Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 15. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásta Eir um stöðuna á sér: Þetta er 50/50 og við sjáum til
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og spennandi leikur," segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru bestu lið landsins í dag. Ég held að þetta geti ekki klikkað," segir Ásta en þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í sumar og skipt með sér sigrunum. Valur er á toppi Bestu deildarinnar með einu stigi meira en Breiðablik.

„Ég myndi ekki segja að það væri mikill munur á liðunum. Bæði lið eru með sína kosti og galla kannski, og það eru mikil gæði innanborðs í báðum liðum. Þetta eru tvö lið sem eru mjög hungruð og vilja vinna."

Ásta hefur misst af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum Breiðabliks vegna meiðsla. Hún missti af síðasta leik gegn Þór/KA og er tæp fyrir þennan leik.

„Staðan er fín en þetta verður bara að koma í ljós. Ég er búinn að missa af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum. Það eru einhver bikarálög yfir mér. Nei, þetta er 50/50 og við sjáum til. Ég vona bara það besta," sagði Ásta en Blikaliðið er á góðum stað þessa stundina eftir sterkan sigur gegn Þór/KA í síðasta leik.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir