PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
Besta-deild karla
ÍA
19:15 0
0
Valur
Besta-deild karla
FH
19:15 0
0
Breiðablik
Besta-deild karla
HK
51' 0
1
KA
Mjólkurbikar kvenna
Þór/KA
19:45 0
0
Breiðablik
Þróttur R.
1
0
Fylkir
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir '3 1-0
25.06.2024  -  18:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Caroline Murray
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('85)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('68)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('85)
23. Sæunn Björnsdóttir
27. Íris Una Þórðardóttir ('78)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen ('85)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('85)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('78)
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('68)
29. Camilly Kristal Silva Da Rocha

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir
Deyan Minev

Gul spjöld:
Ísabella Anna Húbertsdóttir ('66)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Byrjuðu og enduðu leikinn yfir
Hvað réði úrslitum?
Þróttarar tóku forystuna strax snemma leiks. Mér fannst Fylkiskonur aldrei líklegar eftir það að jafna. Með ólíkindum samt að Þróttarar hafi ekki skorað meira en eitt mark. Það var bara markið í upphafi leiks sem réði þessu, svo einfalt er það, mörk breyta leikjum eins og einhver sagði.
Bestu leikmenn
1. Caroline Murray
Heillaði mig ótrúlega mikið í vinstri bakverðinum. Held að hún hafi ekki tapaði einn á einn stöðu í kvöld. Bara gífurlega góð í kvöld og sífellt ógnandi með hraða sínum og krafti.
2. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
Var valin maður leiksins hjá Þrótturum og ég get alveg tekið eitthvað undir það. Steig varla feilspor í kvöld og skoraði markið sem skiptir máli.
Atvikið
Held að það sé bara hægt að velja eitt atvik og það var markið. Frábært mark hjá Sigríði en þetta var nánast það eina sem gerðist í leiknum fyrir utan nokkur færi kannski.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttarar slíta sér aðeins frá fallbaráttupakkanum í bili þar sem Keflavík tapaði einnig í kvöld en þetta var þriðji sigur Þróttara í fjórum leikjum. Gestirnir úr Árbænum eru áfram neðstar og eru nú búnar að tapa 7 deildarleikjum í röð, 8 leikjum í röð í heildina.
Vondur dagur
Fylkir voru að tapa sínum sjöunda deildarleik í röð og eru neðstar í deildinni. Andinn í liðinu í dag og orkan var alls ekki góð en það er alls ekki hægt að benda á neinn einn. Mjög lélegar í dag leikmenn Fylkis. Árbærinn fær þetta.
Dómarinn - 8
Heyrði það á báðum liðum að þau hafi verið ósátt með dómgæsluna en mér fannst hún bara nokkuð góð ef ég á að segja alveg eins og er. Gunnar stjórnaði þessu mjög vel og hans teymi að mínu mati.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('87)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('79)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('64)
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('64)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('79)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('87)
24. Katrín Sara Harðardóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted
28. Rakel Mist Hólmarsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:
Signý Lára Bjarnadóttir ('37)
Eva Rut Ásþórsdóttir ('44)
Marija Radojicic ('81)
Gunnar Magnús Jónsson ('89)

Rauð spjöld: