Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 03. ágúst 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Getum ekki verið að hugsa um Víking eða Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn gegn FCK í gær.

Framundan hjá Breiðabliki er deildarleikur gegn KR á sunnudag og svo einvígi í Evrópudeildinni við Zrinjski Mostar frá Bosníu. Milli leikjanna við bosnísku meistaranna á liðið svo leik við KA í deildinni. Einvígið við Zrinjski er í 3. umferð forkeppninnar og er sæti í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar undir.

Breiðablik er tíu stigum á eftir Víkingi í deildinni. Þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni og í kjölfarið tekur við fimm umferða úrslitakeppni. Breiðablik á eftir að mæta Víkingi í tvígang.

„Núna getum við ekki verið að hugsa um Víking og Val, þau eru það langt á undan okkur að þau eru í sínu móti. Við þurfum að hugsa um okkur sjálfa og það verður ekkert mál að gíra sig upp fyrir KR leikinn. Hver leikurinn rekur annan og það þýðir ekkert að vera hugsa of mikið um þetta. Það þýðir ekkert að grafa einhvern veginn of djúpt, það þarf að loka þessari skúffu og opna næstu. Það er KR á sunnudaginn og við þurfum að skoða þetta lið frá Bosníu. Við þurfum að bera virðingu fyrir KR, það er gott lið og við þurfum að mæta eins og menn þar og mæta þeim af krafti."

Sjá einnig:
Ekki hægt að ýta á On takkann fyrir Evrópuleik eftir rassskellingu í deildinni

Telja sig eiga góða möguleika gegn bosnísku meisturunum
Breiðablik er einum sigri í Evrópueinvígi frá því að komast í riðlakeppni Evrópu. Óskar var spurður hvort Blikar væru meðvitaðir um hversu gott tækifæri þetta væri.

„Við erum ekkert sérstaklega að spá í það, held að það þýði ekkert að hugsa að við séum í einhverju dauðafæri. Þetta er lið sem hefur orðið meistari í Bosníu tvö ár í röð með miklum yfirburðum, þetta er öflugt lið, gerðu jafntefli við Slovan Bratislava á útivelli í gær. Við þurfum að vera á okkar allra besta degi til að eiga möguleika. Við erum að fara til Mostar í Bosníu, mikill hiti, þungt loft og það verður mjög erfiður leikur. Við þurfum að vera klárir, þurfum að vera betri í því að láta ekki lið refsa mistökum okkar grimmilega."

„Það er auðvitað möguleiki, við teljum okkur eiga góða möguleika á móti þessu liði, ekki svo sem skoðað þá í þaula, eigum það eftir, en þegar maður lítur á fyrst á þetta þá eigum við möguleika - pottþétt,"
sagði Óskar.

Fyrri leikurinn í einvíginu verður í Bosníu eftir viku.
Óskar Hrafn: Myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það að vilja að barninu manns gangi ekki of vel
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner