Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Breiðablik
0
0
Lech Poznan
30.07.2025  -  18:30
Kópavogsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Adam Ladebäck (Svíþjóð)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Þetta segir þjálfarinn
   29.07.2025 19:30
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega

„Það sem er búið er búið. Það eru forréttindi að taka þátt í leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn evrópsku stórliði hérna á Kópavogsvelli. Það eru mikil tækifæri fyrir okkur að nota leikinn til að æfa okkur og verða betri, að æfa okkur að spila á móti liðum í þessum gæðaflokki. Við tökum þessum leik mjög alvarlega," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, fyrir seinni leikinn.
Fyrir leik
Þetta segir fyrirliðinn
   29.07.2025 20:00
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu

„Við þurfum fyrst og síðast að bera virðingu fyrir því að við erum að mæta frábæru liði og það er hellings lærdómur fólginn í því að fá að máta sig við svona gæðamikið lið. Við getum nýtt okkur þann lærdóm áfram í komandi Evrópuleikjum og tekið með okkur inn í restina af sumrinu," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Fyrir leik
Sænsk og hollensk dómarasamvinna Adam Ladebäck frá Svíþjóð verður dómari leiksins. Ladebäck er kunnugur staðháttum en hann dæmdi leik Breiðabliks og Shamrock Rovers fyrir tveimur árum, leik sem Blikar unnu 2-1. Ladebäck fékk 8 í einkunn frá Arnari Laufdal, fréttamanni Fótbolta.net.

„Virkilega vel dæmdur leikur hjá Svíanum, ekkert út á hann að setja," skrifaði Dalurinn í skýrslu leiksins.

Aðstoðardómararnir á miðvikudag, og fjórði dómarinn, koma einnig frá Svíþjóð en hinsvegar eru VAR dómarar leiksins frá Hollandi. Jeroen Manschot verður aðal VAR dómari leiksins.

   28.07.2025 12:30
Sænsk og hollensk dómarasamvinna í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Myndir úr fyrri leiknum
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Fyrir leik
Breiðablik á leið til Bosníu Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu verður svo næsti Evrópuandstæðingur Breiðabliks en liðin færast niður í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrir tveimur árum vann Zrinjski Mostar 6-2 sigur á heimavelli gegn Breiðabliki í forkeppni Evrópudeildarinnar. 1-0 sigur Blika í seinni leiknum dugði skammt. Kópavogsliðið á því harma að hefna frá því einvígi.
Fyrir leik
Svipmyndir úr fyrri leiknum
Fyrir leik
Síðasta Meistaradeildarkvöldið á Íslandi í bili Jú, komiði sæl og verið hjartanlega velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Breiðablik og Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er þetta í rauninni bara formsatriði hjá pólsku meisturunum sem unnu fyrri leikinn 7-1.

Flautað til leiks klukkan 18:45 á Kópavogsvelli.:


Mynd: EPA

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: