Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
banner
   fim 15. ágúst 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur Péturs: Ég veit það ekki, ég þarf að hugsa það
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að komast í bikarúrslitaleikinn og á Laugardalsvöll. Það er mikill heiður," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru tvö bestu liðin og það er ágætt að hafa tvö bestu liðin í bikarúrslitaleik."

Þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar og hafa það verið hörkuleikir; Breiðablik vann fyrri leikinn og Valur vann seinni leikinn sem var um daginn.

„Maður veit aldrei hvernig leikir Valur - Breiðablik er. Þeir geta verið alls konar. Ég get ekki sagt þér hvernig leikurinn verður á föstudaginn (á morgun)."

Ætlarðu ekki bara að leggja þetta svipað upp og síðast?

„Ég veit það ekki, ég þarf að hugsa það," sagði Pétur og vildi ekkert gefa meira upp. „Bæði Breiðablik og Valur vilja vinna bikarinn. Það er markmiðið hjá okkur og auðvitað stefnum við á það."
Athugasemdir
banner
banner
banner