Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 29. júlí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks gaf kost á sér í viðtal fyrir seinni leik liðsins gegn pólsku meisturunum í Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin eigast við á Kópavogsvelli en Blikar eru svo gott sem dottnir niður í Evrópudeildina eftir stórt tap í fyrri leiknum í Póllandi, þar sem Lech Poznan vann 7-1 gegn tíu Blikum.

„Við ætlum að reyna að ná góðri og kröftugri frammistöðu og fara ekki í eitthvað bull eins og að reyna að koma með óskhyggju-comeback frá fyrstu mínútu. Við erum ekki að fara að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu sem ætlar að taka miðju eftir að hafa fengið mark á sig og hlaupa upp allan völlinn og skora þrjú mörk strax," sagði Höskuldur.

„Við þurfum fyrst og síðast að bera virðingu fyrir því að við erum að mæta frábæru liði og það er hellings lærdómur fólginn í því að fá að máta sig við svona gæðamikið lið. Við getum nýtt okkur þann lærdóm áfram í komandi Evrópuleikjum og tekið með okkur inn í restina af sumrinu."

Staðan hjá Lech Poznan og Blikum var 1-1 eftir hálftíma í Póllandi, en þá fékk Viktor Örn Margeirsson að líta beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður. Pólverjarnir gjörsamlega röðuðu inn mörkunum eftir það, þeir bættu fjórum mörkum við fyrir leikhlé svo staðan var orðin 5-1 í hálfleik. Lokatölur 7-1.

„Það sem maður er svekktastur með eftir leikinn úti er hvernig við brugðumst við mótlætinu og smá sjokki. Við urðum smá vankaðir við það að missa mann af velli þegar leikurinn var kominn í flott jafnvægi. Við vorum búnir að vinna okkur aftur inn í leikinn og 'momentum shiftið' var okkur í vil en svo náðum við einhvern veginn ekki alveg að skrúfa hausinn aftur rétt á eftir að hafa lent í þessu áfalli. Bæði rautt spjald og svo víti úr aukaspyrnunni sem er tekin.

„Þá fórum við allir einhvern veginn hver í sitt horn að ætla að reyna að redda hlutum og bara misstum agann. Það felldi þetta svona endanlega. Maður fann það fyrstu 30 mínúturnar að auðvitað getum við átt í fullu við þetta lið og leikurinn var að spilast þannig. Við vorum lélegir að bregðast við mótlætinu og sjokkinu."


Höskuldur er ekki smeykur um að það verði vandamál að gíra leikmenn í seinni leikinn.

„Það getur verið mjög valdeflandi að eiga góðar frammistöður á móti stórum liðum og sömuleiðis hellings lærdómur sem er hægt að draga af því hvernig þau nýta sér veikleikana hjá manni."
Athugasemdir
banner
banner