
„Ég er hrikalega ánægður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., eftir að liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikars karla.
Víkingur var 2-0 undir gegn ÍBV í hálfleik í Vestmannaeyjum, en liðið kom til baka í seinni hálfleik og vann 3-2.
Víkingur var 2-0 undir gegn ÍBV í hálfleik í Vestmannaeyjum, en liðið kom til baka í seinni hálfleik og vann 3-2.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 3 Víkingur R.
„Fyrri hálfleikur var ekki alslæmur. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum. Með hverjum leiknum sem líður finnst mér liðið vera að þroskast og taka stór stökk fram á við. Ég var mjög rólegur í hálfleik," sagði Arnar.
„Þetta var þvílíkur karaktersigur og líka vel spilaður við erfiðar aðstæður."
Hverju breytti Arnar í hálfleiknum?
„Ekki neinu. Ég sagði við þá að ég er búinn að sjá 100 þúsund fótboltaleiki, við erum með betra lið en ÍBV - við erum betra fótboltalið. Við erum með nægilega góða leikmenn, það var bara fókusinn. Sumir leikmenn þurftu bara að fínstilla sig. Þegar við fengum fyrsta markið frá Captain Marvel þá var þetta aldrei spurning."
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir