Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Breiðablik
3
4
HK
0-1 Marciano Aziz '2
0-2 Örvar Eggertsson '7
Gísli Eyjólfsson '74 1-2
Stefán Ingi Sigurðarson '76 2-2
Höskuldur Gunnlaugsson '78 , víti 3-2
Höskuldur Gunnlaugsson '89 , sjálfsmark 3-3
3-4 Atli Þór Jónasson '94
10.04.2023  -  20:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Er sumarið komið? Mögulega
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1389
Maður leiksins: Örvar Eggertsson (HK)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('54)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen ('89)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('64)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('64)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('64)
14. Jason Daði Svanþórsson ('54)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Eyþór Aron Wöhler ('89)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('64)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('10)
Damir Muminovic ('41)
Gísli Eyjólfsson ('66)
Jason Daði Svanþórsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÁÁÁÁÁÁÁÁ Maður lifandi, fótbolti er besta íþrótt í heimi.

HK tekur þrjú stig gegn Breiðabliki eftir ótrúlegar senur. Ég er eiginlega orðlaus.

94. mín
Þetta er líklega ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef séð.
94. mín MARK!
Atli Þór Jónasson (HK)
HAAAAAAAAAAAAAAAAAA Tumi vinnur boltann af Eyþóri Wöhler á miðsvæðinu. Kemur honum á Hvergerðinginn sem veður áfram og neglir á markið af einhverjum 20-25 metrum.

Boltinn fer undir Anton Ara og í netið!!!

Þessi leikur fer í sögubækurnar!!!! Magnað, magnað dæmi.
92. mín
Nú fer hver að verða síðastur að koma inn sigurmarki. Fáum við meira drama?
92. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
91. mín
Þetta er einhver skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Magnaður leikur!
91. mín
Gísli með skottilraun af löngu færi rétt yfir markið.
90. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
90. mín
Fjórum mínútum bætt við þessa veislu
89. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik) Út:Patrik Johannesen (Breiðablik)
89. mín SJÁLFSMARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
HK JAFNAR!!!! Þetta er hreint út sagt magnaður leikur!!!

HK jafnar úr hornspyrnunni. Þvílíkar senur. Darraðadans í teignum og boltinn virðist fara af Höskuldi og inn.
88. mín
HK fær hornspyrnu!
87. mín
HK-ingar í leit að jöfnunarmarki. Atli Hrafn með boltann fyrir en Blikar koma honum frá.
82. mín
Blikar sneru þessu við á einhverjum fimm mínútum sirka. Þvílíkur leikur, þvílík deild!

80. mín
Besta deildin, þvílík skemmtun!
80. mín
Ískaldur á punktinum
79. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (HK) Út:Hassan Jalloh (HK)
79. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
78. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Stefán Ingi Sigurðarson
ÖRUGGUR!!! Arnar í vitlaust horn og Blikar eru búnir að snúa þessu við!

Þvílíkt og annað eins!
77. mín
Stefán Ingi fellur í teignum og vítaspyrna dæmd. Hárréttur dómur sýnist mér, en ég verð að sjá þetta betur síðar í kvöld. Ívar Orri hugsaði sig um en benti svo á punktinn. Mér sýndist það vera Eiður Atli sem braut af sér.

Ótrúleg orka í Blikum og gestirnir ráða ekkert við það.
77. mín
BLIKAR AÐ FÁ VÍTI!!!
76. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Þetta er ekki lengi að gerast!!! Fyrir þremur mínútum voru Blikar engan veginn líklegir en núna eru þeir búnir að jafna metin.

Varamaðurinn Stefán Ingi að skora gegn sínum gömlu félögum! Sleppur í gegn og klárar frábærlega.

Ótrúlegt hvað hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum. Blikarnir eru vaknaðir af værum blundi.

75. mín
Gísli minnkaði muninn
74. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Blikar minnka muninn!!! Viktor Karl gerir mjög vel og á flotta fyrirgjöf sem Gísli stangar í netið.

Þetta kom eiginlega upp úr engu en þetta breytir leiknum algjörlega. Stuðningsmenn Blika vakna til lífsins.

Það er nóg eftir!
73. mín
Aziz þræðir Örvar á bak við vörnina og HK vinnur hornspyrnu. Örvar dettur svo um LED-auglýsingaskilti og skemmir það í leiðinni. Sem betur fer er allt í lagi með Örvar.

Það kemur svo ekkert úr hornspyrnunni.
70. mín
Ívar Örn með lúmskt skot að marki úr aukaspyrnu en Anton var vel á tánum.
68. mín
Loksins ná Blikar að spila sig í gegnum vörn HK. Hreyfa boltann hratt og vel. Síðasta sendingin út á Jason er hins vegar ekki góð og fyrirgjöf hans endar í höndunum á Arnari.

Þetta hefðu Blikar átt að nýta betur.
66. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
65. mín
Það verður að gefa gestunum mikið hrós fyrir það hvernig þeir eru að verjast. Blikar hafa ekki náð að búa til mikla pressu að marki HK.
64. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
64. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
64. mín
Anton Logi reynir bakfallsspyrnu í teignum en nær engum krafti í skotið.
63. mín
Jason Daði með skot að marki úr þröngu færi sem Arnar Freyr á ekki í vandræðum með að verja.
62. mín
Sagt að það séu 1389 áhorfendur á leiknum, en ég hef á tilfinningunni að það séu fleiri hérna.
61. mín
HK-ingar fá hverja skyndisóknina á fætur annarri. Núna átti Örvar fast skot sem Anton Ari handsamaði annarri tilraun.
60. mín
Hassan! Viktor Karl tapar boltanum á miðsvæðinu og HK geysist upp í skyndisókn. Hassan fær boltann og er í ágætis færi en Anton Ari ver skot hans í horn.

HK-ingar líklegri til að bæta við þriðja markinu eins og þetta er að spilast núna.

59. mín
Það er deyfð yfir Blikum, þeir eru ekki að finna neinar lausnir í opnu spili þessa stundina.
58. mín
Næstum því 0-3! Upp úr innkasti fær Atli Hrafn ágætis skotfæri fyrir utan teig. Hann lætur vaða en boltinn fer rétt fram hjá markinu.
55. mín
Blikar í miklu hnoði er þeir reyna að skapa færi. Aziz kemur boltanum að lokum í burtu.
54. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Viktor Karl fer þá inn á miðsvæðið.
53. mín
Ívar Örn með aukaspyrnu af kantinum sem skapar mikla hættu. Endaði næstum því í markinu.
52. mín
Jason Daði er að koma inn hjá Blikum!
50. mín
Ahmad bjargar á línu! Damir á skalla að marki en Ahmad er réttur maður á réttum stað og bjargar á línu!!

49. mín
Höskuldur fær boltann inn á teignum og er í hættulegri stöðu en Ívar nær sparka boltanum aftur fyrir endamörk. Hornspyrna.
48. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (HK)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Engar breytingar í hálfleik. Áhugavert.
45. mín
Hálfleikur
+3 Það er kominn hálfleikur hér í Kópavogi. Ótrúleg staða.

Óskar Hrafn þarf heldur betur að fara vel yfir málin í hálfleik. Ég býst við skiptingum áður en seinni hálfleikur hefst. Blikar eru með mjög öfluga menn á bekknum.

45. mín
+2 Andri Rafn keyrir upp að teignum og á fínustu skottilraun sem Arnar Freyr þarf að hafa sig allan við að verja. Það besta sem Blikar hafa gert í langan tíma.
45. mín
Þremur mínútum bætt við fyrri hálfleik.
45. mín
Höskuldur með hornspyrnu sem fer á fjærstöngina en Anton Logi nær ekki til boltans.
44. mín
Það styttist í hálfleiksflautið. Blikar þurfa að fara vel yfir málin í leikhléinu. Fá hér hornspyrnu áður en 45 mínútur koma á klukkuna.
41. mín
Stórhættuleg spyrna! Aziz með flott skot og Anton Ari slær hann beint út í teig, en HK-ingar ná ekki að henda sér á frákastið.

Þetta var hættulegt!
41. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Fyrir brotið, tæpt með rautt spjald þar sem Örvar var að sleppa í gegn.
41. mín
ÖRVAR EGGERTS! Örvar, sem er búinn að vera ansi líflegur, að sleppa í gegn og er tekinn niður! Ekki inn í teig að mati Ívars en tæpt var það.

Núna fær HK aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

40. mín
Ágúst Hlyns tekur spyrnuna og hún er HÖRMULEG!

Lengst yfir markið. Ágúst búinn að eiga ansi erfiðan hálfleik og það kæmi ekki á óvart ef honum verður kippt út af í hálfleik.
38. mín
Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. HK-ingar ekki sáttir með þennan dóm en ég held að hann hafi verið hárréttur.

Tækifæri fyrir Blika til að minnka muninn, þetta er gott skotfæri.
36. mín
HK hefur verið að gera vel í að verjast sóknaraðgerðum Breiðabliks. Hljótum að fá Jason Daða og Stefán Inga í hálfleik.
35. mín
Damnir með einn langan sem var ætlaður Viktori en aðeins of fastur.
31. mín
Breiðablik vann fyrstu átta deildarleiki sína á síðasta tímabili. Ef HK myndi vinna eða taka stig hérna, þá væru það ótrúleg úrslit.

30. mín Gult spjald: Ahmad Faqa (HK)
Ahmad er fljótur að fá gula spjaldið. Fer í groddaralega tæklingu og Gísli liggur eftir. Jafnvel heppinn að fá ekki meira en gult.
27. mín
Inn:Ahmad Faqa (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
Birkir Valur var tæpur fyrir leikinn og fer hér meiddur af velli. Ahmad kemur inn á í sínum fyrsta deildarleik fyrir HK og fer í hægri bakvörðinn.

Birkir Valur var búinn að vera frábær í leiknum.
26. mín
Ágúst á miklum spretti og tekur svo fyrirgjöf sem fer beint á Arnar Freyr.
24. mín
Fyrri hálfleikur hálfnaður Hver hefði búist við því að HK yrði 0-2 yfir í þessum leik?

24. mín
Manni finnst Blikar vera að vakna til lífsins.
23. mín
DAUÐAFÆRI! Patrik í algjöru dauðafæri en skallar fram hjá markinu. Stuðningsmenn Breiðabliks byrjaðir að fagna í stúkunni!

Patrik farið illa með tvö mjög fín færi.
21. mín
Myndir úr leiknum



19. mín
Höskuldur með fínan bolta inn á markteig en Arnar Freyr kýlir frá.
19. mín
Alexander staðinn upp og Höskuldur skokkar út að hornfána til að spyrna fyrir.
18. mín
Alexander Helgi með fyrirgjöf en Birkir Valur setur hann aftur fyrir. Alexander liggur eftir og virðist þjáður.
18. mín
Mikil orka í HK-ingum
17. mín
Stuðningsmenn HK láta vel í sér heyra, eru í miklu stuði!
16. mín
Höskuldur með fasta fyrirgjöf en Birkir Valur er fyrstur í boltann. Birkir bjargar því svo að boltinn fari aftur fyrir og setur hann í innkast.
14. mín
Arnþór Ari ákveðinn og vinnur boltann af Gísla á miðsvæðinu. Sending fyrir en Damir leysir vel úr þessu. Þarna var HK í ágætis stöðu til að búa til mjög gott færi en það gekk ekki.
10. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Fyrsta gula spjaldið í leiknum, hörð tækling hjá Andra.
10. mín
Blikar virðast ekki alveg tilbúnir hérna. Ég veit ekki hvað skal segja, ótrúlegar fyrstu tíu mínútur.
9. mín
Patrik með skalla í stöngina! Ágúst með góða sendingu fyrir á Patrik sem á skalla í stöngina. Blikar næstum því búnir að minnka muninn.
8. mín
Örvar gerði annað mark HK
7. mín MARK!
Örvar Eggertsson (HK)
Stoðsending: Arnar Freyr Ólafsson
HVAÐ ER AÐ GERAST???? Ég lít upp og Örvar Eggertsson er allt í einu búinn að skora annað mark HK!!!

Þetta er ótrúlegt, hvað er að gerast hérna???

Markspyrna og Örvar er sloppinn í gegn. Hann klárar afskaplega vel fram hjá Antoni Ara. Þessu bjóst nákvæmlega enginn við.
5. mín
Breiðablik er að stilla upp alveg eins og myndinni hér fyrir neðan, nema það að Anton Logi er djúpur á miðju en ekki Alexander. Hjá HK er Atli Hrafn fremstur og Örvar úti á vinstri kanti.


Atli Hrafn er fremstur hjá HK.
4. mín
Þetta er heldur betur óvænt. Hvernig svara Íslandsmeistararnir þessu?
3. mín
Aziz búinn að skora
2. mín MARK!
Marciano Aziz (HK)
Stoðsending: Birkir Valur Jónsson
Váááááá þvílík byrjun! HK nær að spila sig tiltölulega auðveldlega í gegnum vörn Blika. Birkir Valur nær að finna Marciano Aziz í gegn. Hann er í þröngri stöðu en nær að koma boltanum í netið með föstu skoti.

Þarna hefði Anton Ari átt að gera betur.

Fyrsta markið sem Aziz skorar í efstu deild og það tók ekki langan tíma.
1. mín
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Íslandsmeistarar "Íslandsmeistarar, Íslandsmeistarar," syngja stuðningsmenn Breiðabliks áður en leikmenn ganga út á völl.

Fyrir leik
Það styttist í að flautað verði til leiks. Það er ansi vel mætt í stúkuna og ég býst við mjög góðri stemningu.
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
Fyrir leik
Byrjunarlið HK
Fyrir leik
Ívar Orri dæmir leikinn Ívar Orri Kristjánsson er með flautuna í Kópavoginum í kvöld. Verður eflaust ekki auðveldur leikur að dæma.

Fyrir leik
Sem betur fer hófst Besta deildin í dag en ekki í gær. Veðrið er búið að vera frábært í dag og það verður spilað við kjöraðstæður í síðasta leik dagsins.
Fyrir leik
Þá er maður mættur á Kópavogssvöll. Það er góð stemning og gott veður. Herra Hnetusmjör er auðvitað í hátalarakerfinu.

Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn. Blikar eru með mikla breidd og gríðarleg samkeppni um að komast í hópinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var greinilega sáttur með lið sitt í síðasta leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ og byrjar með sama lið í fyrsta deildarleiknum.

Það eru hins vegar breytingar á varamannabekknum og eru þrír af nýjum leikmönnum félagsins ekki í hóp; Alex Freyr Elísson, Klæmint Olsen og Oliver Stefánsson.

Hjá HK byrjar Marciano Aziz og verður fróðlegt að fylgjast með honum í leiknum. Ahmad Faqa, nýr miðvörður liðsins, byrjar á bekknum.


Klæmint Olsen.
Fyrir leik
Orri Steinn spáir í spilin

Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður SönderjyskE í Danmörku, spáir í leiki fyrstu umferðar í Bestu deildinni.

Breiðablik 3 - 0 HK
Jújú maður er kannski ekki alveg hlutlaus hérna, og þótt að Ómar sé gamall íþróttakennari úr grunnskóla, held ég að Blikarnir taki þetta nokkuð öruggt 3-0. Höskuldur með eitt og Patrik með tvö.

Sjáðu spá Orra fyrir 1. umferðina
Fyrir leik
Viðtal við Brynjar Atla, markvörð Breiðabliks Brynjar Atli Bragason, markvörður Breiðabliks, byrjaði ungur að árum að vinna í Reykjanesapóteki í Njarðvík. Í kjölfarið hóf hann nám í lyfjafræði og er núna að taka meistaragráðu. Að því námi loknu getur hann kallað sig lyfjafræðing en það býður upp á fjölbreytt störf. Brynjar er nýorðinn 23 ára en á þrátt fyrir það hlut í Reykjanesapóteki á Fitjum, nýju apóteki sem hann stofnaði ásamt samstarfsfólki sínu. Það er nóg að gera hjá honum en í sumar stefnir hann á að verða Íslandsmeistari með Breiðabliki í annað sinn.

Fyrir leik
Viðtal við Hassan Jalloh, leikmann HK Undirritaður hefur á undanförnum vikum tekið viðtöl við leikmenn liðanna tólf sem spila í Bestu deildinni. Hassan Jalloh, leikmaður HK, er skemmtilegur karakter.

Lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir Hassan en hann ákvað í fyrra að elta drauminn. Hann fór til Evrópu og ætlaði ekki aftur heim fyrr en hann var búinn að skrifa undir samning um að vera atvinnumaður í fótbolta. Hann kom til Íslands á reynslu og það gekk ekki allt eftir plani, en það samt sem áður fór það vel á endanum. Hassan er með háleit markmið og stefnir á að fylgja í fótspor goðsagna frá Ástralíu.

Fyrir leik
Hlustaðu á upphitunarþátt um Breiðablik
Fyrir leik
Hlustaðu á upphitunarþátt um HK
Fyrir leik
Einar rýndi líka í HK Styrkleikar: Það er alltaf mikil samheldni hjá HK, sama hvaða flokkur það er. Eins er alltaf mikil stemning í kringum Ómar og hann á eftir að ná að virkja HK hjartað í leikmönnum í sumar. Heimavöllurinn er styrkur með HK últras snælduóða á pöllunum.

Veikleikar: Það er ekki mikil breidd í HK liðinu. Þó að Stefán Ingi og Valgeir Valgeirs hafi ekki spilað nema tæplega helming leikjanna í fyrra þá er missir af þeim. Stefán Ingi endaði markahæstur og það verður spurning hver eigi að skora mörkin. Það mætti líka vera meiri reynsla í liðinu. Þeir líta út fyrir að vera með reynsluminna lið en í fyrra. Bruno Soares er farinn og Ahmad Faga sem á að fylla hans skarð á ekki marga meistaraflokks leiki.

Spurningarnar: Þjálfarinn, nær hann að halda stemningunni sem til þarf til þess að halda sætinu? Nær hann að undirbúa liðið nægilega vel til að standa í stóru strákunum? Ná nýju leikmennirnir að fylla skarð þeirra sem þeir hafa misst eins og til dæmis Valgeirs og Stefáns Inga? Hver á að skora? Hvernig mun Aziz pluma sig í Bestu deildinni?

Þrír lykilmenn: Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina í marki HK í efstu deild síðast og gerir það áfram. Hann er með reynsluna og þarf að eiga gott sumar. Atli Arnarson er öflugur miðjumaður sem getur komið að mörkum og fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er hjartað í liðinu.


Leifur Andri Leifsson.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Marciano Aziz. Hæfileikaríkur leikmaður sem var stórkostlegur með Aftureldingu seinni hluta síðasta tímabils í Lengjudeildinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum í deild þeirra bestu.


Marciano Aziz.
Fyrir leik
Einar Guðnason rýnir í Breiðablik Styrkleikar: Óskar Hrafn er þeirra helsti styrkleiki. Ótrúlegur leiðtogi sem nær því besta út úr sínu þjálfarateymi og sínum leikmönnum. Hann er nánast eins og forstöðumaður í sértrúarsöfnuði í Kópavoginum, allir í og í kringum liðið elta Óskar og hans orð í einu og öllu sem skilaði frábærum árangri í fyrra og mun halda áfram að skila árangri.

