
Guðmundur Magnússon er kominn á blað fyrir ÍBV. Hann skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar þegar liðið tapaði 3-2 gegn Víkingi R. í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í Vestmannaeyjum í kvöld.
ÍBV var 2-0 yfir í hálfleik en kastaði frá sér forystunni í seinni hálfleiknum.
ÍBV var 2-0 yfir í hálfleik en kastaði frá sér forystunni í seinni hálfleiknum.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 3 Víkingur R.
„Eins frábærir og við vorum í fyrri hálfleik þá vorum við undir í seinni hálfleik. Þeir réðu á vaðið og voru ákveðnari. Fyrst og fremst eru það einstaklingsmistök sem eru að kosta okkur - ekki í fyrsta skipti í sumar," sagði Guðmundur eftir leikinn.
„Við ætluðum að halda áfram að keyra á þá eins og í fyrri hálfleik. Við ætluðum að vera þéttir inn á miðjunni og hleypa þeim ekki í spilið sitt. Þetta er dæmigert fyrir lið sem hefur verið í vandræðum, 2-0 og ætla að bíða eftir klukkunni í staðinn fyrir að halda áfram. Svona er þetta."
„Við erum ekkert lélegir, en það sem er að verða okkur að falli er það að við erum að gefa mörk."
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir