Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 29. júlí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks gaf kost á sér í viðtal fyrir seinni leik liðsins gegn pólsku meisturunum í Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin eigast við á Kópavogsvelli en Blikar eru svo gott sem dottnir niður í Evrópudeildina eftir stórt tap í fyrri leiknum í Póllandi, þar sem Lech Poznan vann 7-1 gegn tíu Blikum.

„Við ætlum að reyna að ná góðri og kröftugri frammistöðu og fara ekki í eitthvað bull eins og að reyna að koma með óskhyggju-comeback frá fyrstu mínútu. Við erum ekki að fara að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu sem ætlar að taka miðju eftir að hafa fengið mark á sig og hlaupa upp allan völlinn og skora þrjú mörk strax," sagði Höskuldur.

„Við þurfum fyrst og síðast að bera virðingu fyrir því að við erum að mæta frábæru liði og það er hellings lærdómur fólginn í því að fá að máta sig við svona gæðamikið lið. Við getum nýtt okkur þann lærdóm áfram í komandi Evrópuleikjum og tekið með okkur inn í restina af sumrinu."

Staðan hjá Lech Poznan og Blikum var 1-1 eftir hálftíma í Póllandi, en þá fékk Viktor Örn Margeirsson að líta beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður. Pólverjarnir gjörsamlega röðuðu inn mörkunum eftir það, þeir bættu fjórum mörkum við fyrir leikhlé svo staðan var orðin 5-1 í hálfleik. Lokatölur 7-1.

„Það sem maður er svekktastur með eftir leikinn úti er hvernig við brugðumst við mótlætinu og smá sjokki. Við urðum smá vankaðir við það að missa mann af velli þegar leikurinn var kominn í flott jafnvægi. Við vorum búnir að vinna okkur aftur inn í leikinn og 'momentum shiftið' var okkur í vil en svo náðum við einhvern veginn ekki alveg að skrúfa hausinn aftur rétt á eftir að hafa lent í þessu áfalli. Bæði rautt spjald og svo víti úr aukaspyrnunni sem er tekin.

„Þá fórum við allir einhvern veginn hver í sitt horn að ætla að reyna að redda hlutum og bara misstum agann. Það felldi þetta svona endanlega. Maður fann það fyrstu 30 mínúturnar að auðvitað getum við átt í fullu við þetta lið og leikurinn var að spilast þannig. Við vorum lélegir að bregðast við mótlætinu og sjokkinu."


Höskuldur er ekki smeykur um að það verði vandamál að gíra leikmenn í seinni leikinn.

„Það getur verið mjög valdeflandi að eiga góðar frammistöður á móti stórum liðum og sömuleiðis hellings lærdómur sem er hægt að draga af því hvernig þau nýta sér veikleikana hjá manni."
Athugasemdir
banner
banner