William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Valur
2
1
Breiðablik
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir '65 1-0
Jasmín Erla Ingadóttir '81 2-0
2-1 Karitas Tómasdóttir '92
16.08.2024  -  19:15
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Sólin skín, vindur hægur og hiti um 12 gráður. Völlurinn flottur að sjá.
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('67)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('87)
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
13. Nadía Atladóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('87)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('67)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Anna Rakel Pétursdóttir ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur er Mjólkurbikarmeistari kvenna 2024

Erfitt að segja annað en að sigur þeirra sé sanngjarn heilt yfir. Viðtöl og frekari umfjöllun væntanleg.
Sverrir Örn Einarsson
92. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Líflína Boltinn dettur niður í teignum eftir hornspyrnu Andreu frá hægri. Karitas fljótust að átta sig og hamrar boltann í netið.
Sverrir Örn Einarsson
91. mín
Anna Rakel tekur spyrnuna á teiginn sem Ragnheiður skallar í átt að markinu en Blikar bjarga á línu!
91. mín
1501 áhorfandi lagði leið sína á Laugardalsvöll í kvöld.

Uppbótartíminn er að lágmarki þrjár mínútur
Sverrir Örn Einarsson
90. mín
Valur að fá hornspyrnu!
89. mín
Barbára tekur skotið langt fyrir utan teiginn sem Fanney er í engum vandræðum með.
88. mín
Fáum við drama?! Það er allt eða ekkert fyrir Blika núna. Eitt mark og þetta er galopið!
87. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Fanndís verið stórkostleg í dag
85. mín
Valskonur fagna fyrra marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sverrir Örn Einarsson
85. mín
Birta Georgsdóttir reynir skotið af talsverðu færi boltinn yfir markið.
Sverrir Örn Einarsson
83. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
81. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Stoðsending: Kate Cousins
Skyndisókn upp á 10 og Valur að klára þetta
Blikaliðið búið að þrýsta liði sínu ofar á völlinn enda engu að tapa fyrir þær. Valskonur vinna boltann og bruna upp völlinn gegn fámennri vörn. Katie finnur Jasmín í stóru plássi úti til vinstri sem klárar af stakri prýði í fjær hornið framhjá Telmu.
Sverrir Örn Einarsson
79. mín Gult spjald: Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Sverrir Örn Einarsson
77. mín
Skelfileg hreinsun Kristín Dís ætlar að hreinsa boltann frá en þessi hreinsun var skelfileg og endar inni í hennar eigin teig. Fer beint á Fanndísi sem leggur boltann út á Berglindi Björg. Hennar skot fór hins vegar langt yfir.

Valskonur eiga að vera búnar að tvöfalda forystuna!
75. mín
Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem Elín Helena skallar frá og Blikar sækja!
74. mín
Valur að fá hornspyrnu! Seinast skoruðu þær, hvað gera þær núna?
71. mín
Áhugaverðar lokamínútur Það verður fróðlegt að sjá hvernig Blikar bregðast við þessu marki. Þær hafa verið hvorki fugl né fiskur í þessum síðari hálfleik. Valskonur algjörlega tekið yfir.
70. mín
Inn:Samantha Rose Smith (Breiðablik) Út:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
67. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
Markaskorarinn víkur fyrir Berglindi Björg.
Sverrir Örn Einarsson
65. mín MARK!
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
Stoðsending: Natasha Anasi
EFTIR KLAFS Í TEIGNUM! Valskonur taka forystuna!

Anna Rakel tekur hornspyrnuna sem Blikar skalla í burtu á Kate Cousins. Hún tekur skotið inni á teignum sem fer í varnarmann og þaðan út á Natöshu. Hún reynir þá líka skotið sem Guðrún Elísabet nær að stýra í netið.

Ekkert smá stórt mark en bara fyllilega verðskuldað!

65. mín
Valur að fá hornspyrnu!
63. mín
Og Valskonur vilja víti! Valskonur bruna svo upp í sókn og vilja vítaspyrnu. Guðrún fær sendingu í gegnum vörn Blika og er tekin niður af Elínu Helgu en Arnara segir nei. Ég er ekki viss!
62. mín
Ótrúlegar senur!! Birta Georgs með skot eftir klafs í teignum sem Anna Rakel bjargar á línu!

60. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu! Birta Georgs sækir hana eftir baráttu við Hailey.
54. mín
Áfram ógna Valskonur Hailey fær krefjandi sendingu í gegnum vörn Blika og inn á teiginn sem hún gerir vel í að halda inn á. Hún nær að teygja sig í boltann og kemur honum á Jasmín sem á alls ekki nógu gott skot. skotin í þessum leik hafa ekki verið upp á marga fiska.
54. mín
Eitt lið á vellinum Leikurinn hefur einungis spilast á vallarhelming Blika í þessum seinni hálfleik. Aðeins eitt lið mætt til leiks. Yfirburðir.
50. mín
Fanndís allt í öllu Fanndís fer illa með Hrafnhildi og kemur með sendingu þvert fyrir markið en þangað er engin mætt. Þetta er í annað sinn á þessum upphafsmínútum í seinni hálfleik sem þetta gersti.
48. mín
Kristín er mætt aftur til leiks.
48. mín
Leikurinn stopp Kristín Dís fær boltann í hausinn af stuttu færi og þarf aðhlynningu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn Valskonur koma okkur aftur í gang og sækja í átt að Suðurlandsbrautinni.

Breiðablik sækir í átt að Laugardalslauginni.
45. mín
Myndaveisla frá Hauki Gunnarsyni úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik Ekkert mjög sérstakur hálfleikur en bæði lið hafa átt sínar rispur og sín færi.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
Annað horn! Mikill barningur inni á teignum sem endar með skoti Ástu í varnarmann og aftur fyrir.
45. mín
Breiðablik að fá horn! Seinasti sénsinn fyrir hálfleik?
45. mín
Fanney heppin! Horn sem er tekið stutt á Elínu, hún kemur með bolta inn á teiginn sem er skallaður frá. Síðan fær Hrafnhildur boltann og kemur með sendingu inn á teiginn sem Fanney nær að setja fingurgómana í. Barbára er mætt á fjærstöngina og er við það að refsa þegar hún á vonlaust skot yfir.

Fanney heppin þarna!
45. mín
Uppbótartími er að lágmarki ein mínúta.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu! Barbára keyrir af stað en Ragnheiður stoppar hana með góðri tæklingu sem endar í horni.
43. mín
Snögg sókn Vals.
Færa boltann hratt upp völlinn. Boltinn á Fanndísi fyrir utan teiginn ögn til hægri en skot hennar talsvert yfir markið.
Sverrir Örn Einarsson
Já tíminn líður hratt á gervihnattaöld
Sverrir Örn Einarsson
39. mín
Markalaust í hálfleik? Þetta hefur alls ekki verið besti fótboltaleikur sumarsins en ef það hefur eitthvað lið verið líklegt að skora að þá er það Valur þótt að Blikar fengu besta færi leiksins áðan.
36. mín
Blikar verjast horninu vel en sóknarpressa Vals heldur áfram.
35. mín
Þvílík varsla! Hailey leggur boltann út á Fanndísi sem kemur með glæsilegan bolta inn á teiginn. Þar er Jasmín mætt og nær góðu skoti á markið af stuttu færi sem Telma ver í horn!

Þetta er að opnast!
33. mín
DAUÐAFÆRI! Birta kemur með frábæran bolta í gegn á Andreu Rut sem er komin ein á móti Fanney. Mér sýndist fyrsta móttakan svíkja hana aðeins og skotið fer í hliðarnetið.

Lang besta færi leiksins!

32. mín
Andrea Rut tekur nú spyrnuna beint inn á teiginn. Boltinn er skallaður frá og fer beint á Elínu Helgu sem skýtur langt yfir markið.
32. mín
Breiðablik að fá aðra horn spyrnu! Hrafnhildur með sendingu inn á teiginn sem Hailey kemst fyrir.
31. mín
Andrea Rut tekur spyrnuna sem Natasha skallar frá.

Sókn Blika heldur áfram.
31. mín
Breiðablik að fá horn! Birta Georgs með fyrirgjöf sem fer í Önnu Rakel og aftur fyrir.
29. mín
Barbára með sendingu inn á teiginn sem Natasha ætlar að hreinsa frá en hittir ekki boltann. Boltinn lendir á Karítas sem nær skotinu sem fer hátt yfir.

Afar klaufalegt hjá Natöshu en þetta hefði getað kostað!
24. mín
Valur betri Ef það er eitthvað lið líklegara að taka forystuna þá er það Valur. Eiga samt eitthvað erfitt með að tengja saman sendingar en leikurinn hefur verið afar lokaður.
19. mín
Valskonur halda áfram að ógna Fanndís keyrir upp hægri vænginn og kemur með bolta fyrir markið sem er ætlaður Ragnheiði á fjærstönginni en Telma gerir vel og kemst í boltann.

Valskonur betri þessa stundina.
18. mín
Smá klafs! Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem Katrín Ásbjörns skallar frá en beint á Kate Cousins. Hún fær þá boltann við vítateigslínuna ein og óvölduð og tekur skotið sem var ekki nógu gott og endar í markspyrnu!
17. mín
Valur að fá hornspyrnu! Þeirra fyrsta í leiknum.
15. mín
Misskilningur í vítateig Vals! Birta Georgs fer illa með Natöshu og kemur með sendingu inn á teiginn sem er ætluð Katrínu. Fanney er við það að handsama boltann þegar að Lillý skallar boltann upp í loftið áður en Fanney bjargar henni og handsamar boltann að lokum. Katrín var ekki langt frá því að vera á undan henni í boltann.

Það munaði litlu þarna að Katrín hefði komist í boltann og náð að refsa Lillý og Fanney.
12. mín
Fanney í engum vandræðum Eitthvað beint af æfingarsvæðinu. Tekið stutt og Elín Helena fær boltann fyrir utan vítateig Blika. Hún ætlar að koma með boltann inn á teiginn en þangað var engin mætt og Fanney í engu veseni.
12. mín
Blikar að fá hornspyrnu! Fyrsta horn leiksins. Birta Georgs ætlar að gefa boltann inn á teiginn en á viðkomu í varnarmanni og fer aftur fyrir.
11. mín
Munaði litlu! Jasmín fær boltann í gegn og er komin í vænlega stöðu. Hún ætlar að renna boltanum fyrir markið og í gegn á Guðrúnu sem náði ekki alveg að teygja sig í boltann.

Munaði litlu þarna að Valskonur hefðu fengið fyrsta alvöru færi leiksins!
8. mín
Hilmar Jökull Bliki númer eitt er að sjálfsögðu mættur í stúkuna og syngur hærra en allir aðrir. Það er reyndar ekkert skrýtið enda er hann með gjallarhorn sér til aðstoðar.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sverrir Örn Einarsson
6. mín
Jasmín Erla fer illa með Andreu Rut inni á teig Blika og er komin í kjörstöðu. Sendingin hennar fyrir markið var hins vegar slök og sóknin rennur í sandinn.
3. mín
Leikurinn fer afar rólega af stað. Blikar meira og minna með boltann þessar upphafsmínútur og pressa Valskonur hátt upp völlinn.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann Valskonur leika í rauðum treyjum, hvítum stuttbuxum og rauðum sokkum.

Blikakonur leika í hvítum treyjum, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum.

Góða skemmtun!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson



Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Fyrir leik
Ó guðs vors land! Alltaf sama gæsahúðin þegar þessi fallegi þjóðsöngur ómar í tækjunum hérna á Laugardalsvelli.

Þetta er að byrja!
Fyrir leik
Heiðursgestir leiksins Valur

Bára Bjarnadóttir

Heiðursgestur Vals, Bára Bjarnadóttir, tengdist kvennafótboltanum í Val á árinu 1995, og hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá í næstum þrjá áratugi við hin ýmsu tilfallandi störf. Bára hefur starfað í foredraráðum yngri flokka stelpna en tvær dætur hennar æfðu og spiluðu fótbolta með Val. Þá átti hún um tíma sæti í Barna- og unglingaráði Vals sem bar ábyrgð á rekstri yngri flokka félagsins og síðar í kvennaráði sem starfar fyrir meistarflokk kvenna í umboði stjórnar knattspyrnudeildar. Þar sinnir Bára fjölbreyttu starfi, gefur stelpunum að borða af og til og passar börn leikmanna þegar þess þarf. Öflugir sjálfboðaliðar eins og Bara Bjarnadóttir gera starfið í kringum kvennaboltan auðveldara.

Breiðablik

Kristjana Ólafsdóttir og Sigurður Steinþósson

Eigendur Gull og Silfurs, hjónin Sigurður G. Steinþórsson og Kristjana J. Ólafsdóttir eru partur af frumkvöðlum í kvennaknattspyrnu á Íslandi enda tóku þau, ásamt fleirum Blikum, þátt í uppbyggingu á stærsta knattspyrnumóti ungra stelpna á Íslandi. Gull og Silfur mótið (síðar Símamótið) var styrkt af hjónunum sextán fyrstu árin sem mótið var haldið. Þetta mót hefur vaxið og dafnað í 40 ár og hefur gríðarlegt mikilvægi í lífi ungra knattspyrnustelpna. Flestar landsliðskonur Íslands hafa tekið sín fyrstu skref í knattspyrnu á þessu móti og nokkuð víst að margar af þeim sem taka þátt í leiknum í dag stigu sín fyrstu skref á mótinu.

Við erum gríðarlega stolt af þessu móti og teljum að Gull- og silfurmótið hafi lagt grunninn að þeim árangri sem bæði Breiðablik og knattspyrna kvenna á Íslandi hefur náð á síðustu fjórum áratugum. Gull- og silfurmótið og síðar Símamótið er eitt stærsta kvennamótið á Íslandi.
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á! Þá ganga liðin til vallar og klappa í átt að stuðningsmönnunum.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Áhorfendamet ólíklegt
Veður í Laugardal er með besta móti og fátt því til fyrirstöðu fyrir fólk að flykkjast á völlinn. Miðasala hefur þó verið heldur dræm og höfðu aðeins um 1300 miðar verið seldir í dag. Það er vonandi að vel hafi bæst í á síðustu klukkustundum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Stærsta spurningin fyrir leik kvöldsins var hvort að Ásta Eir myndi byrja fyrir Breiðablik en hún byrjar í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir alls eina breytingu á Blikaliðinu frá 4-2 sigrinum á Þór/KA á dögunum. Ásta kemur inn í liðið fyrir hana Jakobínu Hjörvarsdóttir.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Stjörnunni fyrir viku síðan. Berglind Rós Ágústdóttir og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir koma inn í liðið en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir þurfa að víkja.
Fyrir leik
Þriðja liðið Dómarateymið sem fær það verðuga verkefni að dæma þennan bikarúrslitaleik er eftirfarandi:

Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Þórður Arnar Árnason
Fjórði dómari: Twana Khalid Ahmed
Eftirlitsmenn KSÍ: Bryndís Sigurðardóttir og Jón Magnús Guðjónsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sterkur hópur álitsgjafa spáir í spilin Úrslitin í Mjólkurbikar kvenna ráðast í kvöld þegar tvö bestu lið landsins eigast við. Breiðablik og Valur mætast á Laugardalsvelli og verður flautað til leiks klukkan 19:15.

Við á Fótbolta.net fengum nokkra álitsgjafa til að rýna í leikinn en það er alveg klárt mál að það má eiga von á hörkuleik. Spá Elízu Gigju Ómarsdóttir leikmanns Aftureldingar birtist hér en sjá má hvað allir álitsgjafar sögðu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Elíza Gígja Ómarsdóttir (2-1 fyrir Breiðablik)

Það er ekki hægt að segja annað en að við séum að fá draumaúrslitaleik. Tvö bestu lið landsins að mætast, bæði búin að vinna einn innbyrðis leik í sumar og ALLT undir. Hver sá sem fylgist eitthvað með veit að Blikarnir eru vel særðir eftir vonda frammistöðu í þessum leik í fyrra og þær mæta staðráðnar í að bæta upp fyrir það. Þessi tvö lið spiluðu til úrslita fyrir tveimur árum síðan og þar höfðu Valsarar betur þannig að Blikar ætla sér örugglega að bæta upp fyrir það líka, mikið til að bæta upp fyrir hjá þeim grænklæddu. Valsararnir eru svo auðvitað ekki ánægðir með að hafa ekki spilað þennan leik í fyrra þar sem að allir á Hlíðarenda eru óðir í málm og gera ráð fyrir að spila þessa leiki.

Blikarnir eru Bikarlið og hafa verið tíðir gestir í úrslitum síðustu ár og voru með nokkuð gott record þangað til þær mættu Val 2022 en Valsarar, ótrúlegt en satt, hafa ekki verið neitt sérstaklega duglegar að komast í úrslit nýlega.

Ég held að þetta verði hörkuleikur, endanna á milli og ræðst á einstaklingsgæðum öðrum hvoru megin. Ætli Birta Georgs setji ekki eitt, hún elskar að skora á Laugardalsvelli, svo setur minn uppáhalds leikmaður, Katie Cousins eitt af harðfylgi. Svo er spurning hver setur sigurmarkið… það verður einhver í grænni treyju allavega. Lokatölur 2-1 fyrir Breiðablik og þær geta loksins sofið rótt eftir heilt ár af rauðum og svörtum martröðum.

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Líkleg byrjunarlið
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Ásta Eir vonast eftir því að ná að spila „Já, leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og spennandi leikur," segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

   15.08.2024 15:30
Ásta Eir um stöðuna á sér: Þetta er 50/50 og við sjáum til


Ásta hefur misst af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum Breiðabliks vegna meiðsla. Hún missti af síðasta leik gegn Þór/KA og er tæp fyrir þennan leik.

„Staðan er fín en þetta verður bara að koma í ljós. Ég er búinn að missa af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum. Það eru einhver bikarálög yfir mér. Nei, þetta er 50/50 og við sjáum til. Ég vona bara það besta," sagði Ásta en Blikaliðið er á góðum stað þessa stundina eftir sterkan sigur gegn Þór/KA í síðasta leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Pétur Péturs er spenntur „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að komast í bikarúrslitaleikinn og á Laugardalsvöll. Það er mikill heiður," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net á miðvikudaginn síðastliðinn.

   15.08.2024 15:00
Pétur Péturs: Ég veit það ekki, ég þarf að hugsa það


„Þetta eru tvö bestu liðin og það er ágætt að hafa tvö bestu liðin í bikarúrslitaleik."

Þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar og hafa það verið hörkuleikir; Breiðablik vann fyrri leikinn og Valur vann seinni leikinn sem var um daginn.

„Maður veit aldrei hvernig leikir Valur - Breiðablik er. Þeir geta verið alls konar. Ég get ekki sagt þér hvernig leikurinn verður á föstudaginn."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Leið Vals í úrslit Það var Reykjavíkur slagur á N1 vellinum að Hlíðarenda í 16 liða úrslitum þegar Valur fékk Lengjudeildarlið Fram í heimsókn. Gestirnir úr Úlfarsárdal héldu marki sínu hreinu fyrsta korterið en eftir að Katie Cousins gerði fyrsta mark leiksins setti lið Vals í fluggírinn. Fjögur mörk til viðbótar fylgdu fram að hálfleik og fór svo að lokum að Valur vann 8-0 stórsigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Í 8 liða úrslitum var komið að Lengjudeildarliði Grindavíkur að taka á móti Val á Stakkavíkurvelli í Safamýri. Valskonur líkt og gegn Fram léku þar við hvern sinn fingur og unnu 6-0 sigur.

Í undanúrslitum var það svo lið Þróttar sem kom í heimsókn að Hlíðarenda. Leikurinn byrjaði vel fyrir Val en Sæunn Björnsdóttir leikmaður Þróttar varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net strax á sjöundu mínútu. Jasmín Erla Ingadóttir tvöfaldaði forystu Vals í uppbótartíma fyrri hálfleiks og það var svo á 80.mínútu sem María Eva Eyjólfsdóttir annar leikmaður Þróttar varð líka fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Lokatölur 3-0 sigur Vals og sæti í úrslitum tryggt.

   29.06.2024 16:25
Tvö sjálfsmörk og Valur í bikarúrslit
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Leið Breiðabliks í úrslit
Breiðablik hóf leik í 16 liða úrslitum keppninnar líkt og önnur lið úr Bestu deildinni. Þar mætti liðið Stjörnuni í hreint út sagt frábærum fótboltaleik á Samsungvellinum í Garðabæ. Lokatölur urðu 4-3 Breiðablik í vil í leik sem einna helst verður minnst fyrir skelfileg dómaramistök Bríetar Bragadóttur sem hreinlega gaf liði Breiðabliks vítaspyrnu sem Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmarkið úr í framlengingu.

   19.05.2024 23:55
Sorglegur endir á frábærum fótboltaleik


Í 8 liða úrslitum fékk Breiðablik lið Keflavíkur í heimsókn á Kópavogsvöll. Fyrirfram var búist við nokkuð þægilegum sigri Breiðabliks enda varð það raunin. Þrjú mörk á fyrstu sautján mínútum leiksins settu tóninn fyrir leikinn. Keflavíkurliðið reyndi þó að berjast á móti ofurefli Breiðabliks í leiknum og fór svo að lokum að Breiðablik bar 5-2 sigur úr býtum og sæti í undanúrslitum.

   11.06.2024 22:56
Rothögg eftir 17 mínútur


Í undanúrslitum lögðu Blikar land undir fót og skelltu sér norður til Akueyrar í heimsókn til liðs Þór/KA. Eftir markalausar 90 mínútur var það Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sem gerði fyrsta mark leiksins á 99.mínútu og kom Breiðablik í 1-0. Sandra María Jessen jafnaði fyrir heimakonur fyrir hálfleik framlengingar en á 113. mínútu var það varamaðurinn Írena Héðinsdóttir Gonzalez sem kom boltanum í netið beint úr hornspyrnu fyrir Breiðablik og tryggði þeim þar með 2-1 sigur og farseðil á Laugardalsvöllinn í úrslitaleikinn sem framundan er.

   29.06.2024 00:08
Þurfti slæm mistök til að skera úr um sigurvegara

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Stóra stundin runnin upp. Bikarúrslitaleikur framundan.
Það er loksins komið að því. 31 leikur hefur verið leikinn í Mjólkurbikarnum þetta árið og eftir standa tvö lið. Draumaúrslitaleikurinn sem svo margir vonuðust eftir varð að veruleika. Bestu lið landsins Breiðablik og Valur mætast hér á Laugardalsvelli og munu leika til þrautar um það hvort liðið hampar Mjólkurbikarnum í lok leiks.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Birta Georgsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('70)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir ('83)
27. Barbára Sól Gísladóttir

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
5. Samantha Rose Smith ('70)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('83)
33. Margrét Lea Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: