Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 10:46
Fótbolti.net
Bikar Baddi spáir í 32-liða úrslitin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson spáir í bikarinn.
Baldvin Már Borgarsson spáir í bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kemur Kári á óvart?
Kemur Kári á óvart?
Mynd: Kári
ÍBV tekur á móti Víkingi á Þórsvelli.
ÍBV tekur á móti Víkingi á Þórsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - DGM
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
32-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum hefjast í dag Skírdag og verður svo spilað áfram á föstudeginum langa og á laugardag.

Tveir innbyrðis leikir verða milli liða í Bestu-deildinni og verða þeir báðir sýndir á RÚV. Í dag leika ÍBV og Víkingur í Vestmannaeyjum en spilað verður á Þórsvelli þar sem verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og hann ekki tilbúinn.

Fram og FH mætast á laugarsaginn. Alls verða þrír sjónvarpsleikir en RÚV sýnir einnig leik Stjörnunnar og Njarðvíkur sem fram fer í Garðabænum á föstudag.

KA er ríkjandi bikarmeistari og mun mæta Ausfjarðarliðinu KFA á Greifavellinum á morgun.

Baldvin Már Borgarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í bikarnum og hann spáir í leikina.

Víkingur Ólafsvík 4 - 0 Úlfarnir (í dag klukkan 14)
Hér hefna Ólsarar fyrir tap gegn Úlfunum fyrir nokkrum árum og gera það þægilega, Ingó Sig skorar úr aukaspyrnu.

Kári 2 - 2 Fylkir - Kári áfram í vító (í dag klukkan 14)
Magic of the milk! - Káramenn eru rosalega erfiðir að eiga við í þessari höll og hafa náð í jafntefli gegn HK og unnið Fjölni fyrr í vetur, Andri Júl er búinn að vera að drilla í allan vetur og Káramenn komast í 2-0, Fylkismenn klóra í bakkann í seinni og koma þessu í framlengingu. Leikurinn verður stórskemmtilegur og Marinó Hilmar nær að fiska Ragnar Braga útaf í framlengingunni, Káramenn klára þetta svo í vító.

Keflavík 3 - 1 Leiknir (í dag klukkan 14)
Hörku Lengjudeildarslagur þar sem Keflvíkingar verða ofan á allan tímann, Leiknismenn eru sprækir en eiga eftir að sakna Andi Hoti og fá á sig þrjú gegn Ljubicic-lausu Keflavíkurliði.

Afturelding 3 - 0 Höttur/Huginn (í dag klukkan 14)
Mosfellingar eru of stór biti fyrir Brynjar Árna og hans lærisveina, Maggiball fær að njóta sín betur gegn 2. deildarliði en hann hefur fengið í upphafi Bestu deildarinnar og sækja nokkrir leikmenn sér smá sjálfstraust í þennan leik, Hrannar Snær skorar.

ÍBV 1 - 2 Víkingur (í dag klukkan 16)
Alvöru grasleikur af gamla skólanum, Víkingar eru physical og direct, Eyjamenn eru alltaf Eyjamenn og þá sérstaklega í Eyjum, þetta verður stál í stál og það kemur einhver hark klafs winner seint í leiknum, þetta verður ekkert sami brasilíski bílastæðaboltinn og gegn KA um daginn.

Grótta 0 - 3 ÍA (á morgun klukkan 14)
Skagamenn eru of stór biti fyrir Rúnar Pál og Aron Loga Sigurpálsson sem gleymir sér aðeins á föstudeginum langa, mætir seint og því klikkar upphitun markmanna Gróttu fyrir leikinn sem kostar dýr mistök á fyrstu 5 mínútum leiksins, Viktor Jóns kemst á blað og Haukur fær að sprikla í 90 mín enda í banni í næsta deildarleik.

Völsungur 1 - 4 Þróttur (á morgun klukkan 14)
Bjarni í Papco er búinn að gíra sína menn svo svakalega fyrir sumarið að þeir mæta með kassann úti til Húsavíkur og valta yfir heimamenn frá fyrstu mínútu, þetta verður skemmtilegur leikur fyrir alla nema Húsvíkinga.

