Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   þri 29. júlí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks gaf kost á sér í viðtal fyrir seinni leik liðsins gegn pólsku meisturunum í Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin eigast við á Kópavogsvelli en Blikar eru svo gott sem dottnir niður í Evrópudeildina eftir stórt tap í fyrri leiknum í Póllandi, þar sem Lech Poznan vann 7-1 gegn tíu Blikum.

„Við ætlum að reyna að ná góðri og kröftugri frammistöðu og fara ekki í eitthvað bull eins og að reyna að koma með óskhyggju-comeback frá fyrstu mínútu. Við erum ekki að fara að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu sem ætlar að taka miðju eftir að hafa fengið mark á sig og hlaupa upp allan völlinn og skora þrjú mörk strax," sagði Höskuldur.

„Við þurfum fyrst og síðast að bera virðingu fyrir því að við erum að mæta frábæru liði og það er hellings lærdómur fólginn í því að fá að máta sig við svona gæðamikið lið. Við getum nýtt okkur þann lærdóm áfram í komandi Evrópuleikjum og tekið með okkur inn í restina af sumrinu."

Staðan hjá Lech Poznan og Blikum var 1-1 eftir hálftíma í Póllandi, en þá fékk Viktor Örn Margeirsson að líta beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður. Pólverjarnir gjörsamlega röðuðu inn mörkunum eftir það, þeir bættu fjórum mörkum við fyrir leikhlé svo staðan var orðin 5-1 í hálfleik. Lokatölur 7-1.

„Það sem maður er svekktastur með eftir leikinn úti er hvernig við brugðumst við mótlætinu og smá sjokki. Við urðum smá vankaðir við það að missa mann af velli þegar leikurinn var kominn í flott jafnvægi. Við vorum búnir að vinna okkur aftur inn í leikinn og 'momentum shiftið' var okkur í vil en svo náðum við einhvern veginn ekki alveg að skrúfa hausinn aftur rétt á eftir að hafa lent í þessu áfalli. Bæði rautt spjald og svo víti úr aukaspyrnunni sem er tekin.

„Þá fórum við allir einhvern veginn hver í sitt horn að ætla að reyna að redda hlutum og bara misstum agann. Það felldi þetta svona endanlega. Maður fann það fyrstu 30 mínúturnar að auðvitað getum við átt í fullu við þetta lið og leikurinn var að spilast þannig. Við vorum lélegir að bregðast við mótlætinu og sjokkinu."


Höskuldur er ekki smeykur um að það verði vandamál að gíra leikmenn í seinni leikinn.

„Það getur verið mjög valdeflandi að eiga góðar frammistöður á móti stórum liðum og sömuleiðis hellings lærdómur sem er hægt að draga af því hvernig þau nýta sér veikleikana hjá manni."
Athugasemdir
banner