Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 21. mars 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert gekk í raðir Brann.
Eggert gekk í raðir Brann.
Mynd: Brann
Eggert Aron Guðmundsson er með U21 landsliðinu sem leikur tvo æfingaleiki á Pinatar á Spáni, sá fyrri kláraðist í dag en þá vann Ísland 3-0 sigur gegn Ungverjalandi.

Þessi 21 árs sóknarmiðjumaður gekk í raðir norska liðsins Brann í síðasta mánuð og ræddi meðal annars um þau skipti í viðtali við Fótbolta.net. Hann yfirgaf sænska liðið Elfsborg, þar sem hann hafði ekki verið sáttur við tækifærin, og Freyr Alexandedersson fékk hann til Brann.

„Þetta hefur bara verið geggjað. Ég fór með liðinu til Marbella og hef bara verið í Bergen í eina viku. Ég er enn að kynnast borginni en hún lítur vel út, strákarnir eru drullunæs, hópurinn góður og Freysi náttúrulega frábær. Þetta er eitt besta lið Noregs og þetta lítur helvíti vel út," segir Eggert sem vonast til að þetta hafi reynist gott skref á hans ferli.

„Ég vona það. Ég hef spilað vel og æft vel. Fyrsti leikurinn er um næstu helgi og vonandi fæ ég að byrja þann leik."

Það er gríðarlegur fótboltaáhugi í Bergen og hópur stuðningsmanna sem tók á móti Eggerti á flugvellinum þegar hann gekk í raðir félagsins.

„Þetta er hálfgerð klikkun. Það kom video af mér þarna þegar ég lenti á flugvellinum. Maður venst því að það séu alltaf nokkrir fjölmiðlamenn á æfingu og allar kamerur á manni og það er bara gaman."

Hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Eggert um leikinn gegn Ungverjum í dag, nánar um verkefnið framundan í Noregi og viðskilnaðinn við Elfsborg.
Athugasemdir
banner
banner