Veikleikar: Mögulega er það veikleiki hversu stór hópurinn þeirra er. Það gæti þýtt að það næst ekki stöðugleiki í liðið og það tekur þá lengri tíma að finna sitt byrjunarlið. Blikar eiga það líka til að vera ekki í nógu og góðu jafnvægi þegar þeir sækja og gefa þannig andstæðingum færi á skyndisóknum.

Spurningarnar: Óskar er klókur í að finna leikmenn sem hafa ekki verið að ná sínu besta fram og hefur náð því besta úr þeim. Því er stærsta spurningin hvaða óvænti leikmaður springur út hjá þeim í sumar?

Þrír lykilmenn: Damir Muminovic er enn allra besti hafsent deildarinnar og sterkur leiðtogi. Gísli Eyjólfs hatar að tapa og er tilbúinn að gera allt til að vinna, þess fyrir utan er hann frábær alhliða miðjumaður. Höskuldur Gunnlaugsson getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Stendur alltaf sína plikt hvar sem hann er látinn spila og er frábær fyrirmynd.


Damir Muminovic.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Stefán Ingi Sigurðarson er sá leikmaður í deildinni sem ég er hvað spenntastur fyrir í sumar. Ég sá mikið af honum í fyrra þegar hann var í HK og heillaðist mjög. Hann er stór, sterkur, þokkalega fljótur, með góðan fót og flottar staðsetningar. Hann er líka duglegur í varnarleik sem gerir hann nánast að fullkomnum framherja fyrir leikstíl Breiðabliks.


Stefán Ingi Sigurðarson.
Fyrir leik
Komnir/farnir hjá HK Komnir
Ahmad Faqa frá AIK
Atli Hrafn Andrason frá ÍBV
Atli Þór Jónasson frá Hamri
Brynjar Snær Pálsson frá ÍA
Marciano Aziz frá Aftureldingu

Farnir
Ásgeir Marteinsson í Aftureldingu
Bjarni Gunnarsson í Fjölni
Bjarni Páll Linnet Runólfsson í Aftureldingu
Bruno Soares til Þýskalands
Ólafur Örn Eyjólfsson í Þrótt V.
Stefán Ingi Sigurðarson í Breiðablik (var á láni)


Marciano Aziz.
Fyrir leik
Komnir/farnir hjá Breiðabliki Komnir
Alex Freyr Elísson frá Fram
Alexander Helgi Sigurðarson frá Svíþjóð
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá KR
Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val)
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA
Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík
Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA)
Patrik Johannesen frá Keflavík
Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni)

Farnir
Dagur Dan Þórhallsson til Orlando
Elfar Freyr Helgason í Val
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg
Mikkel Qvist
Pétur Theódór Árnáson á láni til Gróttu
Sölvi Snær Guðbjargarson í frí
Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls)
Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni)
Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)


Patrik Johannesen.
Fyrir leik
Gleðilega hátið! Komiði sælir kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá síðasta leik fyrstu umferðar í Bestu deild karla.

Í þessum leik mætast Breiðablik og HK í baráttunni um Kópavog. Þetta verður mjög svo fróðlegur leikur. Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum á meðan HK er spáð neðsta sæti deildarinnar.



Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík
14:00 KA - KR
18:30 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK

Spáin:
1. Breiðablik, 140 stig
2. Valur, 131 stig
3. Víkingur, 124 stig
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('27)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('90)
11. Marciano Aziz ('79)
16. Eiður Atli Rúnarsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
23. Hassan Jalloh ('79)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
5. Ahmad Faqa ('27)
14. Brynjar Snær Pálsson ('79)
15. Hákon Freyr Jónsson
22. Andri Már Harðarson
28. Tumi Þorvarsson ('90)
30. Atli Þór Jónasson ('79)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Ahmad Faqa ('30)
Atli Hrafn Andrason ('48)

Rauð spjöld: