Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   þri 30. mars 2021 12:57
Hafliði Breiðfjörð
Aron: Ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er undir okkur komið hvernig við mætum í leikinn á morgun. Hvort við ætlum að leggja niður og vorkenna sjálfum okkur eða hvort við ætlum að stíga upp. Það er kjörið tækifæri á morgun til að rífa okkur í gang og ná í góð úrslit. Þetta er undir okkur komið," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Fótbolta.net í dag fyrir leikinn gegn Liechtenstein á morgun.

Aron spilaði 90 mínútur gegn Armenum á sunnudag líkt og gegn Þýskalandi í síðustu viku.

„Ég er allt í lagi. Ég finn aðeins fyrir kálfanum á mér. Annars líður mér vel. Það er búið að vera mikið af hlaupum og ferðalag. KSÍ hefur reynt að gera þetta eins auðvelt fyrir okkur og möguleiki er og leyfa okkur að einbeita okkur að því að spila fótbolta. Nú er undir okkur komið að stíga upp og gera það almennilega," sagði Aron en hann segist klár í að byrja leikinn á morgun.

„Algjörlega. Auðvitað vill maður taka ábyrgð og maður fórnar sér alltaf fyrir málstaðinn. Maður er alltaf klár þegar þjálfarinn biður mann að starta. Ég þarf að hugsa extra vel um mig í dag til að verða klár á morgun."

Liechtenstein er í 181. sæti en liðið tapaði 1-0 gegn Armeníu í síðustu viku og 5-0 gegn Norður-Makedóníu um helgina. Ísland tapaði 3-0 í frægum leik gegn Liechtenstein árið 2007 og Aron segir að búið sé að minna leikmenn á þann leik.

„Eiður (Smári Guðjohnsen) talaði við okkur um þennan leik. Hann spilaði þennan leik og man eftir honum. Hann sagði einfaldlega að ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna og í bakið. Við þurfum að vera á tánum. Það er ekkert gefins í fótbolta og við höfum verið að sjá skrýtin og óvænt úrsit. Það geta allir unnið alla. Við þurfum að vinna þennan leik á morgun, svo einfalt er það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner