Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
KR
7
0
HK
Jóhannes Kristinn Bjarnason '6 1-0
Þorsteinn Aron Antonsson '28
Benoný Breki Andrésson '30 , víti 2-0
Benoný Breki Andrésson '32 3-0
Benoný Breki Andrésson '51 4-0
Benoný Breki Andrésson '67 5-0
Benoný Breki Andrésson '90 6-0
Alex Þór Hauksson '93 7-0
26.10.2024  -  14:00
AVIS völlurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 707
Maður leiksins: Benoný Breki Andrésson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Ástbjörn Þórðarson ('46)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('73)
17. Luke Rae
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
20. Björgvin Brimi Andrésson
26. Alexander Rafn Pálmason ('73)
30. Rúrik Gunnarsson ('46)
45. Hrafn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK fallnir - Benóný sló markametið KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og settu upp sýningu þar sem Benóný Breki fór með aðalhlutverkið.

HK sáu aldrei til sólar í þessum leik. HK-ingar leika í Lengjudeildinni árið 2025.
93. mín MARK!
Alex Þór Hauksson (KR)
ÞEIR HÆTTA EKKI! Boltinn dettur fyrir Alex í teignum sem skorar af stuttu færi.

HK-ingar alveg hættir.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Alexander Rafn Pálmason
FIMM MÖRK, TAKK FYRIR Alexander með góða fyrirgjöf á Benóný sem stýrir boltanum í markið. Maðurinn hættir ekki að skora.

Benóný að skora sitt 21. deildarmark
87. mín
Atli Hrafn með skalla rétt framhjá marki KR-inga.
81. mín
KR-ingar í góðri stöðu, boltinn kemur út í teiginn á Benóný en Jói Bjarna stelur skotinu af honum, kómískt.

Benóný ekki sáttur með liðsfélagann þarna.
81. mín
Benóný í góðu færi sem Petersen ver vel.
79. mín
Jói Bjarna með skot af löngu færi sem Petersen ver örugglega.
78. mín Gult spjald: Tareq Shihab (HK)
Tareq tekur Benóný niður og fer í bókina góðu.
76. mín
Fylkir að vinna Vestra Ansi súrt fyrir HK-inga.
73. mín
Inn:Alexander Rafn Pálmason (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Heiðursskipting Theódór Elmar búinn að leika sinn síðasta leik. Stuðningsmenn KR klappa vel fyrir Emma.

Inná kemur Alexander Rafn sem er fæddur árið 2010. Ekki nema 23 ár á milli þeirra.
72. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Theodór Elmar keyrir í George Nunn og fær réttilega að líta gula spjaldið.
67. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Jóhannes Kristinn Bjarnason
MARKAMETIÐ SLEGIÐ! Jói rennir boltanum í gegn á Benóný sem klárar vel og bætir markametið fræga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

64. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (HK) Út:Atli Þór Jónasson (HK)
63. mín
Jói Bjarna með skot sem Christoffer ver örugglega.
62. mín
KR-ingar sækja og sækja.
60. mín
Rúrik Gunnarsson með fyrirgjöf en endar sem fínasta marktilraun, boltinn svífur rétt framhjá marki HK-inga.
58. mín
Hvernig skora þeir ekki Luke Rae með skot sem Shihab ver á línu, svo fer Jói Bjarna í skotið en aftur verja HK-ingar á línu.
57. mín
Fylkir jafnar metin fyrir vestan Gerir þetta enn súrara fyrir HK-inga.
54. mín
Benóný í færi, en Shihab kemur sér fyrir skotið. Hann ætlar sér að bæta markametið, það er greinilegt.
51. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
Benóný jafnar markametið! Sturluð utanfótar stoðsending hjá Aroni beint á Benóný sem stýrir boltanum í netið.

Nægur tími til stefnu fyrir Benóný að bæta markametið.

Þetta gæti endað í stórslysi hjá HK.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
46. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (KR) Út:Ástbjörn Þórðarson (KR)
46. mín
Inn:George Nunn (HK) Út:Birnir Breki Burknason (HK)
46. mín
Inn:Tareq Shihab (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
45. mín
Hálfleikur
HK svo gott sem fallnir +4

Ívar Orri flautar til hálfleiks. Ekkert annað en fall sem bíður eftir HK-ingum. KR-ingar búnir að vera frábærir og eru að valta yfir tíu HK-inga.
45. mín
Mark dæmt af KR-ingum Petersen slær boltann í Aron Þórð og þaðan fer boltinn í netið. KR-ingar fagna en svo flautar Ívar Orri og dæmir á hendi. Boltinn fer af hendi Arons og í netið, réttur dómur.
45. mín
+3

Aron Sig með skot yfir mark HK.

45. mín
Fjórum mínútum bætt við
37. mín
Inn:Kristján Snær Frostason (HK) Út:Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK)
32. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
Benóný sjóðheitur Aron laumar boltanum á Benóný sem klárar vel við vítateig.

18. markið hjá Benóný í deildinni, jafnar Viktor Jónsson að mörkum.
31. mín Gult spjald: Atli Þór Jónasson (HK)
30. mín Mark úr víti!
Benoný Breki Andrésson (KR)
17. mark Benónýs Skorar af miklu öryggi. Sendir Christoffer Petersen í rangt horn.

Þetta fer langleiðina með að fella HK-inga.
28. mín Rautt spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
VÍTI OG RAUTT Þorsteinn Aron reynir við tæklingu á Benóný í teignum og Ívar bendir á punktinn.

Eftir að hafa séð þetta í endursýningu sé ég enga snertingu. Kolröng ákvörðun, er Ívar Orri endanlega að fella HK-inga?

Frábærlega leikið hjá Benóný engu að síður.
25. mín Gult spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
Þorsteinn tekur Benóný Breka niður og fær gult spjald að launum.
25. mín
KR-ingar mun hættulegri Luke Rae með skot rétt yfir mark gestanna.
24. mín
Aron Sig í góðu færi Luke Rae gefur boltan fyrir á Aron Sig sem er við markteig. Aron hittir boltann illa og Petersen handsamar boltann að lokum.
22. mín
Vestri komnir yfir Útlitið er svart fyrir HK-inga.
20. mín
Frábær varsla Jói Bjarna með skot sem fer af Ívari Erni en Christoffer Petersen er fljótur til og ver frábærlega.
19. mín
Taktar í gamla manninum Theodór Elmar með geggjaða snertingu og stendur svo af sér tæklingu frá Birki Val. Sókn KR endar á of hárri fyrirgjöf frá Luke Rae.

Ennþá töfrar í skóm Elmars. Hann leggur skóna á hilluna eftir þennan leik.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
17. mín
Skemmtileg tilraun Aron tekur hornið, kemur boltanum á fjær þar sem Jóhannes Kristinn tekur viðstöðulaust skot á lofti. Boltinn fer yfir mark HK, lítil hætta.
17. mín
Aron Sig með skot í varnarmann og boltinn í KR horn.
11. mín
KR í góðu færi Aron Sig með sturlaða sendingu í gegn á Benóný Breka sem setur boltann framhjá úr góðri stöðu.
6. mín MARK!
Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Jói K. Bjarna takk fyrir pent KR-ingar æða upp í skyndisókn, Jóhannes tekur sprettinn og keyrir upp allan völlinn áður en hann setur boltann snyrtilega í hornið, frábær sprettur.

Eins og staðan er núna er HK að falla.
5. mín
HK fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu. Birnir Breki liggur niðri og þarfnast aðhlynningar.
2. mín
Benóný í góðu færi! Sleppur í gegn og tekur skotið sem Christoffer ver vel. Benóný eflaust svekktur með að hafa ekki nýtt færið betur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Benóný Breki efnilegastur - Theódór Elmar leggur skóna á hilluna Benóný Breki er valinn efnilegasti leikmaður Bestu-deildar karla og fær hann því Flugleiðahornið fræga.

Theódór Elmar heiðraður og fær blómvönd en hann leggur skóna á hilluna eftir leikinn hér í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, nú styttist í þetta.

Fyrir leik
Byrjunarliðin: Óbreytt hjá HK - Óskar gerir tvær breytingar Óskar Hrafn gerir tvær breytingar á liði sínu frá 0-1 sigri gegn Fylki. Aron Þórður og Ástbjörn Þórðarson koma inn í byrjunarlið KR.
Birgir Steinn og Atli Sigurjónsson víkja úr byrjunarliðinu.

