Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   þri 29. júlí 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Vonast til að leikmenn dragi lærdóm gegn pólsku meisturunum.
Vonast til að leikmenn dragi lærdóm gegn pólsku meisturunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason verður í hóp á morgun. Hann hefur ekki verið greindur með kviðslit.
Aron Bjarnason verður í hóp á morgun. Hann hefur ekki verið greindur með kviðslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti Lech Poznan í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Blikar eiga ekki raunhæfa möguleika á að komast áfram eftir stórt sex marka tap í fyrri leiknum. Halldór Árnason þjálfari býst við mjög erfiðum heimaleik þar sem hann telur að gestirnir frá Póllandi muni mæta grimmir til leiks og ekki gefa neitt eftir.

„Það sem er búið er búið. Það eru forréttindi að taka þátt í leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn evrópsku stórliði hérna á Kópavogsvelli. Það eru mikil tækifæri fyrir okkur að nota leikinn til að æfa okkur og verða betri, að æfa okkur að spila á móti liðum í þessum gæðaflokki. Við tökum þessum leik mjög alvarlega," segir Dóri fyrir seinni leikinn.

„Þeir eru með það sterka 18-20 menn að þó þeir geri einhverjar breytingar þá veikir það liðið mjög lítið. Það verða kannski áherslubreytingar frekar en að liðið sé veikara. Þeir munu mæta með mjög sterkt lið og ætla sér sigur, það er klárt. Þeir fóru svolítið brösulega af stað á tímabilinu og þeim finnst þeir enn hafa margt að sanna líka. Leikurinn þeirra gegn okkur var kannski sá mest sannfærandi hingað til og þeir munu reyna að nýta sér það til að koma hingað og eiga góðan leik. Ég held að þeir taki þessu mjög alvarlega og mæti með sterkt lið."

Dóri segir að það sé lítið mál að gíra leikmenn upp í seinni leikinn þrátt fyrir stórt tap í Póllandi. Hann segir að markmiðið sé að æfa sig og draga lærdóm af því að spila gegn svona sterkum andstæðingum.

„Við erum ekki að fara inn í þennan leik til að vinna hann 7-0, það væri mjög skrýtin nálgun af minni hálfu að ætla að selja mönnum það að vinna pólsku meistarana með sjö mörkum. Það er ekki markmiðið."

Dóri talaði svo um meiðsli þar sem hann sagði Aron Bjarnason ekki hafa verið greindan með kviðslit þó hann sé búinn að eiga í vandræðum með nárann í sumar. Hann verður í hóp á morgun.

Davíð Ingvarsson og Anton Logi Lúðvíksson verða hins vegar ekki með. Davíð er hægt og rólega að koma til baka eftir sín meiðsli á meðan Anton Logi meiddist smávægilega á nára í jafntefli gegn KR um helgina.

Breiðablik mun detta niður í forkeppni Evrópudeildarinnar og spila þar annað hvort við Slovan Bratislava eða Zrinjski Mostar.

Blikar steinlágu gegn Zrinjski þegar liðin mættust í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrir tveimur árum síðan, 6-3 samanlagt.
Athugasemdir