Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mán 31. júlí 2023 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
"Þessi þrjú lið sem eru að leiða deildina með miklum yfirburðum - Við hin erum bara aðeins á eftir"
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR tóku á móti nágrönnum sínum í Val á Meistaravöllum í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

KR freistaði þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð en það voru Valsmenn sem reyndust sterkari.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Valur

„Í stöðunni 0-0 er allt í járnum og mér fannst við vera gera vel í að stoppa Valsmenn í að byggja upp spil og jafn leikur." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

"Bara 1-1 í færum þegar þeir sleppa hér í gegn og rangstöðuvörnin klikkar aðeins og þeir sleppa einir í gegn og línan okkar ekki nægilega góð og við fáum á okkur 1-0 og leikurinn áfram í jafnvægi en svo kemur 2-0 í andlitið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks á síðustu mínútu og það gerði okkur erfitt fyrir síðari hálfleik þrátt fyrir það að við hefðum átt gott spjall í hálfleik og ætluðum að fara út og reyna halda áfram að herja á þá og reyna ná inn einu marki til að minnka muninn en Valsmenn voru bara með gríðarleg gæði og þegar þeir eru komnir í 2-0 forskot að þá líður þeim vel og þeir spiluðu mjög flottan leik og við vorum í basli."

Rúnar nefndi það í viðtalinu að hann hefði viljað vera með meiri reynslu í liðinu en aðspurður hvort það stæði til að bæta við hópinn í glugganum átti hann ekki von á því. 

„Ég held að við þurfum að skoða það bara til lengri tíma, ég held að í dag séum við ekki að fara gera mikið en auðvitað þurfum við að horfa inn í framtíðina og horfa á næsta ár og menn þurfa að skoða það hvernig við getum styrkt liðið okkar og gert betur því við þurfum að hafa góða leikmenn til að búa til góð lið til að eiga séns á að berjast um titla og eins og staðan er í dag þá erum við kannski aðeins þar frá."

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara KR í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner