Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 03. september 2023 12:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Daníel spáir í 22. umferð Bestu
Arnar Daníel í leik með Gróttu.
Arnar Daníel í leik með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar spáir því að Gísli skori tvennu.
Arnar spáir því að Gísli skori tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Verður með tvö og Al Ettifaq bjóða í hann metfé eftir leikinn'
'Verður með tvö og Al Ettifaq bjóða í hann metfé eftir leikinn'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hans Viktor Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, var með tvo rétta þegar hann spáði í 21. umferð Bestu deildar karla. Í dag verður lokaumferðin fyrir skiptingu leikin í heild sinni.

Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu, spáir í leikina. Arnar var hluti af U19 landsliðshópnum sem lék á Evrópumótinu á Möltu í sumar.

Breiðablik 3 - 1 FH (14:00 í dag)
Blikarnir svífa um á bleiku skýi eftir Evrópugeðveikina síðasta fimmtudag, Jassi verður í gír og skorar eitt, svo leggur hann upp eitt á Eyþór Wöhler. Davíð Ingvars mun svo drepa leikinn með því að krossa boltanum á fyrsta mann FH sem kiksar honum í eigið net. Kjartan Kári klórar í bakkann með sleggju fyrir utan teig.

Fram 1 - 4 Víkingur R. (14:00 í dag)
Framarar byrja leikinn sterkt í dal draumanna þegar Aron Kári fagnar nýjum samningi með því að koma frömmurum yfir með skalla frá 5. hæðinni. Þetta kveikir svo í Víkingsvélinni sem klárar leikinn örugglega, Ekroth með eitt, Halldór Smári kemst á blað og svo setur Gísli Gottskálk tvö til heiðurs Sigurðar Steinars sem stendur upp í stúkunni og klappar.

Fylkir 2 - 2 KA (14:00 í dag)
Alex Freyr Elísson verður í bleikum skóm og setur tvö, svo jafna Fylkismenn með mörkum frá Stefáni Gísla og Þóroddi Víkíngssyni.

ÍBV 0 - 0 KR (14:00 í dag)
Bæði lið munu suffera í þessum leik.

Stjarnan 6 - 0 Keflavík (14:00 í dag)
Jökull og hans her verða með sýningu á Samsung. Big Balls Busty Magg (Eggert Aron) verður með tvö og Al Ettifaq bjóða í hann metfé eftir leikinn, sem hann neitar. Gummi Kri verður svo með Zidane snúning og chippu yfir markmaninn. Róbert frosti, Emil Atla skora báðir og svo drepur Dolli leikinn endanlega og segir svo einfaldlega “jújú, það gengur vel” í viðtali í lok leiks.

Valur 4 - 0 HK (14:00 í dag)
Valsmenn verða í 90 mínútna reitarbolta á heimavelli, AP losnar úr köðlunum og leggur upp öll fjögur. Hlynur Freyr opnar leikinn með ristarskoti uppí vinkilinn af 35 metrunum. Elli Helga, Patrick Pedersen og Lúkas Logi með hin þrjú mörkin mörkin.

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna fyrir umferðina.

Fyrri spámenn:
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Viktor Jónsson (4 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Mikael Nikulásson (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Hans Viktor Guðmundsson (2 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner