Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   þri 30. mars 2021 16:15
Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðs: Sumir hjá Liechtenstein spilað 8-10 leiki í heilt ár
Icelandair
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Helgi og Guðni Bergsson formaður KSÍ á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er búinn að vera lokaður inni síðustu þrjá mánuðina og það er gaman að hafa ástæðu til að fara út úr húsi," sagði Helgi Kolviðsson í viðtali við Fótbolta.net í Liechtenstein í dag.

Helgi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins 2016-2018 og eftir það þjálfaði hann landslið Liechtenstein í tvö ár. Þessi lið mætast í undankeppni HM annað kvöld.

„Það er algjört must að klára leikinn á morgun og ná í þrjú stig. Síðan koma fimm heimaleikir í haust. Það er allt opið ennþá," sagði Helgi.

Leikmannahópur Liechtenstein er að mestu skipaður leikmönnum sem spila í heimalandinu eða í neðri deildum í Sviss. Þar hefur kórónuveiran sett stórt strik í fótboltann undanfarið árið og lítið verið spilað.

„Það er ekki auðveld staða hjá Liechtenstein. Það eru margir leikmenn sem eru ekki atvinnumenn og margir leikmenn hafa ekki spilað nema 8-10 leiki í heilt ár. Það er álag fyrir þá að spila þrjá leiki á sex dögum. Þeir eru ekki með þessa breidd sem við höfum."

„Við lentum einu sinni í að spila þrjá leiki á sex dögum einu sinni og menn voru algjörlega búnir á því í þriðja leiknum. Þeir eru með reynda leikmenn inn á milli og menn sem eru með gæði og geta refsað fram á við. Þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta. Þetta er samt skyldusigur fyrir Ísland."


Helgi hætti með Liechtenstein í nóvember og er nú að skoða næstu skref sín á ferlinum.

„Við ræddum saman í haust og náðum ekki samkomulagi um ákveðna hluti. Við ákváðum að klára Þjóðadeildina og ég ákvað sjálfur að taka aðrar ákvarðanir. Ég var í mörgum viðræðum en svo kom þetta kórónu ævintýri og maður hefur ekki getað ferðast. Þetta eru ekki auðveldir tímar til að hitta menn og það er eiginlega vonlaust eins og staðan er."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Helgi um völlinn hjá Liechtenstein og fleira.
Athugasemdir