Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 13. ágúst 2023 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael Nikulásson spáir í 19. umferð Bestu
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klæmint Olsen.
Klæmint Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm leikir á dagskrá í Bestu deild karla í dag og einn leikur svo á morgun. Við fengum Mikael Nikulásson, þjálfara KFA og sérfræðing í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, til að spá í leikina sem framundan eru.

KA 1 - 2 Breiðablik (16:00 í dag)
Hörkuleikur framundan þar sem bæði lið eru særð og þreytt eftir síðustu leiki. Blikar verða að vinna ef þeir ætla sér að eiga möguleika á skemmtilegri úrslitakeppni og þeir kreista út sigur í þessum leik. Óskar hendir Klæmint í byrjunarliðið og hann þakkar traustið og gerir bæði mörkin.

Keflavík 0 - 2 Valur (17:00 í dag)
Meistari Halli Gumm mættur að stýra Keflavík þannig að það verður reynt að spila alvöru sóknarbolta í þessum leik. En því miður fyrir þá er Valur bara með betra lið með Tryggva Hrafn, besta mann deildarinnar í dag, í alvöru formi og hann klárar þetta með marki og stoðsendingu.

FH 3 - 1 ÍBV (17:00 í dag)
FH ingar ætla sér ekki að lenda aftur í neðri helmingnum þegar deildinni verður skipt upp og til að koma endanlega í veg fyrir það þurfa þeir að vinna þennan leik. ÍBV er í smá basli þessa dagana og þetta verður því miður að ég held ekki leikurinn sem kóngurinn Hemmi Hreiðars rífur þá í gang. Þeir leikir koma það er nokkuð klárt held ég en henda sér tómhentir í dallinn eftir þennan leik.

KR 2 - 0 Fram (18:15 í dag)
Verður jafn leikur en KR nýtir færin og koma sér í góða stöðu í topp sex. Vandræði Fram halda því miður áfram en Rúnars Kristins lestin siglir rólega í átt að mögulegu Evrópusæti.

Víkingur R. 3 - 0 HK (19:15 í dag)
Víkingar bara of sterkir fyrir HK þrátt fyrir að best klæddi þjálfari deildarinnar verði uppi í stúku. Vita það að í svona leikjum mega stig ekki tapast og það gerist ekki þarna. Ómar Ingi og HK búnir að gera frábæra hluti í sumar og eru búnir að teikna upp stigin sem þarf til að stelast upp í topp sex á endanum. Þessi þrjú eru ekki á þeirri töflu.

Fylkir 2 - 1 Stjarnan (19:15 á morgun)
Bæði lið á fínum stað eins og er. Stjarnan gríðarlega flottir undanfarið en það er ekkert auðvelt að vinna Fylki sem eru að styrkjast og trú Rúnars á liðinu sínu frá fyrsta leik í sumar er að skila sér. Fyrir utan það nennir hann alls ekki að tapa fyrir stjörnunni það er ljóst. Verður níu spjalda leikur þar sem Fylkir tryggir sér sigurinn í lok leiksins með skalla marki frá ólíklegum markaskorara Arnóri Gauta Jónssyni og allt tryllist í Árbænum.

Fyrri spámenn:
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stöðutöfluna í deildinni eins og hún er núna.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner