Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   þri 30. mars 2021 16:15
Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðs: Sumir hjá Liechtenstein spilað 8-10 leiki í heilt ár
Icelandair
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er búinn að vera lokaður inni síðustu þrjá mánuðina og það er gaman að hafa ástæðu til að fara út úr húsi," sagði Helgi Kolviðsson í viðtali við Fótbolta.net í Liechtenstein í dag.

Helgi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins 2016-2018 og eftir það þjálfaði hann landslið Liechtenstein í tvö ár. Þessi lið mætast í undankeppni HM annað kvöld.

„Það er algjört must að klára leikinn á morgun og ná í þrjú stig. Síðan koma fimm heimaleikir í haust. Það er allt opið ennþá," sagði Helgi.

Leikmannahópur Liechtenstein er að mestu skipaður leikmönnum sem spila í heimalandinu eða í neðri deildum í Sviss. Þar hefur kórónuveiran sett stórt strik í fótboltann undanfarið árið og lítið verið spilað.

„Það er ekki auðveld staða hjá Liechtenstein. Það eru margir leikmenn sem eru ekki atvinnumenn og margir leikmenn hafa ekki spilað nema 8-10 leiki í heilt ár. Það er álag fyrir þá að spila þrjá leiki á sex dögum. Þeir eru ekki með þessa breidd sem við höfum."

„Við lentum einu sinni í að spila þrjá leiki á sex dögum einu sinni og menn voru algjörlega búnir á því í þriðja leiknum. Þeir eru með reynda leikmenn inn á milli og menn sem eru með gæði og geta refsað fram á við. Þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta. Þetta er samt skyldusigur fyrir Ísland."


Helgi hætti með Liechtenstein í nóvember og er nú að skoða næstu skref sín á ferlinum.

„Við ræddum saman í haust og náðum ekki samkomulagi um ákveðna hluti. Við ákváðum að klára Þjóðadeildina og ég ákvað sjálfur að taka aðrar ákvarðanir. Ég var í mörgum viðræðum en svo kom þetta kórónu ævintýri og maður hefur ekki getað ferðast. Þetta eru ekki auðveldir tímar til að hitta menn og það er eiginlega vonlaust eins og staðan er."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Helgi um völlinn hjá Liechtenstein og fleira.
Athugasemdir
banner