De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 21. mars 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert gekk í raðir Brann.
Eggert gekk í raðir Brann.
Mynd: Brann
Eggert Aron Guðmundsson er með U21 landsliðinu sem leikur tvo æfingaleiki á Pinatar á Spáni, sá fyrri kláraðist í dag en þá vann Ísland 3-0 sigur gegn Ungverjalandi.

Þessi 21 árs sóknarmiðjumaður gekk í raðir norska liðsins Brann í síðasta mánuð og ræddi meðal annars um þau skipti í viðtali við Fótbolta.net. Hann yfirgaf sænska liðið Elfsborg, þar sem hann hafði ekki verið sáttur við tækifærin, og Freyr Alexandedersson fékk hann til Brann.

„Þetta hefur bara verið geggjað. Ég fór með liðinu til Marbella og hef bara verið í Bergen í eina viku. Ég er enn að kynnast borginni en hún lítur vel út, strákarnir eru drullunæs, hópurinn góður og Freysi náttúrulega frábær. Þetta er eitt besta lið Noregs og þetta lítur helvíti vel út," segir Eggert sem vonast til að þetta hafi reynist gott skref á hans ferli.

„Ég vona það. Ég hef spilað vel og æft vel. Fyrsti leikurinn er um næstu helgi og vonandi fæ ég að byrja þann leik."

Það er gríðarlegur fótboltaáhugi í Bergen og hópur stuðningsmanna sem tók á móti Eggerti á flugvellinum þegar hann gekk í raðir félagsins.

„Þetta er hálfgerð klikkun. Það kom video af mér þarna þegar ég lenti á flugvellinum. Maður venst því að það séu alltaf nokkrir fjölmiðlamenn á æfingu og allar kamerur á manni og það er bara gaman."

Hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Eggert um leikinn gegn Ungverjum í dag, nánar um verkefnið framundan í Noregi og viðskilnaðinn við Elfsborg.
Athugasemdir
banner
banner