Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fim 15. ágúst 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur Péturs: Ég veit það ekki, ég þarf að hugsa það
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að komast í bikarúrslitaleikinn og á Laugardalsvöll. Það er mikill heiður," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru tvö bestu liðin og það er ágætt að hafa tvö bestu liðin í bikarúrslitaleik."

Þessi tvö lið hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar og hafa það verið hörkuleikir; Breiðablik vann fyrri leikinn og Valur vann seinni leikinn sem var um daginn.

„Maður veit aldrei hvernig leikir Valur - Breiðablik er. Þeir geta verið alls konar. Ég get ekki sagt þér hvernig leikurinn verður á föstudaginn (á morgun)."

Ætlarðu ekki bara að leggja þetta svipað upp og síðast?

„Ég veit það ekki, ég þarf að hugsa það," sagði Pétur og vildi ekkert gefa meira upp. „Bæði Breiðablik og Valur vilja vinna bikarinn. Það er markmiðið hjá okkur og auðvitað stefnum við á það."
Athugasemdir