Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 21. mars 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert gekk í raðir Brann.
Eggert gekk í raðir Brann.
Mynd: Brann
Eggert Aron Guðmundsson er með U21 landsliðinu sem leikur tvo æfingaleiki á Pinatar á Spáni, sá fyrri kláraðist í dag en þá vann Ísland 3-0 sigur gegn Ungverjalandi.

Þessi 21 árs sóknarmiðjumaður gekk í raðir norska liðsins Brann í síðasta mánuð og ræddi meðal annars um þau skipti í viðtali við Fótbolta.net. Hann yfirgaf sænska liðið Elfsborg, þar sem hann hafði ekki verið sáttur við tækifærin, og Freyr Alexandedersson fékk hann til Brann.

„Þetta hefur bara verið geggjað. Ég fór með liðinu til Marbella og hef bara verið í Bergen í eina viku. Ég er enn að kynnast borginni en hún lítur vel út, strákarnir eru drullunæs, hópurinn góður og Freysi náttúrulega frábær. Þetta er eitt besta lið Noregs og þetta lítur helvíti vel út," segir Eggert sem vonast til að þetta hafi reynist gott skref á hans ferli.

„Ég vona það. Ég hef spilað vel og æft vel. Fyrsti leikurinn er um næstu helgi og vonandi fæ ég að byrja þann leik."

Það er gríðarlegur fótboltaáhugi í Bergen og hópur stuðningsmanna sem tók á móti Eggerti á flugvellinum þegar hann gekk í raðir félagsins.

„Þetta er hálfgerð klikkun. Það kom video af mér þarna þegar ég lenti á flugvellinum. Maður venst því að það séu alltaf nokkrir fjölmiðlamenn á æfingu og allar kamerur á manni og það er bara gaman."

Hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Eggert um leikinn gegn Ungverjum í dag, nánar um verkefnið framundan í Noregi og viðskilnaðinn við Elfsborg.
Athugasemdir
banner