HK vann dramatískan sigur gegn Fram í síðasta leik en Ómar Ingi, þjálfari HK heldur liði sínu óbreyttu frá þeim leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sjóðheitur Benóný Benoný er 19 ára, U21 landsliðsmaður og hefur skorað 16 mörk í 25 leikjum í sumar.

Hann hefur skorað sex mörk í fjórum leikjum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Benoný er tveimur mörkum á eftir Viktori Jónssyni í baráttunni um markakóngstitilinn.

Í hlaðvarpsþáttunum Dr. Football og Þungavigtinni var fjallað um áhuga erlendis á Benoný Breka. Jóhann Már Helgason (Dr. Football) sagðist hafa heyrt af áhuga frá þýska félaginu Mainz og Kristján Óli Sigurðsson (Þungavigtin) sagði frá áhuga úr spænsku úrvalsdeildinni, La Liga.

Mynd: KR - Mummi Lú
Fyrir leik
Ótrúlegt tak á Óskari Ómar Ingi þjálfari HK er með ótrúlegt tak á liðum undir stjórn Óskars Hrafns.

Ómar hefur mætt Óskari á hliðarlínunni þrisvar í efstu deild og í öll þrjú skiptin hefur Ómar haft betur.

HK 3-2 KR -- 22. ágúst, 2024
HK 5-2 Breiðablik - 23. júní, 2023
Breiðablik 3-4 HK - 10. apríl, 2023


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heitir KR-ingar og dramatískir HK-ingar Eftir tvískiptingu deildarinnar hefur gengi KR liðsins batnað til muna. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð.

HK-ingar elska dramatík. Í síðustu tveimur leikjum þeirra hafa þeir skorað tvö flautumörk sem hafa haldið þeim á lífi í deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
HK berst fyrir lífi sínu Spennan í fallbaráttunni nær hámarki í dag. HK er í 11. sæti deildarinnar en þeir eiga enn möguleika að halda sér uppi. HK þarf þó að treysta á að Fylkir nái í úrslit gegn Vestra.

Hvað þarf að gerast svo HK haldi sæti sínu?

HK þarf að minnsta kosti að fá stig í dag til að halda sér í deildinni.
Setjum upp töflu!

HK jafntefli - Vestri tap = HK uppi

HK sigur - Vestri tap/jafntefli = HK uppi

HK sigur - Vestri sigur = HK fellur

Mynd: Fótbolti.net

   25.10.2024 12:40
Lífsbaráttu laugardagur - Vestri með bestu spilin og von HK veik
Fyrir leik
Leikið í Laugardalnum Leikurinn fer fram á Avis vellinum heimavelli Þróttar, þar sem KR-völlurinn er ekki leikfær.

Þetta verður annar heimaleikurinn á yfirstandandi tímabili sem KR spilar í Laugardalnum en þeir mættu einnig Fram þar í apríl þar sem aðstæður á Meistaravöllum voru ómögulegar til fótboltaiðkunnar. Leikar enduðu 0-1 fyrir Fram.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lokaumferð! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í beina textalýsingu frá Avis vellinum. Klukkan 14:00 í dag tekur KR á móti HK í lokaumferð Bestu-deildar karla.

Allir leikir í neðri hluta Bestu-deildarinnar fer fram klukkan 14:00, Evrópubaráttan mun ráðast í leikjunum í efri hluta sem hefjast klukkan 16:00. Úrslitaleikur Bestu-deildarinnar verður svo spilaður á morgun klukkan 18:30.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Christoffer Petersen (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson ('46)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('37)
14. Brynjar Snær Pálsson
19. Birnir Breki Burknason ('46)
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted
30. Atli Þór Jónasson ('64)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('37)
7. George Nunn ('46)
10. Atli Hrafn Andrason ('64)
18. Atli Arnarson
23. Tareq Shihab ('46)
33. Hákon Ingi Jónsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Aron Antonsson ('25)
Atli Þór Jónasson ('31)
Tareq Shihab ('78)

Rauð spjöld:
Þorsteinn Aron Antonsson ('28)