PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall eftirsóttur
Powerade
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Dewsbury-Hall.
Dewsbury-Hall.
Mynd: EPA
Jacob Ramsey.
Jacob Ramsey.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan föstudag. 16-liða úrslitin á EM fara í gang á morgun. Hér er slúðurpakkinn en þar kennir svo sannarlega ýmissa grasa.

Paris St-Germain íhugar að gera tilboð í Marcus Rashford (26) framherja Manchester United. Félagið gæti lagt aukna áherslu á að reyna að fá hann ef það fær vísbendingar um að hann sé tilbúinn að ganga til liðs við það. (Talksport)

Manchester City skarst of seint í leikinn þegar félagið reyndi að krækja í Michael Olise (22) og stela honum frá Bayern München, sem er að kaupa franska sóknarleikmanninn frá Crystal Palace. (Football Insider)

Chelsea vill fá brasilíska varnarmanninn Murillo (21) en Nottingham Forest metur hann á 70 milljónir punda. Chelsea gæti boðið enska miðvörðinn Trevoh Chalobah (24) upp í kaupverðið. (Guardian)

Chelsea hefur sett sig í samband við Leicester City vegna áhuga á miðjumanninum Kiernan Dewsbury-Hall (25). Leikmaðurinn virðist bara vilja fara til Chelsea ef hann færir sig um set. (Athletic)

Brighton hafði komist að samkomulagi við Leicester City um að fá Dewsbury-Hall í skiptum fyrir Jakob Moder áður en Chelsea sýndi áhuga. (Fabrizio Romano)

Brentford hefur einnig áhuga á Dewsbury-Hall, verðmiðinn sem Leicester City setur á hann er um 40 milljónir punda. (Mail)

Chelsea hefur blandað sér í baráttu við Tottenham um að fá enska miðjumanninn Archie Gray (18) frá Leeds. (Telegraph)

Enski framherjinn Mason Greenwood (22) hjá Manchester United vill helst fara til Marseille en hann hefur einnig verið orðaður við Juventus, Lazio, Napoli, Valencia og Benfica. (Athletic)

Aston Villa hafnaði tilboði Tottenham í enska miðjumanninn Jacob Ramsey (23). Tilboðið innihélt að argentínski miðjumaðurinn Giovani lo Celso (28) færi í gagnstæða átt. (Times)

Napoli hefur engin áform um að selja Khvicha Kvaratskhelia (23) kantmann Georgíu í sumar. Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, er með áform um að bjóða leikmanninum nýjan samning eftir EM. (Fabrizio Romano)

Newcastle hefur fengið þau skilaboð frá AC Milan að um 40 milljónir punda tilboð þurfi til að fá enska varnarmanninn Fikayo Tomori (26). (Calciomercato)

Romelu Lukaku (31), framherji Chelsea, er tilbúinn að hefja viðræður við AC Milan og Napoli en þessi belgíski framherjinn kostar um 25 milljónir punda. (La Gazetta dello Sport)

Belgíski miðjumaðurinn Albert Sambi Lokonga (24) hjá Arsenal hefur gert munnlegt samkomulag við Sevilla um að ganga til liðs við spænska félagið á láni. (Penalty)

Arsenal ætlar að innsigla samning við Joan Garcia (23) frá Espanyol sem mun sjá til þess að spænski markvörðurinn verður fyrsti leikmaðurinn sem félagið kaupir í sumar. (Mirror)

Tottenham og West Ham hafa blandað sér í kapphlaupið um að fá enska kantmanninn Jaden Philogene (22) frá Hull City. (Football Insider)

Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United, og Rene Hake, stjóri Go Ahead Eagles, eru báðir í viðræðum um að fara inn í þjálfarateymi Erik ten Hag á Old Trafford. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner