„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að komast í bikarúrslitaleikinn og á Laugardalsvöll. Það er mikill heiður," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í gær.
Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.
Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.
„Þetta eru tvö bestu liðin og það er ágætt að hafa tvö bestu liðin í bikarúrslitaleik."
Þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar og hafa það verið hörkuleikir; Breiðablik vann fyrri leikinn og Valur vann seinni leikinn sem var um daginn.
„Maður veit aldrei hvernig leikir Valur - Breiðablik er. Þeir geta verið alls konar. Ég get ekki sagt þér hvernig leikurinn verður á föstudaginn (á morgun)."
Ætlarðu ekki bara að leggja þetta svipað upp og síðast?
„Ég veit það ekki, ég þarf að hugsa það," sagði Pétur og vildi ekkert gefa meira upp. „Bæði Breiðablik og Valur vilja vinna bikarinn. Það er markmiðið hjá okkur og auðvitað stefnum við á það."
Athugasemdir