Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
   þri 30. mars 2021 16:15
Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðs: Sumir hjá Liechtenstein spilað 8-10 leiki í heilt ár
Icelandair
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er búinn að vera lokaður inni síðustu þrjá mánuðina og það er gaman að hafa ástæðu til að fara út úr húsi," sagði Helgi Kolviðsson í viðtali við Fótbolta.net í Liechtenstein í dag.

Helgi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins 2016-2018 og eftir það þjálfaði hann landslið Liechtenstein í tvö ár. Þessi lið mætast í undankeppni HM annað kvöld.

„Það er algjört must að klára leikinn á morgun og ná í þrjú stig. Síðan koma fimm heimaleikir í haust. Það er allt opið ennþá," sagði Helgi.

Leikmannahópur Liechtenstein er að mestu skipaður leikmönnum sem spila í heimalandinu eða í neðri deildum í Sviss. Þar hefur kórónuveiran sett stórt strik í fótboltann undanfarið árið og lítið verið spilað.

„Það er ekki auðveld staða hjá Liechtenstein. Það eru margir leikmenn sem eru ekki atvinnumenn og margir leikmenn hafa ekki spilað nema 8-10 leiki í heilt ár. Það er álag fyrir þá að spila þrjá leiki á sex dögum. Þeir eru ekki með þessa breidd sem við höfum."

„Við lentum einu sinni í að spila þrjá leiki á sex dögum einu sinni og menn voru algjörlega búnir á því í þriðja leiknum. Þeir eru með reynda leikmenn inn á milli og menn sem eru með gæði og geta refsað fram á við. Þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta. Þetta er samt skyldusigur fyrir Ísland."


Helgi hætti með Liechtenstein í nóvember og er nú að skoða næstu skref sín á ferlinum.

„Við ræddum saman í haust og náðum ekki samkomulagi um ákveðna hluti. Við ákváðum að klára Þjóðadeildina og ég ákvað sjálfur að taka aðrar ákvarðanir. Ég var í mörgum viðræðum en svo kom þetta kórónu ævintýri og maður hefur ekki getað ferðast. Þetta eru ekki auðveldir tímar til að hitta menn og það er eiginlega vonlaust eins og staðan er."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Helgi um völlinn hjá Liechtenstein og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner