Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
ÍBV
3
0
Víkingur R.
Omar Sowe '47 1-0
Alex Freyr Hilmarsson '54 2-0
Omar Sowe '68 3-0
Bjarki Björn Gunnarsson '85 , misnotað víti 3-0
17.04.2025  -  16:00
Þórsvöllur Vey
Mjólkurbikar karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
8. Bjarki Björn Gunnarsson ('88)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('83)
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('88)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('83)
67. Omar Sowe ('76)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Marcel Zapytowski (m)
3. Alexander Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason ('83)
9. Viggó Valgeirsson ('88)
11. Víðir Þorvarðarson ('83)
21. Birgir Ómar Hlynsson ('88)
24. Hermann Þór Ragnarsson ('76)
28. Heiðmar Þór Magnússon
44. Jovan Mitrovic
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Elías J Friðriksson
Elías Árni Jónsson
Kristian Barbuscak

Gul spjöld:
Alex Freyr Hilmarsson ('31)
Arnar Breki Gunnarsson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær sigur Eyjamanna staðreynd. Frábær síðari hálfleikur skilar þeim farseðli í 16 liða úrslit. Víkingar sem ætluðu sér bikarinn aftur verða að bíta í það súra epli að falla út á fyrstu hindrun.

92. mín
Inn:Jóhann Kanfory Tjörvason (Víkingur R.) Út:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
92. mín
Inn:Þorri Ingólfsson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
88. mín
Inn:Birgir Ómar Hlynsson (ÍBV) Út:Arnór Ingi Kristinsson (ÍBV)
88. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (ÍBV) Út:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
85. mín Misnotað víti!
Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Framhjá!
Ingvar í rangt horn en Bjarki setur boltann framhjá markinu.
84. mín
Eyjamenn eru að fá víti

Víðir sækir vítaspyrnu sem er kolröng Ingvar á undan í boltann.

Ekki að það breyti neinu.
83. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (ÍBV)
83. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
79. mín
Oliver í algjöru dauðafæri í teig Víkinga en þrumar boltanum yfir markið.
76. mín
Inn:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV) Út:Omar Sowe (ÍBV)
72. mín
Gylfi með máttlítinn skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Helga.
68. mín MARK!
Omar Sowe (ÍBV)
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
Eyjamenn eru að klára þetta!
Alex Freyr með boltann fyrir markið frá hægri eftir að Víkingar skalla hornið frá. Omar Sowe mætir á fjær og skallar boltann í netið af stuttu færi.
67. mín
Omar Sowe með skot úr teignum sem fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
64. mín Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Skrefinu of seinn í Oliver og uppsker gult spjald.
61. mín
Dauðafæri Víkinga
Helgi Guðjónsson með frábæra sendingu inn á teiginn á Atla sem aftur fer gríðarlega illa með dauðafæri og setur boltann framhjá markinu.
58. mín Gult spjald: Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)

Nokkuð groddaraleg tækling og klárt gult spjald.
57. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
54. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Eyjamenn refsa!
Oliver með sendingu frá hægri inn á teiginn. Boltinn fellur fyrir Alex Frey sem á skot í varnarmann. Boltinn aftur á Alex sem verða á engin mistök og skilar boltanum i netið í annari tilraun.
53. mín
Atli Þór í dauðafæri
Vinnur skallann á markteig en skallar boltann víðsfjarri markinu. Átti að gera mun betur þarna.
52. mín
Víkingar þurfa að svara
Verið með boltann frá marki ÍBV en ekki skapað sér færi.
47. mín MARK!
Omar Sowe (ÍBV)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson

Oliver Heiðarsson úti til vinstri með boltann tekur Svein Gísla á og leggur boltann inn á teiginn. Þar vinnur Omar sig framhjá Karli Friðleifi og skilar boltanum í netið af stuttu færi.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Eyjamenn sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
+2
Enn allt jafnt í Vestmannaeyjum eftir þennan fyrri hálfleik. Víkingar verið heilt yfir meira með boltann en Eyjamenn sennilega fengið hættulegri færi það sem af er.

Komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleikinn.
45. mín Gult spjald: Atli Þór Jónasson (Víkingur R.)
+2
45. mín
Tvær mínútur að lágmarki í uppbótartíma
43. mín
Alex Freyr í hörkufæri
Fær boltann í teignum frá Þorláki Breka og nær skotinu. Matti Vill vel á verði og hendir sér fyrir skotið og Eyjamenn eiga horn.
Skoskur aðdáandi Víkinga kann að meta útsýnið
35. mín
Oliver á sprettinn
Stingur einfaldlega af og keyrir í gegnum vörn Víkinga. Skot hans hárfínt framhjá.
34. mín
Tarik reynir skot eftir hornspyrnu. Fer vel undir boltann og lyftir honum hátt yfir.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Brýtur á Helga Guðjónssyni á vallarhelmingi ÍBV
29. mín
Omar Sowe með hörkuskot af vítateigslínu. Tiltölulega beint á Ingvar sem nær þó ekki að halda boltanum.
28. mín
Bjarki Björn flýgur á stöngina eftir fyrirgjöf frá vinstri. Rís fljótt upp aftur og virðist í lagi.
25. mín
Omar Sowe er sestur á völlinn og kveinkar sér.

Heldur um ökklann og virðist nokkuð kvalinn.

Mætir þó aftur til leiks.
24. mín
Vikingar að herða tökin
Boltinn fyrir markið frá hægri yfir á fjær. Þar er Stígur mættur en nær ekki að koma boltanum á markið. Hjörvar í vandræðum með að handsama boltann en gerir það í annari tilraun.
20. mín
Hjörvar Daði
Gerir frábærlega að verja skalla frá Atla Þór af stuttu færi. Hefði ekki talið þó þar sem flaggið fer á loft.
19. mín
Helgi Guðjónsson með skot eftir laglega sendingu frá Gylfa, hittir ekki markið og markspyrna frá marki ÍBV.
15. mín
Oliver Heiðarsson með alvöru sprett upp völlinn, nær fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Omar Sowe bíður en Matti Vill fyrri til og hreinsar i horn.
14. mín
Bjarki Björn gerir vel að vinna boltann á vallarhelmingi Víkinga. Skot hans i kjölfarið þó slakt og ekki til vandræða fyrir Ingvar.
11. mín
Stígur Diljan að vinna sig í færi en varnarmenn komast fyrir skot hans og boltinn í horn.
9. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Fyrir brot á miðjum vellinum.
6. mín
Fyrsta skotið
Oliver reynir að taka hann í fyrsta þegar boltinn dettur niður í teig Víkinga en setur boltann himinhátt yfir markið.
4. mín
Fer rólega af stað.
Sólin skín en talsverður vindur er á vellinum í Eyjum. Liðin að fóta sig á vellinum og fátt um fína drætti á þessum fyrstu mínútum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Vestmannaeyjum. Það eru Víkingar sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin mætt í hús
Þorlákur Árnason gerir breytingar á liði ÍBV frá deildarleik liðsins gegn Aftureldingu á dögunum. MIlan Tomic og Hermann Þór Ragnarsson fara úr byrjunarliði þeirra fyrir þá Arnar Breka Gunnarsson og Omar Sowe.

Víkingar gera sömuleiðis breytingar á sínu liði frá 4-0 sigrinum á gegn KA á dögunum. Erlingur Agnarsson, Viktor Örlygur Andrason og Valdimar Þór Ingimundarson detta út. Í þeirra stað byrja þeir Stígur Dilján Þórðarson, Atli Þór Jónasson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Fyrir leik
Bikar Baddi rýnir í gögnin
Baldvin Már Borgarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í bikarnum og hann spáir í leikina.

   17.04.2025 10:46
Bikar Baddi spáir í 32-liða úrslitin


ÍBV 1 - 2 Víkingur
Alvöru grasleikur af gamla skólanum, Víkingar eru physical og direct, Eyjamenn eru alltaf Eyjamenn og þá sérstaklega í Eyjum, þetta verður stál í stál og það kemur einhver hark klafs winner seint í leiknum, þetta verður ekkert sami brasilíski bílastæðaboltinn og gegn KA um daginn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þórsvöllur er klár Eyjamenn hafa verið að gera allt klárt á Þórsvelli og meðal annars hafa verið sett sæti í brekkuna til að gera alla aðstöðu sem besta.

Mynd: Fótbolti.net - DGM



Mynd: Fótbolti.net - DGM

Fyrir leik
Eftirminnilegur bikarslagur
Liðin áttust við í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins árið 2019 í mjög svo eftirminnilegum leik.

Víkingar lentu í gríðarlegri brekku í leiknum þar sem Guðmundur Magnússon fór mikinn og gerði tvö mörk í fyrri hálfleik á 14. og 32.mínútu leiksins. Eyjamenn með tveggja marka forskot í hálfleik og hálfleiksræða Arnars Gunnlaugssonar hefur verið eitthvað í það skiptið.

Sölvi Geir Ottesen nú þjálfari Víkinga hóf endurkomu þeirra á á 57. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu. Víkingar þurfu að bíða nokkuð lengi eftir jöfnunarmarkinu en það gerði Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu eftir að Gilson Correia braut á Sölva Geir innan teigs. Aðeins fjórum mínútum síðar tryggðu Víkingar sér svo sigur þegar Erlingur Agnarsson skoraði af harðfylgi úr teignum eftir mikið klafs og farseðill Víkinga í undanúrslit tryggður.

   26.06.2019 20:22
Ótrúleg endurkoma Víkinga


   26.06.2019 20:34
Arnar breytti ekki neinu í hálfleik: Erum betri en ÍBV


   26.06.2019 20:40
Gummi Magg: Einstaklingsmistök að kosta okkur
Fyrir leik
Víkingar eiga EKKI titil að verja
Það er hreinlega hálf sérstakt að skrifa þessa fyrirsögn eftir gull ár Víkinga í bikarnum frá 2019-2023. Þetta er þó staðan og Víkingar þurftu að horfa á eftir Mjólkurbikarnum í skaut KA eftir 2-0 tap í sjálfum úrslitaleiknum.

Hefst vegferðin að því að endurheimta bikarinn í Víkina í Vestmannaeyjum í dag?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bikardagur á Heimaey
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik ÍBV og Víkings í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Flautað verður til leiks á Þórsvelli í Vestmannaeyjum á slaginu 16:00

Mynd: Fótbolti.net - DGM

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
9. Helgi Guðjónsson ('92)
11. Daníel Hafsteinsson
17. Atli Þór Jónasson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason (f)
27. Matthías Vilhjálmsson ('57)
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson ('92)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
7. Erlingur Agnarsson ('57)
8. Viktor Örlygur Andrason
15. Róbert Orri Þorkelsson
19. Þorri Ingólfsson ('92)
23. Nikolaj Hansen
31. Jóhann Kanfory Tjörvason ('92)
34. Ívar Björgvinsson
36. Þorri Heiðar Bergmann
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Aron Baldvin Þórðarson
Óðinn Svansson

Gul spjöld:
Tarik Ibrahimagic ('9)
Atli Þór Jónasson ('45)
Sveinn Gísli Þorkelsson ('64)

Rauð spjöld: