Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 29. júlí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks gaf kost á sér í viðtal fyrir seinni leik liðsins gegn pólsku meisturunum í Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin eigast við á Kópavogsvelli en Blikar eru svo gott sem dottnir niður í Evrópudeildina eftir stórt tap í fyrri leiknum í Póllandi, þar sem Lech Poznan vann 7-1 gegn tíu Blikum.

„Við ætlum að reyna að ná góðri og kröftugri frammistöðu og fara ekki í eitthvað bull eins og að reyna að koma með óskhyggju-comeback frá fyrstu mínútu. Við erum ekki að fara að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu sem ætlar að taka miðju eftir að hafa fengið mark á sig og hlaupa upp allan völlinn og skora þrjú mörk strax," sagði Höskuldur.

„Við þurfum fyrst og síðast að bera virðingu fyrir því að við erum að mæta frábæru liði og það er hellings lærdómur fólginn í því að fá að máta sig við svona gæðamikið lið. Við getum nýtt okkur þann lærdóm áfram í komandi Evrópuleikjum og tekið með okkur inn í restina af sumrinu."

Staðan hjá Lech Poznan og Blikum var 1-1 eftir hálftíma í Póllandi, en þá fékk Viktor Örn Margeirsson að líta beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður. Pólverjarnir gjörsamlega röðuðu inn mörkunum eftir það, þeir bættu fjórum mörkum við fyrir leikhlé svo staðan var orðin 5-1 í hálfleik. Lokatölur 7-1.

„Það sem maður er svekktastur með eftir leikinn úti er hvernig við brugðumst við mótlætinu og smá sjokki. Við urðum smá vankaðir við það að missa mann af velli þegar leikurinn var kominn í flott jafnvægi. Við vorum búnir að vinna okkur aftur inn í leikinn og 'momentum shiftið' var okkur í vil en svo náðum við einhvern veginn ekki alveg að skrúfa hausinn aftur rétt á eftir að hafa lent í þessu áfalli. Bæði rautt spjald og svo víti úr aukaspyrnunni sem er tekin.

„Þá fórum við allir einhvern veginn hver í sitt horn að ætla að reyna að redda hlutum og bara misstum agann. Það felldi þetta svona endanlega. Maður fann það fyrstu 30 mínúturnar að auðvitað getum við átt í fullu við þetta lið og leikurinn var að spilast þannig. Við vorum lélegir að bregðast við mótlætinu og sjokkinu."


Höskuldur er ekki smeykur um að það verði vandamál að gíra leikmenn í seinni leikinn.

„Það getur verið mjög valdeflandi að eiga góðar frammistöður á móti stórum liðum og sömuleiðis hellings lærdómur sem er hægt að draga af því hvernig þau nýta sér veikleikana hjá manni."
Athugasemdir
banner
banner