PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 1
0
Grindavík
Lengjudeild karla
Njarðvík
LL 2
5
Afturelding
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 2
1
Fram
ÍA
3
2
Valur
0-1 Jónatan Ingi Jónsson '14
Jón Gísli Eyland Gíslason '26 1-1
2-1 Bjarni Mark Antonsson '36 , sjálfsmark
2-2 Elfar Freyr Helgason '50
Steinar Þorsteinsson '90 3-2
28.06.2024  -  19:15
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Viktor Jónsson, ÍA
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('60)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson ('60)
7. Ármann Ingi Finnbogason
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Jón Gísli Eyland Gíslason ('38)
Dean Martin ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3 - 2 sigri ÍA. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
98. mín
ÍA fær aukaspyrnu og tíminn að renna út.
97. mín
ekkert kom úr aukaspyrnunni.
96. mín
Valur fær aukaspyrnu við vítateigshornið. Hendi. Síðasti séns fyrir þá til að fá eitthvað út úr þessum leik. Smá töf þar til það verður tekið þó vegna meiðsla á vellinum.
93. mín
Valur fær horn Valur fær horn, Frederik Schram ætlaði fram en hætti við. Marko Vardic lá meiddur en var rekinn af velli til að fá aðhlynningu. Ekkert kom út úr horninu annað en að Árni Marinó meiddi sig smá en stóð hratt upp.
91. mín
Sex mínútum bætt við!
90. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
Litla markið! Viktor Jónsson sendi boltann út úr teignum á Steinar sem tók bananabolta á fjær, geggjað skot og mark. Er ÍA að fara að vinna þetta?
89. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Brot í miðjuhringnum.
85. mín
Adam Ægir með fast skot, beint á Árna Marinó.
81. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Bjarni Mark Antonsson (Valur)
81. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
81. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
80. mín
Steinar Þorsteinsson í góðu færi í teignum eftir undirbúning Jóns Gísla, skaut á fjær en í varnarmann og þaðan í horn.
78. mín
Adam Ægir með skot vel yfir.
76. mín
Viktor í góðu skallafæri eftir undirbúning Marko Vardic en yfir markið.
74. mín
Patrick í dauðafæri eftir góðan undirbúning Adams Ægis en Árni Marinó varði frá honum.
70. mín
Leikurinn kominn í gang að nýju. Árni Marinó hættur að kveinka sér.
69. mín
Jón Þór nýtir tímann til að halda fund með framherjunum Hinrik Harðarsyni og Viktori Jónssyni. Lagðar línur fyrir lokasprettinn.
68. mín
Árni Marinó liggur meiddur á vellinum. Fær aðhlynningu.
67. mín
Valsmenn hafa verið mun betri það sem af er seinni hálfleiknum. Þeir eru að leita að sigurmarkinu en góðu færin vantar ennþá.
60. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Hlynur Sævar er að spila sinn fyrsta leik síðan hann meiddist gegn FH í apríl. Johannes Vall fer í miðvörð og Arnleifur í bakvörð.
60. mín
Viktor Jónsson með skalla beint á Frederik. Engin hætta.
56. mín Gult spjald: Dean Martin (ÍA)
Menn búnir að fá nóg af tuðinu í Dean Martin. Hann fær gult kort í verðlaun.
52. mín
Patrick með skalla framhjá marki skagamanna.
50. mín MARK!
Elfar Freyr Helgason (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Varamennirnir Varamennirnir sem komu inná í fyrri hálfleik hjá Val búa hér til jöfnunarmark. Adam Ægir með frábæran bolta inn í teiginn, Elfar Freyr kom á ferðinni og stýrði boltanum upp í hornið með hægri færi. 2 - 2. Árni Marinó átti bara að verja þetta.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar eru gerðar á liðunum í hálfleik. Nú er það ÍA sem sækir með miklum vindi.
45. mín
Þolir hópur Vals ekki álagsprófið? Það reynir heldur betur á Valshópinn í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson eru meiddir og Hólmar Örn Eyjólfsson í leikbanni. Ekki bætir úr skák að hafa misst Jónatan Inga Jónsson og Orra Sigurð Ómarsson af velli vegna meiðsla. Valsmenn litu vel út fram að því en hafa heldur betur gefið eftir og skagamenn tóku öll völd. Spurning hvort forföllin séu of mörg. Það eru tvær vikur í að Evrópubaráttan hefjist og þá fyrst byrjar leikjaálagið.
45. mín
Hálfleikur
+5 Helgi Mikael hefur flautað til loka fyrri hálfleiks. 2 - 1 fyrir ÍA gegn Val í fyrri hálfleik.
45. mín
+4 Valsmenn að sækja í sig veðrið undir lok fyrri hálfleiksins en það er eins og þeir skilji ekki að það er mikill meðvindur. Skot og sendingar fara út í buskann.
45. mín
45+2 Guðmundur Andri Tryggvason með skot vel yfir markið
45. mín
5 mínútur í viðbót Arnar Þór Stefánsson skiltadómari gefur til kynna fimm mínútna uppbótartíma.
43. mín
Þarna munaði engu að Viktor Jónsson skoraði fyrir ÍA en skalli hans í dauðafæri fór í þverslánna.
42. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Braut á Steinari Þorsteinssyni inni í miðjuhringnum. Steinar þarf aðhlynningu, þetta var greinilega sárt. Hann stóð þó fljótt upp aftur og er farinn að hlaupa.
38. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Hér vantar samræmi í dómgæslu. Jón Gísli stöðvaði mótherja en sama gerðist hinum megin á vellinum áðan og þá var ekkert spjald á Birki Má Sævarsson.
36. mín SJÁLFSMARK!
Bjarni Mark Antonsson (Valur)
Skaginn er kominn yfir! Óvænt var Viktor Jónsson sloppinn í gegn eftir að hafa unnið boltann af Jakobi Franz á miðlínunni. Hann ætlaði að senda en boltinn fór í Bjarna Mark og þaðan í markið. Sjálfsmark eftir bókinni!
29. mín
Sigurður Egill liggur meiddur á vellium. Held hann ætli nú að halda leik áfram. Jón Gísli fékk skilaboð frá Helga Mikael um að segja 'fyrirgefðu' við hann fyrir tæklinguna. Hann fór eftir fyrirmælum þess svartklædda.
29. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Þó Valur eigi þrjár skiptingar eftir núna má bara gera einu sinni skiptingu í viðbót því tveir af þremur skiptigluggunm er búnir. Það þarf að hugsa vel áður en þriðja skiptingin er tekin.
28. mín
Jónatan Ingi er meidddur og þarf aðhlynningu. Hann vill fá skiptingu og Adam Ægir gerir sig kláran. Önnur skipting Vals og ekki kominn hálftími.
27. mín
Patrick Pedersen með skot í teignum en rann þegar hann skaut og hátt yfir.
26. mín MARK!
Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Stoðsending: Marko Vardic
Marko Vardic lék á varnarmann og skaut að marki. Frederik varði frá honum út í teiginn þar sem Jón Gísli var fljótur að átta sig og skaut að marki. 1 - 1 allt í einu.
23. mín
Tryggvi Hrafn í fínu skotfæri en skaut vel framhjá markinu. Hann verður að stilla miðið betur ef hann ætlar að skora gegn gömlu félögunum.
21. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Orri hefur verið frábær í sumar og ljóst að það er missir af honum. Hann getur ekki haldið leik áfram í dag svo Elfar kemur inn í miðja vörnina.
20. mín
Geggjuð markvarsla! Viktor Jónsson í dauðafæri í teignum en Frederik Schram varði stórglæsilega frá honum.
19. mín
Elfar Freyr gerir sig kláran að koma inná hjá Val. Spurning hver er að fara af velli en Jónatan Ingi hefur haltrað.
14. mín MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Stoðsending: Jakob Franz Pálsson
Jakob Franz með frábæra sending innfyrir vörn ÍA þar sem Jónatan Ingi var á auðum sjó og kláraði færið. Helgi Mikael valdi að leyfa þessu marki að standa svo Valur er sannarlega komið með forystu í leiknum.
11. mín
Sigurður Egill með skot að marki eftir gott samspil Valsmanna en Árni varði boltann. Valsmenn keyra svolítið á að Jónatan Ingi stingi boltanum innfyrir á Tryggva Hrafn og það er að skapa hættu. Þetta færi kom upp úr slíku.
6. mín
Skrítin dómaraákvörðun Jónatan Ingi með skot að marki, skaut í Patrick Pedersen og þaðan endurkastaðist boltinn í markið. Helgi Mikael dæmdi mark en hætti svo við eftir samtal við aðstoðardómara. Þetta er hreinlega röng ákvörðun hjá Þórði Arnari aðstoðardómara því þetta var langt frá því að vera rangstaða.
5. mín
Valsmenn byrja leikinn betur, hafa verið að komast í fínar stöður í teignum án þess að komast í nein færi ennþá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. ÍA byrjar með boltann og sækir í átt að Sementsverksmiðjunni sálugu.
Fyrir leik
Nú er mínútu þögn til að minnast Péturs Sigurðssonar sem féll óvænt frá á dögunum. Aðstandendum er vottuð samúð.
Fyrir leik
Frægir á vellinum Það er fullt af frægu fólki á vellinum í dag. Ólafur Jóhannesson og Njáll Eiðsson eru saman með teppi og Haraldur Hróðmarsson sem er búinn að vinna þrjá leiki í röð sem þjálfari Grindavíkur.
Fyrir leik
Stutt í leik Liðin ganga nú út á völlinn og gera sig klár í leik. ÍA í gulum treyjum og svörtum buxum og sokkum. Valur í rauðum treyjum og sokkum og hvítum buxum. Valsliðið er enn án Arons Jóhannssonar og Gylfa Þór Sigurðssonar sem eru meiddir.
Fyrir leik
Veðrið á Akranesi Það er sól, alveg heiðskkýrt og 12 stiga hiti á Akranesi en stífur vindur sem stendur á markið sem er Akraneshallarmegin. Norðanátt sem er bara frekar köld.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Skagamenn gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli í seinasta leik. Frá þeim leik gera þeir tvær breytingar. Þeir Hlynur Sævar og Arnór Smárason koma inn í liðið fyrir þá Erik Tobias Sandberg og Guðfinn Þór Leósson.

Valsliðið fór vestur á firði í seinasta leik er þeir unnu 5-1 sigur á Vestra. Frá þeim sigurleik gerir Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, tvær breytingar. Bjarni Mark Antonsson og Jakob Franz Pálsson koma inn í liðið fyrir þá Hólmar Örn Eyjólfsson sem er í leikbannu og Adam Ægi Pálsson.

Byrjunarliðin má finna hér að neðan.

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f)

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Spámaðurinn Júlíus Mar Júlíusson leikmaður Fjölnis spáir í leiki 12. umferðar fyrir Fótbolta.net í dag. Hann býst við jafntefli á skaganum.

ÍA 2 - 2 Valur
Hörkuleikur þar sem tvö mjög góð lið mætast. Það verða rauð spjöld og læti í blíðskaparveðri á skaganum þar sem Hinrik Harðar fer hamförum, skorar eitt og leggur upp hitt, 2-0. En Valsarar ólseigir og svara fyrir með mörkum frá afmælisbrósa Adam Páls og Lúkasi Loga.

Fyrir leik
Valur vann fyrri leikinn Liðin mættust í 1. umferðinni og þá vann Valur 2 - 0 með mörkum frá Patrick Pedersen og Gylfa Þór Sigurðssyni.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hólmar Örn í leikbanni Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson verður ekki með Val í dag. Hann tekur út leikbann.

   26.06.2024 14:04
FH án Björns Daníels gegn Blikum - Hólmar í banni á Skaganum
Fyrir leik
Gengið til þessa Það má alveg búast við hörkuleik á Skaganum í dag en liðin hafa bæði átt mjög gott mót fyrri helmingin af hefðbundnu 22 umferðunum.

Heimamenn í ÍA eru í 4. sætinu eftir 11 leiki með 17 stig. Þeir hafa unnið fimm, gert tvö jafntefli og tapað fjórum. Sætið gæti gefið sæti í Evrópukeppni á næsta ári.

Gestirnir í Val eru í 3. sætinu með 25 stig en hafa leikið einum leik meira en ÍA, 12 leiki. Þeir hafa unnið 7 leiki, gert 4 jafntefli og tapað einum.
Fyrir leik
Dómarateymið KSÍ hefur gefið út dómarateymið sem mun sjá um dómgæsluna í dag. Helgi Mikael Jónasson skellir sér á skagann með nokkra aðstoðarmenn.

Dómari:
Helgi Mikael Jónasson

Aðstoðardómarar:
Þórður Arnar Árnason
Bergur Daði Ágústsson

Varadómari:
Arnar Þór Stefánsson

Eftirlitsmaður:
Hjalti Þór Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leikdagur á Akranesi Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Akranesi.

Hér mætast ÍA og Valur í Bestu-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á ELKEM vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('81)
6. Bjarni Mark Antonsson ('81)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('29)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('81)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('21)
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('81)
4. Elfar Freyr Helgason ('21)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('81)
17. Lúkas Logi Heimisson ('81)
24. Adam Ægir Pálsson ('29)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('42)
Patrick Pedersen ('89)

Rauð spjöld: