Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   mán 31. júlí 2023 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
"Þessi þrjú lið sem eru að leiða deildina með miklum yfirburðum - Við hin erum bara aðeins á eftir"
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR tóku á móti nágrönnum sínum í Val á Meistaravöllum í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

KR freistaði þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð en það voru Valsmenn sem reyndust sterkari.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Valur

„Í stöðunni 0-0 er allt í járnum og mér fannst við vera gera vel í að stoppa Valsmenn í að byggja upp spil og jafn leikur." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

"Bara 1-1 í færum þegar þeir sleppa hér í gegn og rangstöðuvörnin klikkar aðeins og þeir sleppa einir í gegn og línan okkar ekki nægilega góð og við fáum á okkur 1-0 og leikurinn áfram í jafnvægi en svo kemur 2-0 í andlitið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks á síðustu mínútu og það gerði okkur erfitt fyrir síðari hálfleik þrátt fyrir það að við hefðum átt gott spjall í hálfleik og ætluðum að fara út og reyna halda áfram að herja á þá og reyna ná inn einu marki til að minnka muninn en Valsmenn voru bara með gríðarleg gæði og þegar þeir eru komnir í 2-0 forskot að þá líður þeim vel og þeir spiluðu mjög flottan leik og við vorum í basli."

Rúnar nefndi það í viðtalinu að hann hefði viljað vera með meiri reynslu í liðinu en aðspurður hvort það stæði til að bæta við hópinn í glugganum átti hann ekki von á því. 

„Ég held að við þurfum að skoða það bara til lengri tíma, ég held að í dag séum við ekki að fara gera mikið en auðvitað þurfum við að horfa inn í framtíðina og horfa á næsta ár og menn þurfa að skoða það hvernig við getum styrkt liðið okkar og gert betur því við þurfum að hafa góða leikmenn til að búa til góð lið til að eiga séns á að berjast um titla og eins og staðan er í dag þá erum við kannski aðeins þar frá."

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara KR í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner