Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Lengjudeild karla
Þróttur R.
39' 0
0
ÍR
Lengjudeild karla
Fjölnir
64' 1
1
Njarðvík
Lengjudeild karla
Selfoss
LL 3
0
HK
Lengjudeild karla
Leiknir R.
93' 0
0
Fylkir
Lengjudeild karla
Keflavík
LL 4
0
Grindavík
Lengjudeild karla
Völsungur
LL 2
5
Þór
2. deild karla
KFA
LL 6
1
Höttur/Huginn
Besta-deild kvenna
Valur
LL 4
2
Stjarnan
Fjölnir
1
1
Njarðvík
0-1 Oumar Diouck '56
Árni Steinn Sigursteinsson '64 1-1
13.08.2025  -  18:30
Fjölnisvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
8. Orri Þórhallsson
9. Árni Steinn Sigursteinsson
10. Kristófer Dagur Arnarsson
11. Bjarni Þór Hafstein
14. Daníel Ingvar Ingvarsson (f)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Egill Otti Vilhjálmsson ('46)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
26. Einar Örn Harðarson
30. Laurits Nörby
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
13. Snorri Þór Stefánsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Árni Elvar Árnason
7. Óskar Dagur Jónasson ('46)
16. Mikael Breki Jörgensson
18. Þorkell Kári Jóhannsson
19. Jón Kristinn Ingason
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Ásgeir Frank Ásgeirsson
Kristinn Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Daníel Ingvar Ingvarsson ('8)

Rauð spjöld:
64. mín MARK!
Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir)
Færi!
62. mín
Finn kafli frá Njarðvíkigum endar með skoti frá Oumar Diouck framhjá markinu.
60. mín
Fjölnismenn að þrýsta Njarðvíkingum niður.

Njarðvíkingar eiga í smá erfiðleikum að halda í boltann þessa stundina.
56. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Njarðvík tekur forystu! Svavar Örn með frábæran bolta fyrir markið úti hægri sem ratar á fjær til Oumar Diouck og hann á skalla sem Sigurjón Daði ver en Oumar Diouck nær frákastinu og klárar í opið markið af metersfæri.

NJARÐVÍKINGAR LEIÐA!
55. mín
Fjölnismenn að ógna og sækja horn.
53. mín
Njarðvíkingar koma boltanum í netið eftir aukaspyrnu en eru dæmdir brotlegir.
49. mín
Almo með frábæra takta en skotið rétt framjá markinu.
47. mín
Fjölnismenn fá fyrsta færi seinni hálfleiks en skotið beint á Aron Snær.
46. mín
Inn:Óskar Dagur Jónasson (Fjölnir) Út:Egill Otti Vilhjálmsson (Fjölnir)
46. mín
Njarðvíkingar sparka þessu af stað aftur. Fjölnismenn gerðu breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara jöfn til búningsklefa Þessi fyrri hálfleikur verður ekki endursýndur á mörgum heimilum.

Fáum vonandi aðeins meiri gæði og skemmtun í síðari hálfleiknum.

Tökum okkur korter og snúm svo aftur með síðari.
41. mín
Njarðvíkingar aðeins að taka stjórn en eru þó í smá basli að skapa sér alvöru færi.
39. mín
Oumar Diouck með flottan bolta fyrir markið og skallinn frá Dominik Radic fer rétt framhjá.
36. mín
Almo með tilraun hátt yfir markið úr fínasta skotfæri.
35. mín
Það eru ekki mikil gæði í þessu fyrsta rúma hálftímann.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Fjölnir með hornspyrnu innarlega sem skapar mikla hættu og þrumuskot endar í kviðnum á Dominik Radic.

Njarðvík keyrir upp í hraða sókn og Almo tekur skot svona 40 metra frá marki með Sigurjón Daða í markinu en boltinn lekur framhjá. Furðuleg ákvörðun.
29. mín
Aron Snær!! Bjarni Þór Hafstein með aukaspyrnu inn á teig sem fellur fyrir fætur Árna Steins í dauðafæri en Aron Snær nær að breiða vel úr sér og loka á þetta!

Þetta var færi!!
25. mín
Björn Aron keyrir upp vinstri vænginn og kemur með fyrirgjöf sem Fjölnir skallar afturfyrir.
23. mín
Oumar Diouck lyftir boltanum inn á teig en Dominik Radic nær ekki að koma höfðinu í boltann.
20. mín
Fjölnismenn vilja víti Langur bolti fram sem Svavar Örn er í smá vandræðum með og virðist taka þunga snertingu upp í hendinina á sér en hvort hann hafi verið inni á teig eða rétt fyrir utan skal ósagt látið en Twana dæmir ekkert svo það kemur ekki að sök.
18. mín
Fjölnir með aukaspyrnu sem Bjarni Þór Hafstein lyftir inn á teig en skalli frá Fjölnismönnum framhjá markinu.
16. mín
Bjarni Þór með flotta snertingu og fer framhjá Svavari Erni og reynir að koma boltanum fyrir markið en Davíð Helgi kemur boltanum burt.
14. mín
Slæm sending tilbaka hjá Fjölni og Sigurjón Daði og Viggó Valgeirs skella saman.

Leikurinn stopp meðan hugað er að þeim tveim.
9. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta hornið. Almo vinnur hornspyrnu.
8. mín Gult spjald: Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
Tuð.
6. mín
Fyrirgjöf fyrir mark Njarðvíkinga en skallinn beint á Aron Snær í markinu.
5. mín
Færi! Njarðvíkingar komast á bakvið vörn Fjölnis og Viggó Valgeirs kemur með sendingu fyrir markið á Oumar Diouck á fjærstöng en Sigurjón Daði ver þetta virkilega vel.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem sparka þessu af stað Árni Steinn á upphafssparkið.
Fyrir leik
Njarðvík ekki unnið frá því 2010 Þessi lið hafa mæst 21 sinni í mótsleik á vegum KSÍ samkv. vef KSÍ.

Fjölnir hafa unnið 8 sinnum - unnu síðast í Lengjudeildinni 2024
Liðin hafa skilið jöfn fimm sinnum - Síðast í fyrri leik liðana á þessu tímabili 2025
Njarðvík hefur unnið 8 sinnum - Síðast í 1.deild 2010.

Ná gestirnir sigri í kvöld eða mun Fjölnir aftur stíða efsta sætinu í þessari deild?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Livey


Fyrir leik
Spámaðurinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands tók að sér það verkefni að spá í leikina. Magnús er mikill fótboltaaðdáandi, stuðningsmaður ÍR og Liverpool.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fjölnir 2 - 2 Njarðvík
Njarðvík hafa einfaldlega verið frábærir í sumar, vel þjálfað lið sem er rútínerað og ólseigt. Það er alvöru árangur að vera kominn til 13.ágúst inn í deildina án þess að hafa tapað leik, fengið á sig fæst mörk og skorað flest. Þeir eru þó jafnteflispésar og þegar við skoðum það að Grafarvogspiltar hafa gert jafntefli í þremur síðustu leikjum er þetta nokkuð skýrt. Njarðvík er núna á þeim stað að önnur lið elta þá en þeir ekki í því hlutverki. Það er annað dýr að eiga við og Fjölnismenn sýndu það í Breiðholtinu síðast að þar á bæ eru menn ákveðnir í að halda sætinu. Þarf ekki að koma neinum á óvart að Árni Steinn setur eitt fyrir þá og leggur annað upp. Svo munu St.Mirren klára kaupin á honum að tímabili loknu!

Fyrir leik
Boð og bönn Hjá Fjölni tekur Sölvi Sigmarsson út leikbann vegna 4 áminninga.

Mynd: Fjölnir


Hjá Njarðvíkingum tekur Arnleifur Hjörleifsson út leikbann vegna 4 áminninga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fjölnir Fjölnismenn hafa aðeins verið að kroppa í stig og eru taplausir í síðustu þremur leikjum sínum og hafa gert þrjú jafntefli. Í síðustu umferð gerðu þeir 3-3 jafntefli við ÍR sem hleypti Njarðvíkingum á toppinn.

Fjölnismenn hafa skorað 25 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:

Kristófer Dagur Arnarsson - 5 mörk
Bjarni Þór Hafstein - 5 mörk
Árni Steinn Sigurgeirsson - 4 mörk
Rafael Máni Þrastarson - 4 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar náðu toppsætinu í síðustu umferð þegar þeir höfðu sigur gegn Selfyssingum suður með sjó og önnur úrslit féllu með þeim.

Njarðvíkingar hafa átt frábært sumar og hafa skorað mest allra liða og eru með bestu markatöluna. Njarðvíkingar hafa skorað 38 mörk og hafa þessi mörk raðast niður á:

Oumar Diouck - 10 mörk
Dominik Radic - 9 mörk
Valdimar Jóhannsson - 3 mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 3 mörk
Arnleifur Hjörleifsson - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Twana verður á flautunni Twana Khalid Ahmed fær það verkefni að halda utan um flatuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðni Freyr Ingvason og Magnús Garðarsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Ásgrímur Helgi Einarsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Fjölnisvöll Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fjölnis og Njarðvíkur í sautjándu umferð Lengjudeild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
13. Dominik Radic
16. Svavar Örn Þórðarson
18. Björn Aron Björnsson
19. Tómas Bjarki Jónsson (f)
21. Viggó Valgeirsson
29. Ali Basem Almosawe
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
5. Arnar Helgi Magnússon
8. Kenneth Hogg
10. Valdimar Jóhannsson
11. Freysteinn Ingi Guðnason
17. Símon Logi Thasaphong
23. Thomas Boakye
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Jaizkibel Roa Argote
Gabríel Sindri Möller

Gul spjöld:

Rauð spjöld: