Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fim 15. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásta Eir um stöðuna á sér: Þetta er 50/50 og við sjáum til
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og spennandi leikur," segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru bestu lið landsins í dag. Ég held að þetta geti ekki klikkað," segir Ásta en þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í sumar og skipt með sér sigrunum. Valur er á toppi Bestu deildarinnar með einu stigi meira en Breiðablik.

„Ég myndi ekki segja að það væri mikill munur á liðunum. Bæði lið eru með sína kosti og galla kannski, og það eru mikil gæði innanborðs í báðum liðum. Þetta eru tvö lið sem eru mjög hungruð og vilja vinna."

Ásta hefur misst af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum Breiðabliks vegna meiðsla. Hún missti af síðasta leik gegn Þór/KA og er tæp fyrir þennan leik.

„Staðan er fín en þetta verður bara að koma í ljós. Ég er búinn að missa af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum. Það eru einhver bikarálög yfir mér. Nei, þetta er 50/50 og við sjáum til. Ég vona bara það besta," sagði Ásta en Blikaliðið er á góðum stað þessa stundina eftir sterkan sigur gegn Þór/KA í síðasta leik.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir