Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 30. mars 2021 16:15
Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðs: Sumir hjá Liechtenstein spilað 8-10 leiki í heilt ár
Icelandair
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er búinn að vera lokaður inni síðustu þrjá mánuðina og það er gaman að hafa ástæðu til að fara út úr húsi," sagði Helgi Kolviðsson í viðtali við Fótbolta.net í Liechtenstein í dag.

Helgi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins 2016-2018 og eftir það þjálfaði hann landslið Liechtenstein í tvö ár. Þessi lið mætast í undankeppni HM annað kvöld.

„Það er algjört must að klára leikinn á morgun og ná í þrjú stig. Síðan koma fimm heimaleikir í haust. Það er allt opið ennþá," sagði Helgi.

Leikmannahópur Liechtenstein er að mestu skipaður leikmönnum sem spila í heimalandinu eða í neðri deildum í Sviss. Þar hefur kórónuveiran sett stórt strik í fótboltann undanfarið árið og lítið verið spilað.

„Það er ekki auðveld staða hjá Liechtenstein. Það eru margir leikmenn sem eru ekki atvinnumenn og margir leikmenn hafa ekki spilað nema 8-10 leiki í heilt ár. Það er álag fyrir þá að spila þrjá leiki á sex dögum. Þeir eru ekki með þessa breidd sem við höfum."

„Við lentum einu sinni í að spila þrjá leiki á sex dögum einu sinni og menn voru algjörlega búnir á því í þriðja leiknum. Þeir eru með reynda leikmenn inn á milli og menn sem eru með gæði og geta refsað fram á við. Þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta. Þetta er samt skyldusigur fyrir Ísland."


Helgi hætti með Liechtenstein í nóvember og er nú að skoða næstu skref sín á ferlinum.

„Við ræddum saman í haust og náðum ekki samkomulagi um ákveðna hluti. Við ákváðum að klára Þjóðadeildina og ég ákvað sjálfur að taka aðrar ákvarðanir. Ég var í mörgum viðræðum en svo kom þetta kórónu ævintýri og maður hefur ekki getað ferðast. Þetta eru ekki auðveldir tímar til að hitta menn og það er eiginlega vonlaust eins og staðan er."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Helgi um völlinn hjá Liechtenstein og fleira.
Athugasemdir
banner