Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fös 21. mars 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert gekk í raðir Brann.
Eggert gekk í raðir Brann.
Mynd: Brann
Eggert Aron Guðmundsson er með U21 landsliðinu sem leikur tvo æfingaleiki á Pinatar á Spáni, sá fyrri kláraðist í dag en þá vann Ísland 3-0 sigur gegn Ungverjalandi.

Þessi 21 árs sóknarmiðjumaður gekk í raðir norska liðsins Brann í síðasta mánuð og ræddi meðal annars um þau skipti í viðtali við Fótbolta.net. Hann yfirgaf sænska liðið Elfsborg, þar sem hann hafði ekki verið sáttur við tækifærin, og Freyr Alexandedersson fékk hann til Brann.

„Þetta hefur bara verið geggjað. Ég fór með liðinu til Marbella og hef bara verið í Bergen í eina viku. Ég er enn að kynnast borginni en hún lítur vel út, strákarnir eru drullunæs, hópurinn góður og Freysi náttúrulega frábær. Þetta er eitt besta lið Noregs og þetta lítur helvíti vel út," segir Eggert sem vonast til að þetta hafi reynist gott skref á hans ferli.

„Ég vona það. Ég hef spilað vel og æft vel. Fyrsti leikurinn er um næstu helgi og vonandi fæ ég að byrja þann leik."

Það er gríðarlegur fótboltaáhugi í Bergen og hópur stuðningsmanna sem tók á móti Eggerti á flugvellinum þegar hann gekk í raðir félagsins.

„Þetta er hálfgerð klikkun. Það kom video af mér þarna þegar ég lenti á flugvellinum. Maður venst því að það séu alltaf nokkrir fjölmiðlamenn á æfingu og allar kamerur á manni og það er bara gaman."

Hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Eggert um leikinn gegn Ungverjum í dag, nánar um verkefnið framundan í Noregi og viðskilnaðinn við Elfsborg.
Athugasemdir
banner
banner