Breiðablik tilkynnti í kvöld að Kristófer Ingi Kristinsson sé genginn í raðir félagsins frá VVV-Venlo í Hollandi. Hann semur við Breiðablik út þetta ár.
Í júní síðastliðnum var tilkynnt að Kristófer hafi yfirgefið hollenska félagið VVV Venlo. Kristófer gekk í raðir félagsins frá SönderjyskE síðasta haust og skrifaði undir eins árs samning.
Kristófer er 24 ára sóknarsinnaður leikmaður sem hefur leikið erlendis undanfarin sex ár. Hann gekk fyrst í raðir Willem II í Hollandi en hefur einnig leikið með Grenoble og Jong PSV á sínum ferli ásamt fyrrgreindum liðum.
Hann er uppalinn í Stjörnunni og á að baki á fjórða tug leikja fyrir yngri landsliðin. Í vetur byrjaði hann fimm leiki og kom inn á í þrettán í hollensku B-deildinni. Venlo fór í umspilið um sæti í efstu deild en tapaði í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum.
Knattspyrnudeild Breiðabliks og Kristófer Ingi Kristinsson hafa komist að samkomulagi að Kristófer spili með liðinu út árið 2023.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 4, 2023
Kristófer kemur frá VVV-Venlo í Hollandi, vertu velkominn Kristófer ????????
????VVV-VENLO pic.twitter.com/94uD4uAA6l