Sóknarmaðurinn og markametshafinn Benoný Breki Andrésson er með U21 landsliðinu á Spáni þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki. Eftir 3-0 sigurinn gegn Ungverjalandi í dag ræddi Benoný við Fótbolta.net.
Þar á meðal um gott gengi sitt hjá enska C-deildarliðinu Stockport en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið eftir að hann fékk tækifæri.
Þar á meðal um gott gengi sitt hjá enska C-deildarliðinu Stockport en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið eftir að hann fékk tækifæri.
„Þetta hefur verið mjög gaman. Það er gott að vera kominn til Englands og gott að vera búinn að skora og kominn inn í þetta almennilega. Nú er bara að halda áfram og sjá hvað gerist," segir Benoný sem nýtur þess að vera í breska fótboltaumhverfinu.
„Það er algjör draumur. Maður hefur alltaf viljað fara til Englands. Þetta er mjög mikil fótboltaþjóð og mjög gaman. Um leið og maður stendur sig vel þá tekur fólk eftir manni."
Í viðtalinu hér að ofan ræðir Benoný nánar um Stockport og íslenska U21 landsliðið.
Athugasemdir