Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 29. júlí 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Vonast til að leikmenn dragi lærdóm gegn pólsku meisturunum.
Vonast til að leikmenn dragi lærdóm gegn pólsku meisturunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason verður í hóp á morgun. Hann hefur ekki verið greindur með kviðslit.
Aron Bjarnason verður í hóp á morgun. Hann hefur ekki verið greindur með kviðslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti Lech Poznan í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Blikar eiga ekki raunhæfa möguleika á að komast áfram eftir stórt sex marka tap í fyrri leiknum. Halldór Árnason þjálfari býst við mjög erfiðum heimaleik þar sem hann telur að gestirnir frá Póllandi muni mæta grimmir til leiks og ekki gefa neitt eftir.

„Það sem er búið er búið. Það eru forréttindi að taka þátt í leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn evrópsku stórliði hérna á Kópavogsvelli. Það eru mikil tækifæri fyrir okkur að nota leikinn til að æfa okkur og verða betri, að æfa okkur að spila á móti liðum í þessum gæðaflokki. Við tökum þessum leik mjög alvarlega," segir Dóri fyrir seinni leikinn.

„Þeir eru með það sterka 18-20 menn að þó þeir geri einhverjar breytingar þá veikir það liðið mjög lítið. Það verða kannski áherslubreytingar frekar en að liðið sé veikara. Þeir munu mæta með mjög sterkt lið og ætla sér sigur, það er klárt. Þeir fóru svolítið brösulega af stað á tímabilinu og þeim finnst þeir enn hafa margt að sanna líka. Leikurinn þeirra gegn okkur var kannski sá mest sannfærandi hingað til og þeir munu reyna að nýta sér það til að koma hingað og eiga góðan leik. Ég held að þeir taki þessu mjög alvarlega og mæti með sterkt lið."

Dóri segir að það sé lítið mál að gíra leikmenn upp í seinni leikinn þrátt fyrir stórt tap í Póllandi. Hann segir að markmiðið sé að æfa sig og draga lærdóm af því að spila gegn svona sterkum andstæðingum.

„Við erum ekki að fara inn í þennan leik til að vinna hann 7-0, það væri mjög skrýtin nálgun af minni hálfu að ætla að selja mönnum það að vinna pólsku meistarana með sjö mörkum. Það er ekki markmiðið."

Dóri talaði svo um meiðsli þar sem hann sagði Aron Bjarnason ekki hafa verið greindan með kviðslit þó hann sé búinn að eiga í vandræðum með nárann í sumar. Hann verður í hóp á morgun.

Davíð Ingvarsson og Anton Logi Lúðvíksson verða hins vegar ekki með. Davíð er hægt og rólega að koma til baka eftir sín meiðsli á meðan Anton Logi meiddist smávægilega á nára í jafntefli gegn KR um helgina.

Breiðablik mun detta niður í forkeppni Evrópudeildarinnar og spila þar annað hvort við Slovan Bratislava eða Zrinjski Mostar.

Blikar steinlágu gegn Zrinjski þegar liðin mættust í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrir tveimur árum síðan, 6-3 samanlagt.
Athugasemdir
banner
banner