Selfoss 3 - 3 Haukar - Haukar vinna 3-4 í framlengingu (á morgun klukkan 14)
Hér mætir Jeffsy með svokallaða “all out of attack” nálgun eins og hún heitir í FIFA leikjunum, Selfyssingar nýta sér svæði bakvið vörn Haukanna en Haukarnir koma til baka og vinna á endanum með marki frá Óliver Þorkelssyni í framlengingu, rýtingur í gömlu félagana. Alexander Aron mun bæði skora og leggja upp, svo sé ég mark í kortunum frá Alexander Clive Vokes, það er of gott nafn til að skora ekki eitt.

Breiðablik 4 - 0 Fjölnir (á morgun klukkan 16)
Blikarnir rótera aðeins í liðinu og menn sem fá tækifærið verða hungraðir, Fjölnismenn verða auðveld bráð fyrir íslandsmeistarana, Ásgeir Frank fær líklega rautt enda mikill Víkingur og tekur einhverja Lui takta á Dóra Árna sem kastar sér í tartanið með listrænum tilburðum.

Vestri 1 - 0 HK (á morgun klukkan 16)
Davíð Smári masterclass, halda hreinu og setja eitt, þurfum við að flækja þetta eitthvað frekar? Jeppe Pedersen tekur bróður sinn til fyrirmyndar og skorar markið.

Stjarnan 2 - 2 Njarðvík - framlenging 4-2 (á morgun klukkan 16)
Tveir djarfir þjálfarar að mætast, Gunnar Heiðar mætir ekki lítill á Samsung og gírar sína menn í að keyra á Stjörnumenn, Njarðvíkingar byrja af miklum krafti og komast snemma í 0-2, Stjörnumenn vinna sig inn í leikinn og Þorri Mar endurgreiðir traustið með marki og stoðsendingu, Stjörnumenn klára leikinn svo í framlengingu, Andri Rúnar sjóðandi og setur tvö.

KA 2 - 1 KFA (á morgun klukkan 17:30)
KA menn verða í hörku eik gegn KFA en ungu strákarnir munu stíga upp í liði KA og klára þennan leik fyrir þá, Mikael Breki með mark og stoðsendingu.

KR 8 - 0 KÁ (laugardag klukkan 14)
Bjarki Sigurjónsson verður í gjörgæslu í ár eftir að hafa skorað gegn KR í fyrra, KR-ingar spila sennilega með Luke Rae og Kristófer Orra í hafsent miðað við meiðslavandræðin þar og þeir leysa það vel með hreinu laki, Sigurður Breki skorar í dag eftir allan meðbyr vikunnar.

Grindavík 0 - 4 Valur (laugardag klukkan 14)
Valsmenn mæta reiðir og hungraðir inn í þennan leik eftir galdrasýninguna í byrjun vikunnar sem var á þeirra kostnað gegn þeirra vilja. Hólmar skorar og fagnar með því að taka Orra Hrafn í yppon, þetta verður einhver sýning sem Halli Hróðmars mun hreinlega standa upp og klappa fyrir.

Þór 3 - 1 ÍR (laugardag klukkan 15)
Breiðhyltingar mæta norður með stórskotalið enda úr leik í körfunni svo það er ekkert annað að trufla, ÍR-ingar vinna þó leikinn bara í stúkunni en Þórsarar á vellinum, Ibra Balde nuddar enninu aðeins utan í Óðinn Bjarkason og lætur vel valin orð falla eftir listrænu hæfileikana sem Óðinn sýndi fyrr í vetur, Þórsarar keyra yfir ÍR frá upphafi sem verða sprungnir snemma í seinni og þá klára heimamenn leikinn. ÍR-ingurinn Siggi Höskulds fer sáttur á koddann.

Fram 2 - 2 FH - Fram vinnur vító (laugardag klukkan 16)
Hér má segja að tímabilið sé undir hjá FH og það í apríl, þeir höndla ekki þá pressu og kreista fram framlengingu, ég sé þetta fara alla leið í vító þar sem Böddi Löpp verður skúrkurinn enn eina ferðina í sumar eftir að hafa kostað sitt lið í báðum leikjunum í Bestu hingað til. Lexi Berg verður trylltur út í dómarann í stúkunni að venju en það kemur ekki að sök í þetta skiptið, hann verður kominn í trektina eftir vítaspyrnukeppnina og í framhaldinu farinn að ræða fulla vinnu og skerta heilastarfsemi á spjalliborði Vinstri Grænna við góðar undirtektir Jóns Orra.
Athugasemdir
banner