Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 15. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásta Eir um stöðuna á sér: Þetta er 50/50 og við sjáum til
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og spennandi leikur," segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru bestu lið landsins í dag. Ég held að þetta geti ekki klikkað," segir Ásta en þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í sumar og skipt með sér sigrunum. Valur er á toppi Bestu deildarinnar með einu stigi meira en Breiðablik.

„Ég myndi ekki segja að það væri mikill munur á liðunum. Bæði lið eru með sína kosti og galla kannski, og það eru mikil gæði innanborðs í báðum liðum. Þetta eru tvö lið sem eru mjög hungruð og vilja vinna."

Ásta hefur misst af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum Breiðabliks vegna meiðsla. Hún missti af síðasta leik gegn Þór/KA og er tæp fyrir þennan leik.

„Staðan er fín en þetta verður bara að koma í ljós. Ég er búinn að missa af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum. Það eru einhver bikarálög yfir mér. Nei, þetta er 50/50 og við sjáum til. Ég vona bara það besta," sagði Ásta en Blikaliðið er á góðum stað þessa stundina eftir sterkan sigur gegn Þór/KA í síðasta leik.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner