Adam Ladebäck frá Svíþjóð verður dómari á seinni leik Breiðabliks og Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á miðvikudagskvöld.
Ladebäck er kunnugur staðháttum en hann dæmdi leik Breiðabliks og Shamrock Rovers fyrir tveimur árum, leik sem Blikar unnu 2-1. Ladebäck fékk 8 í einkunn frá Arnari Laufdal, fréttamanni Fótbolta.net.
„Virkilega vel dæmdur leikur hjá Svíanum, ekkert út á hann að setja," skrifaði Dalurinn í skýrslu leiksins.
Aðstoðardómararnir á miðvikudag, og fjórði dómarinn, koma einnig frá Svíþjóð en hinsvegar eru VAR dómarar leiksins frá Hollandi. Jeroen Manschot verður aðal VAR dómari leiksins.
Líkurnar á því að Breiðablik vinni einvígið eru svo gott sem engar eftir 7-1 sigur Lech Poznan í fyrri leiknum. Evrópuþátttaka Blika mun þó halda áfram en þeir munu fara niður í forkeppni Evrópudeildarinnar. Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu verður að öllum líkindum næsti Evrópuandstæðingur Breiðabliks.
Ladebäck er kunnugur staðháttum en hann dæmdi leik Breiðabliks og Shamrock Rovers fyrir tveimur árum, leik sem Blikar unnu 2-1. Ladebäck fékk 8 í einkunn frá Arnari Laufdal, fréttamanni Fótbolta.net.
„Virkilega vel dæmdur leikur hjá Svíanum, ekkert út á hann að setja," skrifaði Dalurinn í skýrslu leiksins.
Aðstoðardómararnir á miðvikudag, og fjórði dómarinn, koma einnig frá Svíþjóð en hinsvegar eru VAR dómarar leiksins frá Hollandi. Jeroen Manschot verður aðal VAR dómari leiksins.
Líkurnar á því að Breiðablik vinni einvígið eru svo gott sem engar eftir 7-1 sigur Lech Poznan í fyrri leiknum. Evrópuþátttaka Blika mun þó halda áfram en þeir munu fara niður í forkeppni Evrópudeildarinnar. Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu verður að öllum líkindum næsti Evrópuandstæðingur Breiðabliks.
Sambandsdeildin
Peiman Simani frá Finnlandi mun dæma á Greifavellinum á fimmtudag þegar KA fær Silkeborg frá Danmörku í heimsókn í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri viðureign liðanna endað með 1-1 jafntefli.
Dalibor Cerny frá Tékklandi verður með flautuna á Hlíðarenda þegar Valur tekur á móti Kauno Zalgiris en fyrri leikurinn endaði 1-1. Þá verður Mihaly Kapraly frá Ungverjalandi dómari á leik Víkings og Vllaznia frá Albaníu en Víkingar þurfa að snúa dæminu við eftir að hafa tapað 2-1 í fyrri leiknum.
Athugasemdir