Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   fim 15. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásta Eir um stöðuna á sér: Þetta er 50/50 og við sjáum til
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og spennandi leikur," segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru bestu lið landsins í dag. Ég held að þetta geti ekki klikkað," segir Ásta en þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í sumar og skipt með sér sigrunum. Valur er á toppi Bestu deildarinnar með einu stigi meira en Breiðablik.

„Ég myndi ekki segja að það væri mikill munur á liðunum. Bæði lið eru með sína kosti og galla kannski, og það eru mikil gæði innanborðs í báðum liðum. Þetta eru tvö lið sem eru mjög hungruð og vilja vinna."

Ásta hefur misst af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum Breiðabliks vegna meiðsla. Hún missti af síðasta leik gegn Þór/KA og er tæp fyrir þennan leik.

„Staðan er fín en þetta verður bara að koma í ljós. Ég er búinn að missa af síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum. Það eru einhver bikarálög yfir mér. Nei, þetta er 50/50 og við sjáum til. Ég vona bara það besta," sagði Ásta en Blikaliðið er á góðum stað þessa stundina eftir sterkan sigur gegn Þór/KA í síðasta leik.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner