Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   fös 04. ágúst 2023 19:46
Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi í Breiðablik (Staðfest)
Kristófer Ingi í leik með U21 landsliði Íslands.
Kristófer Ingi í leik með U21 landsliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir

Breiðablik tilkynnti í kvöld að Kristófer Ingi Kristinsson sé genginn í raðir félagsins frá VVV-Venlo í Hollandi.  Hann semur við Breiðablik út þetta ár.


Í júní síðastliðnum var tilkynnt að Kristófer hafi yfirgefið hollenska félagið VVV Venlo. Kristófer gekk í raðir félagsins frá SönderjyskE síðasta haust og skrifaði undir eins árs samning.

Kristófer er 24 ára sóknarsinnaður leikmaður sem hefur leikið erlendis undanfarin sex ár. Hann gekk fyrst í raðir Willem II í Hollandi en hefur einnig leikið með Grenoble og Jong PSV á sínum ferli ásamt fyrrgreindum liðum.

Hann er uppalinn í Stjörnunni og á að baki á fjórða tug leikja fyrir yngri landsliðin. Í vetur byrjaði hann fimm leiki og kom inn á í þrettán í hollensku B-deildinni. Venlo fór í umspilið um sæti í efstu deild en tapaði í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner