Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Breiðablik
0
2
FH
0-1 Kjartan Henry Finnbogason '54
0-2 Eetu Mömmö '92
03.09.2023  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 470
Maður leiksins: Davíð Snær Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson
3. Oliver Sigurjónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson ('68)
11. Gísli Eyjólfsson ('68)
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('68)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
28. Oliver Stefánsson ('78)

Varamenn:
4. Damir Muminovic ('46)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('78)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('68)
12. Brynjar Atli Bragason
13. Anton Logi Lúðvíksson ('68)
18. Eyþór Aron Wöhler ('68)
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('24)
Oliver Sigurjónsson ('35)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög versðkuldaður sigur og til hamingju FH-ingar með það að spila í efri helmingnum í umspilinu!

Takk fyrir mig! Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
92. mín MARK!
Eetu Mömmö (FH)
Stoðsending: Davíð Snær Jóhannsson
ÞEIR ERU AÐ KLÁRA ÞETTA!!!!!! FH-ingarnir bruna í sókn og skora!

Þeir ná að skalla boltann frá á Davíð Snæ sem tekur hælsendingu í loftinu yfir aftasta varnarmanninn og í gegn á Eetu Mömmö. Eetu er þá kominn einn í gegn og keyrir í átt að markinu áður en hann kemur boltanum framhjá Antoni í markinu og í netið.

Blikarnir gjörsamlega skelfilegir í seinni hálfleik!
91. mín
Jason í dauðafæri! Með skotið inni á teig FH sem Daði ver í horn!
91. mín
Fjórar mínútur í uppbót
91. mín
470 áhorfendur!
90. mín
Inn:Eetu Mömmö (FH) Út:Kjartan Henry Finnbogason (FH)
89. mín
Oliver með hornið en það er Arnór brýtur á Daða þegar boltinn kemur inn í
88. mín
Jason Daði með fyrirgjöf á Kristófer sem hann er hársbreidd frá því að ná til. Boltinn fer þó af varnarmanni og í horn
82. mín
Oliver með boltann fyrir en FH-ingarnir bægja hættunni frá.
82. mín
Blikar að fá aukaspyrnu út við hliðarlínu
78. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Oliver Stefánsson (Breiðablik)
78. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
77. mín
Hornspyrnan tekin stutt á Kjartan Kára sem endar með fyrirgjöf yfir markið og í markspyrnu
77. mín
Mikill darraðardans á teignum sem endar með því að Davíð tekur skotið á markið en Damir bjargar af línu. Síðan skallar Eyþór Wöhler boltann í annað horn.
76. mín
FH að fá horn! og fyrsta hornspyrna leiksins!
74. mín
FH-ingarnir aftur að komast í fínan séns! Haraldur Einar vinnur boltann ofarlega á vellinum og kemur honum á Davíð sem er aleinn og keyrir í átt að teignum. Endar með því að hann tekur skotið beint á Anton Ara inni í d-boganum.
72. mín
Þeir eru enn að ógna! FH-ingarnir vinna boltann enn og aftur ofarlega á vellinum sem endar með því að Davíð Snær tekur skotið rétt fyrir utan teiginn rétt framhjá.
68. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
65. mín
Davíð Snær með frábæran sprett upp völlinn. Hann rúllar boltanum þá út á Gyrði sem tekur skotið á svipuðum stað og Davíð áðan en skotið rétt framhjá.
62. mín
Davíð Snær með heiðarlega tilraun utan að teig. Nýtir sér vindinn þarna en skotið rétt framhjá. Kannski er það málið bara. FH að nýta vindinn betur núna en Blikarnir í fyrri hálfleik.
61. mín
Blikunum hefur tekist það að róa leikinn örlítið niður. Halda í boltann og reyna að finna opnanir en FH-ingarnir eru þéttir.
56. mín
Björn Daníel með skot rétt yfir þverslána. Þeir halda áfram að ógna!
54. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
VERÐSKULDAÐ! FH-ingarnir búnir að vera ógna þessu trekk í trekk í seinni hálfleik. Þeir vinna boltann ofarlega á vellinum og Haraldur Einar er þá kominn með boltann úti vinstra meginn. Hann kemur með boltann fyrir á fjær á Kjartan Henry. Þegar Kjartan er kominn í þessa stöðu, í svona miklu svæði og í svona leikjum, þá er bara ein niðurstaða. MARK!

Fyllilega verðskuldað! Blikarnir steinsofandi!
53. mín
FH aftur í færi! Davíð vinnur boltann ofarlega á vellinum og tekur skotið sem fer rétt framhjá. Hvað er að frétta með Blikana?!
51. mín
Blikarnir steinsofandi. Hvað er að gerast?! Höggi tapar boltanum á miðjum vellinum og Davíð Snær keyrir upp í skyndisókn. Hann rennir boltanum til hliðar á Björn Daníel sem tekur skotið framhjá. Blikarnir eru bara ekki vaknaðir!!
47. mín
KJARTAN HENRY! Davíð með misheppnað innkast til baka á Anton í markinu. Kjartan Henry kemst fyrir sendinguna og er kominn einn í gegn á móti Antoni en skotið fer framhjá. Þarna á Kjartan Henry að gera betur!
46. mín
Hálfleikur
Blikarnir koma þessu aftur í gang!
46. mín
Inn:Damir Muminovic (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Skipting í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Jóhann í flautuna sína og hálfleikstölur 0-0. Líklega sanngjarnar hálfleikstölur en liðin eru ekkert að drukkna í færum í dag.

Tökum okkur korter!
45. mín
Rétt yfir! Löng sókn hjá Blikum. Frábært spil og geggjað flæði sem endar með því að Ágúst Eðvald kemur með boltann inn fyrir á Kristófer Inga sem skallar rétt svo yfir. Líklega besta færi Blika í dag.
43. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
43. mín
Mistök í vörn Blika! FH fara upp í sókn. Davíð Snær keyrir upp völlinn. Hann og Kjartan Kári eru komnir tveir á einn á móti Viktori Erni. Davíð reynir sendinguna aftur fyrir Viktor og yfir á Kjartan en sendingin var alls ekki nógu góð og Anton nær til knattarins. Illa farið með fínasta færi þarna.
41. mín
FH fara upp í sókn sem endar með því að Kjartan Kári reynir sendingu inn á teiginn en Anton Ari handsamar boltann.
36. mín
Frábær sókn hjá Blikum! Blikarnir bruna upp í sókn. Kristófer fær boltann á miðjum vallarhelmingi FH og sér lausan Jason Daða úti vinstra meginn. Jason fær boltann og gerir vel einn á móti Ástbirni. Kemst framhjá honum en skotið langt yfir.
35. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Brýtur að Kjartani Kára fyrir utan teig Blika.
33. mín
Rólegt fyrsta hálftímann Mjög rólegt hérna fyrsta hálftímann. Blikarnir líklega 90% með boltann og eru að komast í ágætis stöður hér og þar. Á meðan liggja FH-ingarnir bara til baka og beita skyndisóknum en það hefur gengið brösulega seinustu 20 mínúturnar. Eina alvöru færi leiksins fengu FH-ingarnir í upphafi leiks þegar Gyrðir slapp einn í gegn.
31. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
26. mín
Léleg sending maður Davíð Ingvars gerir fáranlega vel og er kominn einn inn á teig FH. Blikar fylla á teiginn og þetta lítur út fyrir að fara að enda í marki en þá kemur Davíð með skelfilega sendingu sem fer yfir allan pakkann og í innkast.
24. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Fer mjög seint í tæklingu og tekur Davíð Snæ niður. Verðskuldaði gult.
22. mín
Blikarnir hafa tekið öll völd á leiknum seinustu 10 mínúturnar.
20. mín
Blikarnir sækja! Ágúst Eðvald gerir frábærlega inni á teig FH og kemur boltanum inn fyrir í lappir á Kristófer sem er með mann í bakinu og skotið framhjá.
19. mín
Lítið um opnanir hérna. FH búnir að fá eina færi leiksins þegar Gyrðir slapp einn í gegn.
10. mín
Blikarnir byrja með vindinn í bakið Blikarnir byrja með vindinn í baki. Daði með tilraun til að sparka boltanum upp völlinn en boltinn fýkur næst um því í hornspyrnu, innkast sem Blikar eiga alveg við hornfánann.
6. mín
Viktor Örn reynir mjög fína sendingu í gegn á Kristófer Inga en Daði gerir vel og kemur af línunni til að ná til boltans.
4. mín
Dauðafæri! Frábær sókn hjá FH. FH-ingar vinna boltann á sínum eigin vallarhelmingi og bruna upp í sókn. Kjartan Henry keyrir upp völlinn og kemur boltanum í gegn á Gyrði sem er kominn einn á móti Antoni. Gyrðir tekur skotið langt yfir markið. Illa farið með mjög gott færi!
1. mín
Leikur hafinn
Kjartan Henry kemur þessu í gang!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Blómvendir! Já ég skal segja ykkur það!

Fyrst kemur, að mér sýnist, formaður knattspyrnudeildar FH og gefur Flosa Eiríkssyni blómvönd fyrir sögulegan árangur í evrópu.

Síðan kemur Flosi sjálfur og afhendir Jasoni Daða blómvönd fyrir það að hann er að fara að spila leik nr 100 fyrir Breiðablik í dag!

Þetta er nú aldeilis!
Fyrir leik
Þá ganga liðin til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Blikar gera fjórar breytingar - Arnór Borg ekki í hóp Óskar Hrafn gerir fjórar breytingar frá leiknum gegn FC Struga þegar þeir tryggðu sér sæti í riðlakeppni í evrópu, fyrst allra liða á Íslandi. Þeir Ágúst Eðvald, Davíð Ingvars, Oliver Stefáns og Kristófer Ingi koma inn í liðið en Damir, Andri Rafn, Klæmint Olsen og Anton Logi detta úr liðinu.

Heimir Guðjónsson gerir þrjár breytingar frá 3-0 tapinu gegn KA á dögunum. Inn í liðið koma þeir Haraldur Einar, Kjartan Kári og Björn Daníel, sem er jafnframt fyrirliði FH-inga í dag. En Vuk, Arnór Borg og Grétar Snær detta úr liðinu. Þess má einnig geta að Arnór Borg er ekki í hóp.
Elvar Geir Magnússon
Já og allir á einkabílum!
Allir á völlinn!
Áhugavert!
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson sér um það að dæma þennan leik en honum til halds og trausts verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon. Einar Örn Daníelsson er eftirlitsmaður KSÍ á meðan Gunnar Oddur Hafliðason verður varadómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvisvar á tímabilinu Þetta verður þriðja viðureign Breiðabliks og FH á tímabilinu en þau spiluðu auðvitað bikarleik ásamt því að hafa spilað í Kaplakrika í fyrri umferðinni.

Liðin gerðu einmitt 2-2 jafntefli í Kaplakrika í fyrri umferð Bestu deildarinnar. Davíð Snær gerði bæði mörk FH í þeim leik en Stefán Ingi og Viktor Karl skoruðu sitthvort markið fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Í bikarleiknum unnu Blikarnir 3-1. Úlfur Björnsson kom FH yfir í fyrri hálfeik en Klæmint Olsen jafnaði þegar það voru u.þ.b. 20 mínútur eftir af leiknum. Davíð Ingvars skoraði þá í uppbótartíma til þess að koma Breiðablik yfir og Klæmint Olsen gulltryggði þá sigur Blika djúpt inni í uppbótartíma með sínu öðru marki í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Arnar Daníel spáir í spilin Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu, spáir í leikina sem verða spilaðir í Bestu í dag. Svona lítur spáin hjá Arnari út. Hann var auðvitað hluti af U19 landsliðshópnum sem lék á Evrópumótinu á Möltu í sumar. En hann hefur þetta að segja um leikin sem við munum fylgjast með hér:

Breiðablik 3 - 1 FH (14:00 í dag)
Blikarnir svífa um á bleiku skýi eftir Evrópugeðveikina síðasta fimmtudag, Jassi verður í gír og skorar eitt, svo leggur hann upp eitt á Eyþór Wöhler. Davíð Ingvars mun svo drepa leikinn með því að krossa boltanum á fyrsta mann FH sem kiksar honum í eigið net. Kjartan Kári klórar í bakkann með sleggju fyrir utan teig.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Hvernig er þessi pakki? Við skulum taka stöðuna aðeins í deildinni og sjá hvernig þessi pakki frá 3. sæti og niður í 7. sæti lítur út:

3. Breiðablik - 38 stig - +10 í markatölu
4. Stjarnan - 31 stig - +17 í markatölu
5. FH - 31 stig - -5 í markatölu
6. KR - 31 stig - -7 í markatölu
-----------------------------------------
7. KA - 28 stig - -8 í markatölu

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil umferð í Bestu! Þetta er seinasta umferð Bestu deildarinnar fyrir tvískiptinguna. Það verða 5 aðrir leikir í gangi á sama tíma. Við verðum auðvitað á öllum þessum leikjum en hér getur þú fylgst með gangi mála í þeim leikjum:

Stjarnan - Keflavík, Kári Snorrason textalýsir
ÍBV - KR, Tryggvi Guðmundsson textalýsir
Valur - HK, Hafliði Breiðfjörð textalýsir
Fylkir - KA, Kjartan Leifur Sigurðsson textalýsir
Fram - Víkingur R, Sverrir Örn Einarsson textalýsir
Fyrir leik
Mikið í húfi fyrir Hafnfirðingana í dag Það er auðvitað búið að fara vel yfir það hvað er í húfi fyrir lið eins og FH í dag. Þannig er mál með vexti að ef þeir tapa í dag og KA vinnur Fylki í Árbænum spilar FH í neðra umspilinu eftir tvískiptinguna. En þeir geta líka horft upp á við þar sem þetta blessaða 4. sæti gæti verið mögulegt evrópusæti og þeir eru jafnir á stigum og Stjarnan sem eru í því sæti en bara með verri markatölu. Verða FH-ingarnir í evrópubaráttu eftir tvískiptinguna eða spila þeir við liðin í neðri helmingnum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hvernig koma Blikarnir í þennan leik? Eins og líklega allir vita að þá voru Blikarnir að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrsta Íslenska liðið í sögunni. Margir hafa talað um hvernig Blikarnir koma inn í þennan leik. Það hefur auðvitað verið mikil pressa á þeim að klára þetta einvígi á móti FC Struga. Margir telja það líklegt að þeir komi inn í þennan leik bara léttir og fullir sjálfstrausts. Þeir hafa auðvitað þannig séð engu að tapa og það ætti ekki að vera mikil pressa á þeim núna. Þetta verður áhugavert.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Stórleikur í Bestu! Heilir og sælir áhorfendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti FH í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason ('90)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('66)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('78)
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('66)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
19. Eetu Mömmö ('90)
22. Dagur Traustason
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('78)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('31)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('43)

Rauð spjöld: