Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 30. mars 2021 12:57
Hafliði Breiðfjörð
Aron: Ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er undir okkur komið hvernig við mætum í leikinn á morgun. Hvort við ætlum að leggja niður og vorkenna sjálfum okkur eða hvort við ætlum að stíga upp. Það er kjörið tækifæri á morgun til að rífa okkur í gang og ná í góð úrslit. Þetta er undir okkur komið," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net í dag fyrir leikinn gegn Liechtenstein á morgun.

Aron spilaði 90 mínútur gegn Armenum á sunnudag líkt og gegn Þýskalandi í síðustu viku.

„Ég er allt í lagi. Ég finn aðeins fyrir kálfanum á mér. Annars líður mér vel. Það er búið að vera mikið af hlaupum og ferðalag. KSÍ hefur reynt að gera þetta eins auðvelt fyrir okkur og möguleiki er og leyfa okkur að einbeita okkur að því að spila fótbolta. Nú er undir okkur komið að stíga upp og gera það almennilega," sagði Aron en hann segist klár í að byrja leikinn á morgun.

„Algjörlega. Auðvitað vill maður taka ábyrgð og maður fórnar sér alltaf fyrir málstaðinn. Maður er alltaf klár þegar þjálfarinn biður mann að starta. Ég þarf að hugsa extra vel um mig í dag til að verða klár á morgun."

Liechtenstein er í 181. sæti en liðið tapaði 1-0 gegn Armeníu í síðustu viku og 5-0 gegn Norður-Makedóníu um helgina. Ísland tapaði 3-0 í frægum leik gegn Liechtenstein árið 2007 og Aron segir að búið sé að minna leikmenn á þann leik.

„Eiður (Smári Guðjohnsen) talaði við okkur um þennan leik. Hann spilaði þennan leik og man eftir honum. Hann sagði einfaldlega að ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna og í bakið. Við þurfum að vera á tánum. Það er ekkert gefins í fótbolta og við höfum verið að sjá skrýtin og óvænt úrsit. Það geta allir unnið alla. Við þurfum að vinna þennan leik á morgun, svo einfalt er það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir