyrir okkur og möguleiki er og leyfa okkur að einbeita okkur að því að spila fótbolta. Nú er undir okkur komið að stíga upp og gera það almennilega," sagði Aron en hann segist klár í að byrja leikinn á morgun.

„Algjörlega. Auðvitað vill maður taka ábyrgð og maður fórnar sér alltaf fyrir málstaðinn. Maður er alltaf klár þegar þjálfarinn biður mann að starta. Ég þarf að hugsa extra vel um mig í dag til að verða klár á morgun."

Liechtenstein er í 181. sæti en liðið tapaði 1-0 gegn Armeníu í síðustu viku og 5-0 gegn Norður-Makedóníu um helgina. Ísland tapaði 3-0 í frægum leik gegn Liechtenstein árið 2007 og Aron segir að búið sé að minna leikmenn á þann leik.

„Eiður (Smári Guðjohnsen) talaði við okkur um þennan leik. Hann spilaði þennan leik og man eftir honum. Hann sagði einfaldlega að ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna og í bakið. Við þurfum að vera á tánum. Það er ekkert gefins í fótbolta og við höfum verið að sjá skrýtin og óvænt úrsit. Það geta allir unnið alla. Við þurfum að vinna þennan leik á morgun, svo einfalt er það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner