Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Breiðablik
3
4
KR
0-1 Luke Rae '8
Ágúst Eðvald Hlynsson '15 1-1
1-2 Jakob Franz Pálsson '36
1-3 Atli Sigurjónsson '54
1-4 Sigurður Bjartur Hallsson '74
Jason Daði Svanþórsson '89 2-4
Höskuldur Gunnlaugsson '90 3-4
06.08.2023  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigning og skýjað. 11 stiga hiti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('26)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
11. Gísli Eyjólfsson ('66)
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('55)
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('66)
28. Oliver Stefánsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('26)
8. Viktor Karl Einarsson ('66)
10. Kristinn Steindórsson ('55)
14. Jason Daði Svanþórsson ('66)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('42)
Höskuldur Gunnlaugsson ('45)
Oliver Sigurjónsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur KR í höfn!

Viðtöl og umfjöllun koma innan skamms. Takk fyrir samfylgdina!
90. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (KR)
+4
90. mín
+4

Blikar eru í stórsókn!
90. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
MAAAARRRKKKK!! ERUM VIÐ AÐ FARA AÐ SJÁ EITTHVAÐ ÓVÆNT GERAST HÉRNA!!

Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig KR og Höskuldur neglir boltanum í samskeytin! Óverjandi fyrir Aron Snæ
90. mín
4 mín bætt við
90. mín Gult spjald: Lúkas Magni Magnason (KR)
89. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
MAAAARRRKKK! Það er sárabótarmark.

Skráð á Jason Daða eins og er en okkur sýndist boltinn fara af Finni Tómasi í markið.
80. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
80. mín
Inn:Olav Öby (KR) Út:Jakob Franz Pálsson (KR)
74. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
MAAAAARRRRKKKKK NÝ KOMINN INN Á OG FYRSTA SNERTING OG BÆNG! MARK!!

KR með aukaspyrnu, Atli Sigurjóns með frábæra sendingu inn í teiginn. Anton Ari kemur út í boltann en misreiknar sig í úthlaupinu og missir af boltanum og Sigurður Bjartur mættu og setur boltann lagalega í netið.

Er þetta búið?
73. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
73. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
72. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
67. mín
Rúnar Kri kátur Sést labba að varamannaskýli KR skælbrosandi. Greinilega ánægður með leik sinna manna.
66. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út: Luke Rae (KR)
65. mín
Stórsókn Blika Kiddi Steindórs kemur inn að krafti og hefur hleypt enn meira líf í sóknarleik Blika sem liggja ansi þungt á KR þessa stundina. Enn þyngra en það sem af er leiks sem er þó búið að vera talsvert.
62. mín
Stöngin! Gísli Eyjólfs með þrusu skot að marki KR en þarna bjargaði stöngin KR!
59. mín
Hvernig bregðast Blikar við KR hafa verið svo sannarlega beittir í sínum skyndisóknum. Þeir liggja aftarlega og leyfa Blikum að sækja á sig en eins og fyrr eru Blikar ekki að ná að nýta sér það. Svo þegar færin gefast, geysast KR í sókn og eru búnir að vera klínískir í þeim aðgerðum.
57. mín
Rétt áður en þriðja mark KR kom að þá áttu Blikar að fá vítaspyrnu. Aron Þórður hrindir Antoni Loga inn í vítateig KR og hreint með ólíkindum að ekki hafi verið dæmt víti. En í staðinn geystust KR upp völlinn og settu þriðja markið.
55. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
54. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
MAAAAARRRKKKK!!! ATLI SIGURJÓNSSON!!!!

Fær boltann út við vítateig hægra meginn og lætur boltann bara vaða í fjær hornið og boltinn syngur í netinu. Geggjað mark!
52. mín Gult spjald: Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
49. mín
BLIKA VILJA VÍTASPYRNU! Anton með sendingu inn í teig KR sem fer í hendi varnarmanns KR að því best ég sá sem og allir leikmenn Blika sem heimtuðu vítaspyrnu en fengu ekki.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í ansi fjörugum og jöfnum leik. KR leiðir með einu marki. Ekkert ósanngjarnt en heldur ekkert eitthvað sanngjarnt.

KR eru búnir að vera flottir á meðan Blikar þurfa eitthvað smávegis extra til að leggja lokahönd á stöðurnar sem þeir eru að skapa.
45. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
+3
45. mín
Það er 5 mín bætt við
44. mín
Vel varið hjá Aroni Snæ Gísli Eyjólfs með skot frá vítateigslínunni að marki KR en Aron Snær er vel vakandi og ver í horn.
42. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
36. mín MARK!
Jakob Franz Pálsson (KR)
Stoðsending: Finnur Tómas Pálmason
MAAAAARRRRKKKK!!! Finnur Tómas með fyrirgjöf og þar mætir Jakob Franz einn og óvaldaður og stekkur manna hæst og skallar boltann sem sveif óvenjulengi í loftinu og í fjærhornið.

Set spurningarmerki bæði við varnarleik Blika sem og Anton Ara í markinu.

KR komið yfir!
34. mín
Nú liggur Gísli Eyjólfs Hann heldur um lærið. Spurning hvort að álagið sé að hafa áhrif á leikmenn Blika. Hann fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfara inni á vellinum og labbar svo að hliðarlínu. Eins og með Alexander Helga virðist hann ætla að halda áfram leik, spurning hvað það endist.
31. mín
Blikar ná ítrekað að spila sig inn í vítateig KR en ná því miður fyrir þá, ekki að nýta sér þær stöður sem skapast.
29. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Fyrir groddaralega tæklingu á Gísla Eyjólfs við vítateigslínuna.
26. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Alexander klára ekki leikinn.
20. mín
Alexander Helgi meiddur? Að minnsta kosti virðist hann vera að biðja um skiptingu og er lagstur í grasið. Fær hér aðhlynningu frá sjúkraþjálfaranum og kemur út að hliðarlínu. Virðist geta haldið áfram því hann kemur aftur inn á.
15. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Stoðsending: Anton Logi Lúðvíksson
MAAAARRRKKKK!!! NÚ ER ÞAÐ ÁGÚST EÐVALD SEM ÞAKKAR TRAUSTIÐ!!

Blikar eru búnir að vera að sækja og ætluðu greinilega að jafna leikinn fljótt. Anton Logi vann boltann upp við hliðarlínu og sendir boltann inn í teiginn og þar kemur Ágúst Eðvald á ferðinni og nær einhvernveginn að stýra boltanum í netið fram hjá Aroni Snæ.
12. mín
Blikar sækja Blikar eru búnir að ógna meira, bæði fyrir og eftir markið. Þetta byrjar fjörlega.
8. mín MARK!
Luke Rae (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
MAAAARRRRKKKK! LUKE RAE ÞAKKAR TRAUSTIÐ!!!

Fékk boltann frá Atla Sigurjóns eftir hraða skyndisókn KR. Anton Ari virtist eitthvað missa fæturnar og jafnvægið og Luke fór framhjá honum og setti boltann örugglega í netið.
7. mín
Munaði litlu! Blikar fá hornspyrnu, boltinn siglir í gegnum vörn KR, Oliver nær til boltans, sendir hann í gegnum teiginn og þar kemur Damir og nær skoti en boltinn af varnarmanni of framhjá.
4. mín
Fyrsta hálftilraunin komin Blikar spila sig upp að vítateig KR, Ágúst Orri kemur boltanum á Gísla sem reynir háa sendingu inn í teiginn sem átti að lenda á skallanum á Klæmint en boltinn of hátt upp.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Þetta er að bresta á. Deyja fyrir klúbbinn með Hnetunni er í græjunum og fyrirliðarnir heilast og peningauppkastið hverjir byrja með boltann er búið. Blikar munu spila í átt að Sporthúsinu og KR byrjar með boltann.
Fyrir leik
KR að skipta um leikkerfi? KR hafa verið að spila 3 - 4 - 3 en það lítur út fyrir að þeir séu að færa sig yfir í 4 - 3 - 3.

Einnig voru að berast þau tíðindi frá Vali Pál fréttamanni Vísi að Kristján Flóki sé meiddur og Kennie Chopart er veikur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn Óskar Hrafn gerir sex breytingar frá leiknum á móti FCK. Alexander Helgi, Ágúst Þorri, Klæmint, Ágúst Eðvald, Davíð Ingvars og Oliver Stefánsson koma allir inn í byrjunarliðið í stað þeirra Olivers Sigurjónssonar, Viktors Karls, Kristinn Steindórs, Andri Rafn, Viktors Örn og Jason Daða.

KR gerir tvær breytingar eftir tapið á móti Val. Aron Þórður Albersson og Luke Rae koma inn í byrjunarliðið í stað Olav Oby og Lúkas Magna. Luke Rae byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson er í byrjunarliðinu hjá Blikum.
Fyrir leik
Aðstæðurnar Aðstæður á Kópavogsvelli eru eins og best er á kosið, fyrir utan kannski veðrið en það er rigning og skýjað. En rigningin gerir það kannski að verkum að við sjáum hraðan leik hér í dag. Að minnsta kosti vonumst við eftir skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Breiðablik ósigraðir í síðustu fjórum leikjum Blikar gerðu jafntefli í síðustu umferð við Stjörnuna og þar á undan höfðu þeir unnið þrjá leiki í röð. Hvað gera þeir í dag?
Fyrir leik
Dómaratríóið í leiknum Jóhann Ingi Jónsson fær það hlutskipti í dag að dæma leikinn. Honum til aðstoðar eru Kristján Már Ólafs sem er AD1 og Ragnar Þór Bender sem er AD2. Viðar Helgason er svo eftirlitsmaður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni Ljóst er að bæði lið eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar þótt óhætt sé að segja að baráttan er ólík, einungis vegna stigasöfnunar liðanna. Blikar ætluðu sér að taka titilinn aftur þetta árið en eru sem stendur 10 stigum á eftir Víkingum í efsta sæti og sitja í því þriðja með 34 stig. Þurfa Blikar nauðsynlega sigur í dag til að reyna að saxa á forskot Víkinga og vonast eftir að þeir misstigi sig.

KR er í baráttu um þetta alræmda 4. sæti sem gæti hugsanlega mögulega kannski gefið evrópusæti á næsta ári. KR eru þó líka komnir í undanúrslit bikars og þar er að sjálfsögðu möguleiki á Evrópusæti ef þeir vinna þann titil. KR situr í 6 sæti deildarinnar með 22 stig og eru langt á eftir þremur efstu liðunum en einungis tveimur stigum frá fjórða sætinu (FH á leik til góða).
Fyrir leik
KR tapað tveimur í röð KR hefur aðeins fatast flugið í síðustu tveimur leikjum en það voru svo sem engir aukvisar sem þeir voru að spila við. Töpuðu 1 - 2 fyrir Víkingum í þar síðustu umferð og í síðustu umferð töpuðu þeir 0 - 4 fyrir Val.

Rúnar Kristinsson sagði eftir þann leik að það væru þrjú lið að leiða deildina með miklum yfirburðum og átti þá við Víkinga, Val og Blika. Efast samt stórlega um að KR sé komið í Kópavoginn í dag til þess að gefa Blikum einhvern auðveldan leik.
Fyrir leik
Breiðablik styrkir sig Blikar fengu liðsstyrk til sín í gær þegar tilkynnt var um nýjan leikmann

Kristófer Ingi Kristinsson samdi við Blika út þetta tímabil en hann kemur frá VVV-Venlo í Hollandi.

Mynd: VVV Venlo
Fyrir leik
Geta ekki verið að hugsa um Víking eða Val Óskar Hrafn var í viðtali við Arnar Laufdal eftir leikinn á móti FCK. Þar segir hann meðal annars að Blikar geti ekki verið að hugsa um Víking eða Val.

Sjá nánar hér

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breiðablik komnir frá Kóngsins Blikar voru eins og flestir vita að keppa við FCK á miðvikudaginn í Meistaradeild Evrópu og töpuðu þeim leik 6 - 2 þar sem Orri Steinn Óskarsson sonur Óskars Hrafns skoraði þrennu.

Mynd: FCK
Fyrir leik
Stórleikur í Kópavogi Velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KR í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verður vonandi fullur af fjöri og gleði og mörkum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Komandi leikir í þeirri Bestu:

sunnudagur 6. ágúst
14:00 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)

mánudagur 7. ágúst
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

þriðjudagur 8. ágúst
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
19:15 Fram-Fylkir (Framvöllur)

miðvikudagur 9. ágúst
19:15 HK-Keflavík (Kórinn)
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson ('80)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('73)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('73)
17. Luke Rae ('66)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('80)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
8. Stefán Árni Geirsson ('73)
8. Olav Öby ('80)
15. Lúkas Magni Magnason ('66)
18. Aron Kristófer Lárusson ('80)
30. Rúrik Gunnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('73)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Gunnar Einarsson
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('29)
Jóhannes Kristinn Bjarnason ('52)
Kristinn Jónsson ('90)
Lúkas Magni Magnason ('90)

Rauð spjöld: