Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   mán 31. júlí 2023 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
"Þessi þrjú lið sem eru að leiða deildina með miklum yfirburðum - Við hin erum bara aðeins á eftir"
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR tóku á móti nágrönnum sínum í Val á Meistaravöllum í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

KR freistaði þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð en það voru Valsmenn sem reyndust sterkari.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Valur

„Í stöðunni 0-0 er allt í járnum og mér fannst við vera gera vel í að stoppa Valsmenn í að byggja upp spil og jafn leikur." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

"Bara 1-1 í færum þegar þeir sleppa hér í gegn og rangstöðuvörnin klikkar aðeins og þeir sleppa einir í gegn og línan okkar ekki nægilega góð og við fáum á okkur 1-0 og leikurinn áfram í jafnvægi en svo kemur 2-0 í andlitið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks á síðustu mínútu og það gerði okkur erfitt fyrir síðari hálfleik þrátt fyrir það að við hefðum átt gott spjall í hálfleik og ætluðum að fara út og reyna halda áfram að herja á þá og reyna ná inn einu marki til að minnka muninn en Valsmenn voru bara með gríðarleg gæði og þegar þeir eru komnir í 2-0 forskot að þá líður þeim vel og þeir spiluðu mjög flottan leik og við vorum í basli."

Rúnar nefndi það í viðtalinu að hann hefði viljað vera með meiri reynslu í liðinu en aðspurður hvort það stæði til að bæta við hópinn í glugganum átti hann ekki von á því. 

„Ég held að við þurfum að skoða það bara til lengri tíma, ég held að í dag séum við ekki að fara gera mikið en auðvitað þurfum við að horfa inn í framtíðina og horfa á næsta ár og menn þurfa að skoða það hvernig við getum styrkt liðið okkar og gert betur því við þurfum að hafa góða leikmenn til að búa til góð lið til að eiga séns á að berjast um titla og eins og staðan er í dag þá erum við kannski aðeins þar frá."

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara KR í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner