Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mán 31. júlí 2023 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
"Þessi þrjú lið sem eru að leiða deildina með miklum yfirburðum - Við hin erum bara aðeins á eftir"
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR tóku á móti nágrönnum sínum í Val á Meistaravöllum í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

KR freistaði þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð en það voru Valsmenn sem reyndust sterkari.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Valur

„Í stöðunni 0-0 er allt í járnum og mér fannst við vera gera vel í að stoppa Valsmenn í að byggja upp spil og jafn leikur." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

"Bara 1-1 í færum þegar þeir sleppa hér í gegn og rangstöðuvörnin klikkar aðeins og þeir sleppa einir í gegn og línan okkar ekki nægilega góð og við fáum á okkur 1-0 og leikurinn áfram í jafnvægi en svo kemur 2-0 í andlitið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks á síðustu mínútu og það gerði okkur erfitt fyrir síðari hálfleik þrátt fyrir það að við hefðum átt gott spjall í hálfleik og ætluðum að fara út og reyna halda áfram að herja á þá og reyna ná inn einu marki til að minnka muninn en Valsmenn voru bara með gríðarleg gæði og þegar þeir eru komnir í 2-0 forskot að þá líður þeim vel og þeir spiluðu mjög flottan leik og við vorum í basli."

Rúnar nefndi það í viðtalinu að hann hefði viljað vera með meiri reynslu í liðinu en aðspurður hvort það stæði til að bæta við hópinn í glugganum átti hann ekki von á því. 

„Ég held að við þurfum að skoða það bara til lengri tíma, ég held að í dag séum við ekki að fara gera mikið en auðvitað þurfum við að horfa inn í framtíðina og horfa á næsta ár og menn þurfa að skoða það hvernig við getum styrkt liðið okkar og gert betur því við þurfum að hafa góða leikmenn til að búa til góð lið til að eiga séns á að berjast um titla og eins og staðan er í dag þá erum við kannski aðeins þar frá."

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara KR í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner