Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Er sumarið komið? Mögulega
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1389
Maður leiksins: Örvar Eggertsson (HK)
HK tekur þrjú stig gegn Breiðabliki eftir ótrúlegar senur. Ég er eiginlega orðlaus.
Boltinn fer undir Anton Ara og í netið!!!
Þessi leikur fer í sögubækurnar!!!! Magnað, magnað dæmi.
HK jafnar úr hornspyrnunni. Þvílíkar senur. Darraðadans í teignum og boltinn virðist fara af Höskuldi og inn.
Hinn svokallaði vendipunktur. #fotboltinet pic.twitter.com/dstbRPkRuM
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) April 10, 2023
Leyfið honum að fá vegabrefið núna og sendið hann til bandaríkjanna sem fyrst takk. https://t.co/j9KIkX1VJT
— valgeir valgeirsson (@valgeirvalgeirs) April 10, 2023
Síminn er kominn af do not disturb https://t.co/dxuWodHGOd
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) April 10, 2023
3 GOALS IN 4 MINUTES! 3-2 @BreidablikFC. Best league in the world.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 10, 2023
Stoðsending: Stefán Ingi Sigurðarson
Þvílíkt og annað eins!
Ótrúleg orka í Blikum og gestirnir ráða ekkert við það.
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Varamaðurinn Stefán Ingi að skora gegn sínum gömlu félögum! Sleppur í gegn og klárar frábærlega.
Ótrúlegt hvað hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum. Blikarnir eru vaknaðir af værum blundi.
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Þetta kom eiginlega upp úr engu en þetta breytir leiknum algjörlega. Stuðningsmenn Blika vakna til lífsins.
Það er nóg eftir!
Það kemur svo ekkert úr hornspyrnunni.
Þetta hefðu Blikar átt að nýta betur.
Fyrir utan marga sprettmetra, hvað gerir Ágúst Eðvald inni á fótboltavelli?
— Þórarinn Ásgeirsson (@ActionRed) April 10, 2023
HK-ingar líklegri til að bæta við þriðja markinu eins og þetta er að spilast núna.
Væri frábært að geta sett Jóa Berg inn í hálfleik í Kópavogi.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) April 10, 2023
Óskar Hrafn þarf heldur betur að fara vel yfir málin í hálfleik. Ég býst við skiptingum áður en seinni hálfleikur hefst. Blikar eru með mjög öfluga menn á bekknum.
Þetta var hættulegt!
Núna fær HK aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Lengst yfir markið. Ágúst búinn að eiga ansi erfiðan hálfleik og það kæmi ekki á óvart ef honum verður kippt út af í hálfleik.
Tækifæri fyrir Blika til að minnka muninn, þetta er gott skotfæri.
Birkir Valur var búinn að vera frábær í leiknum.
????????????!!! pic.twitter.com/nKDf4Oqfrz
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) April 10, 2023
Patrik farið illa með tvö mjög fín færi.
I have missed @hkkopavogur in the Besta. So much spirit in that team - made for derbies like these.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 10, 2023
Síminn er kominn á Do Not Disturb
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) April 10, 2023
Elska sja að þú sért mættur á lyklaborðið vinur??
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) April 10, 2023
Stoðsending: Arnar Freyr Ólafsson
Þetta er ótrúlegt, hvað er að gerast hérna???
Markspyrna og Örvar er sloppinn í gegn. Hann klárar afskaplega vel fram hjá Antoni Ara. Þessu bjóst nákvæmlega enginn við.
Gaman að vera komin aftur í bestu???????? pic.twitter.com/WtxG9kpbVX
— Katrín Atladóttir (@katrinat) April 10, 2023
MARCIANO AZIZ!!!!!!!!!!!!!! REMEMBER THE NAME
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 10, 2023
Atli Hrafn er fremstur hjá HK.
Stoðsending: Birkir Valur Jónsson
Þarna hefði Anton Ari átt að gera betur.
Fyrsta markið sem Aziz skorar í efstu deild og það tók ekki langan tíma.
Alvöru veisluleikur framundan #fotboltinet
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) April 10, 2023
Bein textalýsing: https://t.co/wHmne16G8M pic.twitter.com/evQaHAkSNj
Það eru hins vegar breytingar á varamannabekknum og eru þrír af nýjum leikmönnum félagsins ekki í hóp; Alex Freyr Elísson, Klæmint Olsen og Oliver Stefánsson.
Hjá HK byrjar Marciano Aziz og verður fróðlegt að fylgjast með honum í leiknum. Ahmad Faqa, nýr miðvörður liðsins, byrjar á bekknum.
Klæmint Olsen.
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður SönderjyskE í Danmörku, spáir í leiki fyrstu umferðar í Bestu deildinni.
Breiðablik 3 - 0 HK
Jújú maður er kannski ekki alveg hlutlaus hérna, og þótt að Ómar sé gamall íþróttakennari úr grunnskóla, held ég að Blikarnir taki þetta nokkuð öruggt 3-0. Höskuldur með eitt og Patrik með tvö.
Sjáðu spá Orra fyrir 1. umferðina
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) April 7, 2023
Lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir Hassan en hann ákvað í fyrra að elta drauminn. Hann fór til Evrópu og ætlaði ekki aftur heim fyrr en hann var búinn að skrifa undir samning um að vera atvinnumaður í fótbolta. Hann kom til Íslands á reynslu og það gekk ekki allt eftir plani, en það samt sem áður fór það vel á endanum. Hassan er með háleit markmið og stefnir á að fylgja í fótspor goðsagna frá Ástralíu.
Byrjaði berfættur í drullunni en eltir núna draum sinn á Íslandi https://t.co/cZ6mKEq84v
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 27, 2023
Niðurtalningin - Höfðinginn fer yfir stöðuna hjá Íslandsmeisturunum https://t.co/PjIc90WXIT
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 7, 2023
Niðurtalningin - HK ætlar að fara Framleiðina https://t.co/tmdWofxemZ
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 27, 2023
Veikleikar: Það er ekki mikil breidd í HK liðinu. Þó að Stefán Ingi og Valgeir Valgeirs hafi ekki spilað nema tæplega helming leikjanna í fyrra þá er missir af þeim. Stefán Ingi endaði markahæstur og það verður spurning hver eigi að skora mörkin. Það mætti líka vera meiri reynsla í liðinu. Þeir líta út fyrir að vera með reynsluminna lið en í fyrra. Bruno Soares er farinn og Ahmad Faga sem á að fylla hans skarð á ekki marga meistaraflokks leiki.
Spurningarnar: Þjálfarinn, nær hann að halda stemningunni sem til þarf til þess að halda sætinu? Nær hann að undirbúa liðið nægilega vel til að standa í stóru strákunum? Ná nýju leikmennirnir að fylla skarð þeirra sem þeir hafa misst eins og til dæmis Valgeirs og Stefáns Inga? Hver á að skora? Hvernig mun Aziz pluma sig í Bestu deildinni?
Þrír lykilmenn: Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina í marki HK í efstu deild síðast og gerir það áfram. Hann er með reynsluna og þarf að eiga gott sumar. Atli Arnarson er öflugur miðjumaður sem getur komið að mörkum og fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er hjartað í liðinu.
Leifur Andri Leifsson.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Marciano Aziz. Hæfileikaríkur leikmaður sem var stórkostlegur með Aftureldingu seinni hluta síðasta tímabils í Lengjudeildinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum í deild þeirra bestu.
Marciano Aziz.
Veikleikar: Mögulega er það veikleiki hversu stór hópurinn þeirra er. Það gæti þýtt að það næst ekki stöðugleiki í liðið og það tekur þá lengri tíma að finna sitt byrjunarlið. Blikar eiga það líka til að vera ekki í nógu og góðu jafnvægi þegar þeir sækja og gefa þannig andstæðingum færi á skyndisóknum.
Spurningarnar: Óskar er klókur í að finna leikmenn sem hafa ekki verið að ná sínu besta fram og hefur náð því besta úr þeim. Því er stærsta spurningin hvaða óvænti leikmaður springur út hjá þeim í sumar?
Þrír lykilmenn: Damir Muminovic er enn allra besti hafsent deildarinnar og sterkur leiðtogi. Gísli Eyjólfs hatar að tapa og er tilbúinn að gera allt til að vinna, þess fyrir utan er hann frábær alhliða miðjumaður. Höskuldur Gunnlaugsson getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Stendur alltaf sína plikt hvar sem hann er látinn spila og er frábær fyrirmynd.
Damir Muminovic.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Stefán Ingi Sigurðarson er sá leikmaður í deildinni sem ég er hvað spenntastur fyrir í sumar. Ég sá mikið af honum í fyrra þegar hann var í HK og heillaðist mjög. Hann er stór, sterkur, þokkalega fljótur, með góðan fót og flottar staðsetningar. Hann er líka duglegur í varnarleik sem gerir hann nánast að fullkomnum framherja fyrir leikstíl Breiðabliks.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Ahmad Faqa frá AIK
Atli Hrafn Andrason frá ÍBV
Atli Þór Jónasson frá Hamri
Brynjar Snær Pálsson frá ÍA
Marciano Aziz frá Aftureldingu
Farnir
Ásgeir Marteinsson í Aftureldingu
Bjarni Gunnarsson í Fjölni
Bjarni Páll Linnet Runólfsson í Aftureldingu
Bruno Soares til Þýskalands
Ólafur Örn Eyjólfsson í Þrótt V.
Stefán Ingi Sigurðarson í Breiðablik (var á láni)
Marciano Aziz.
Alex Freyr Elísson frá Fram
Alexander Helgi Sigurðarson frá Svíþjóð
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá KR
Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val)
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA
Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík
Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA)
Patrik Johannesen frá Keflavík
Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni)
Farnir
Dagur Dan Þórhallsson til Orlando
Elfar Freyr Helgason í Val
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg
Mikkel Qvist
Pétur Theódór Árnáson á láni til Gróttu
Sölvi Snær Guðbjargarson í frí
Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls)
Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni)
Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)
Patrik Johannesen.
Í þessum leik mætast Breiðablik og HK í baráttunni um Kópavog. Þetta verður mjög svo fróðlegur leikur. Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum á meðan HK er spáð neðsta sæti deildarinnar.
Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík
14:00 KA - KR
18:30 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK
Spáin:
1. Breiðablik, 140 stig
2. Valur, 131 stig
3. Víkingur, 124 stig
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig